Hugur - 01.06.2009, Síða 71

Hugur - 01.06.2009, Síða 71
Hvernig hvetja siðferðisdómar? 69 Auðvelt er að benda á breytileika í hvötum eftir siðferðilegum eða annars konar dómum sem virðist ekki kalla á þá tilgátu að viljaafstaða eða einhver önnur íbyggin hugstaða skýri muninn. Þættir eins og örmögnun, ofhlaðin athygli eða þunglyndi geta fremur en munur á viljaafstöðu skýrt margan breytileikann í hvatningar- áhrifum tiltekins dóms í tveimur einstaklingum eða sama einstaklingi á mismun- andi tímum (Skorupski 2001). Þó þykir mér sem ofangreind breytileikamynstur í siðferðishvöt Qafnt sem í meðfylgjandi vitsmuna- og tilfinningahneigðum) megi, alla vega að hluta til, skýra með því að gera ráð fyrir viljaafstöðu sem sumir hafa en aðra skortir og hefur mismikil hvatningaráhrif frá einum einstaklingi til annars. Hér er vitaskuld svigrúm fyrir ágreining. Til að útkljá málið þarf að veita breyti- leika í siðferðishvöt (jafnt sem meðfylgjandi vitsmuna- og tilfinningahneigðum) nána athygli og bera hann saman við það mynstur sem er venjulega skýrt með því að gera ráð fyrir viljaafstöðu. Vafalaust þarf í þessu samhengi að ræða almenn fræðileg málefni sem varða eðli hvata. Sannarlega gæti svo virst að úrskurður um málið verði að vera reynslubundinn og að bíða þurfi frekari framþróunar í vísinda- rannsóknum á hvatakerfi okkar. Svo má virðast sem hér sé engan apriori-grund- völl að finna fyrir heimspekinga til að útkljá málið. Andmœli gegn hinni einfeldningslegu greinargerð Er raunverulega ekkert gott og gilt sem heimspekingar geta sagt um þetta málefni fyrir utan reynslubundnar vangaveltur? Eitt áhugavert mál sem virðist kalla á sér- staka heimspekilega athugun er hvort eitthvað í daglegu - sérstaklega boðandi og hugtakatengdu - hátterni okkar geri ráð fyrir að siðferðishvöt hafi tiltekna verkun. Líta má svo á að Michael Smith beiti slíkri aðferð þegar hann færir rök fyrir því að skoðun á borð við þá sem ég hef sett fram hafi þá óæskilegu afleiðingu að þeir sem finna til siðferðilegrar hvatar þjáist af lestinum siðferðisblæti [moralfetishism] (Smith 1994:71-76). Hann reynir að sýna að skoðun mín á siðferðishvöt sé á skjön við rótgrónar boðandi siðferðishugmyndir. I svipuðum dúr eru þau andmæli að ég lítillækki siðferðishvötina með því að rekja hana til löngunar. Ásökun Smiths um siðferðisblæti er, að ég tel, algerlega tilefnislaus. Sá skiln- ingur á siðferðisblæti sem best á við er að það felist í að setja sér og öðrum strangar siðferðisskorður jafnframt því að vera með öllu ófus til að íhuga spurningar um eðli þeirra eða grundvöll. Siðferði er meðhöndlað sem friðhelgt, svo friðhelgt að engar íhugandi eða gagnrýnar spurningar eru leyfðar um það. Löngunin til að vera siðsamur þarf varla að vera bundin því að birtast í svo strangri afstöðu. Annars staðar (Svavarsdóttir 1999:194-215) hef ég fært fyrir því ítarleg rök að Smith hafi ekki tekist að festa fingur á neinum öðrum lesti sem óhjákvæmilega birtist hjá þeim sem finna fyrir hvöt af lönguninni til að vera siðsamur. Eg fæ ekki séð að neitt meira felist í ásökuninni um lítiUækkun. Skýringar á siðferðishvöt þurfa að lýsa skýringarefninu rétt: einstaklingur finnur fyrir hvöt vegna siðferðisdóma sinna og enginn annarlegur tilgangur liggur að baki þeirri hvöt. Eg fæ ekki séð að sú staðreynd að skýring á þessu fyrirbæri vísi til nærveru eða fjarveru löngunar geri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.