Hugur - 01.06.2009, Side 76

Hugur - 01.06.2009, Side 76
74 Sigrún Svavarsdóttir að dómarnir séu með öllu rangir og muni þess vegna leiða okkur afvega. Ef það gerist verður hið rétta siðferðilega mat á viðkomandi einstaklingi flókið: hann fylgdi ígrunduðum siðferðisdómi sínum eins og hann ætti öðru jöfnu að hafa gert, en samt sem áður hegðaði hann sér hræðilega því að dómurinn var rangur. I slík- um tilvikum ákvarðast sekt gerandans að miklu leyti af því hvers konar mistök leiddu til dómgreindarleysis hans og hvaða hvötum hann þurfti, eða þurfti ekki, að sigrast á til að fremja svo hræðilegan verknað. (Dómgreindarleysið gæti átt rætur að rekja til brests á næmleika rétt eins og vitsmunabrests.) Þó sýndi gerand- inn af sér ranga hegðun, hvernig svo sem sekt hans er til komin. Mat á gerand- anum og athöfnum hans getur þannig kvíslast þótt nátengt sé. Hér er ekki gefið í skyn að dæma skuli af hörku fólk sem getur ekki fengið sig til að fylgja siðferðis- dómum sem leiða það til grimmdarverka. Slíkt fólk kann að sýna mikilvægari siðferðisdygð en siðferðilega samviskusemi. Brýtur það einhvern veginn í bága við greinargerð mína fyrir siðferðishvöt að ég fallist á ofangreint boðandi skilyrði? Ég fæ ekki séð hvert ágreiningsefnið á að vera og finnst ásökun Wallace um að ég geri boðunarmátt siðferðishvatar „tilviljun háðan“ fremur illskiljanleg. I fyrri skrifum mínum hef ég sett fram skýringu á því hvernig siðferðisdómar hafa hvetjandi áhrif: kenningu um sálræna þætti siðferðis- hvatar. Þetta bindur mig ekki neinni sérstakri afstöðu varðandi boðandi skilyrði þess efnis að við eigum að finna fyrir hvöt af siðferðisdómum okkar. Eina skuld- bindingin er að sé sh'kt boðandi skilyrði til staðar þá verði það ekki uppfyllt (í raun og veru) nema viðkomandi finni til löngunar til að vera siðsamur; það er því eins mikilvægt að hafa löngunina og að uppfylla viðkomandi boðandi skilyrði. Það kæmi á óvart ef það vinnur gegn skýringu á því hvernig siðferðisdómar hvetja að hún feli ekkert í sér um það hvort til staðar sé boðandi skilyrði um siðferðishvöt. Þar af leiðandi stangast skoðun mín á verkun siðferðishvatar ekki á við hina boð- andi kenningu um siðferðishvöt sem ég hef nú gert að minni. Saman fela þær í sér að það sé tilfaUandi hvort tilteknum einstaklingi er tamt að finna til þeirrar hvatar af siðferðisdómum sínum sem hann (öðru jöfnu) ætti að gera. Þetta er ekki það sama og að segja að það sé tilviljanakennt hvort gerandi ætti að finna til hvatar af siðferðisdómum sínum. Hið ofangreinda boðandi skilyrði hvatarinnar er þó ekki hið sama og Wallace leggur til: hvatningarskilyrði hans. Samkvæmt skilyrði Wallace hefur þeim sem ekki finna til hvatar af einlægum siðferðisdómum sínum annað hvort mistekist, vegna gallaðrar íhugunar, að nema boðunargildi siðferðilegra auðkenna eða þeir þjást af verklegum skynsemisbresti. Ekkert sem ég hef sagt felur í sér að löst þeirra sem ekki finna til hvatar af einlægum siðferðisdómum sínum sé að finna í gallaðri íhugun eða verklegum skynsemisbresti. Að vísu leiðir þetta af ofangreindri boð- andi kenningu um siðferðishvöt, ef við gefúm okkur tvær forsendur í viðbót: (i) að þeir sem íhuga á réttan hátt viðurkenni að á þeim hvíli boðandi krafa um að nota einlæga siðferðisdóma sína sem leiðarvísi fyrir lífið; (ii) að það sé skilyrði verk- legrar skynsemi að ef einhver viðurkennir að á honum hvíli boðandi krafa um að lifa samkvæmt tiltekinni gerð dóma þá verði hann að líta á slíka dóma sem sinn leiðarvísi fyrir lífið og þar með að láta hvetjast af þeim.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.