Hugur - 01.06.2009, Side 90
88
Peter Singer
byrjaði ekki á því að kynna til sögunnar siðferðilega hlutlausa lýsingu á því hvernig
fólk tekur siðferðilegar ákvarðanir þá hefur það engin áhrif á réttmæti niðurstöðu
minnar hvernig fólk breytir í raun og veru. Niðurstöðu mína leiðir af þeirri megin-
reglu sem ég setti fram áður. Ef þessi meginregla verður ekki hrakin, eða hægt sé
að sýna fram á að rökin séu ósönn, þá held ég að niðurstaðan standi óhögguð,
sama hversu einkennileg hún virðist vera.
Engu að síður gæti verið áhugavert að velta þvi fyrir sér hvers vegna samfélag
okkar og flest önnur samfélög álykta á annan hátt en ég hef lagt til að þau ættu að
gera. J.O. Urmson stingur upp á því í vel þekktri ritgerð að skylduboð, sem segir
okkur hvað við ættum að gera, óh'kt því sem gott væri að gera en ckki rangt að gera
ekki, hafi þau áhrif að koma í veg fyrir hegðun sem er ólíðandi eigi menn að geta
búið saman í samfélagi.3 Þetta kann að útskýra uppruna greinarmunarins á skyldu-
verkum og góðverkum og að hann skuli enn vera við lýði. Siðferðileg viðhorf
mótast af þörfum samfélagsins og samfélagið þarfnast fólks sem mun fara eftir
þeim reglum sem gera lífið í því þolanlegt. Frá sjónarhóli tiltekins samfélags er
mikilvægt að koma í veg fyrir að reglur sem banna morð, þjófnað og fleira séu
brotnar. Hins vegar er með öllu ónauðsynlegt að hjálpa fólki sem býr utan manns
eigin samfélags.
Ef þetta er útskýring á almennum greinarmuni okkar á að gera skyldu okkar og
að gera eitthvað sem er umfram skyldu okkar, þá er þetta á hinn bóginn ekki rétt-
læting á honum. Hið siðferðilega sjónarhorn krefst þess af okkur að við h'tum
lengra en til hagsmuna okkar eigin samfélags. Hér áður fyrr, líkt og ég hef nú
þegar minnst á, kann að vera að þetta hafi ekki verið æskilegt. En nú er þetta afar
æskilegt. Frá siðferðilegu sjónarhorni hlýtur það að koma í veg fyrir hungursneyð
milljóna manna sem ekki búa í samfélagi okkar að teljast vera að minnsta kosti
eins aðkallandi og að viðhalda eignarréttinum í samfélagi okkar.
Sumir heimspekingar, meðal annars Sidgwick og Urmson, hafa talið að við-
teknar siðferðishugmyndir okkar þurfi að vera einfaldar svo að þær séu ekki hafnar
um of yfir skilning hins almenna borgara, því annars hætti menn í stórum stíl að
lifa samkvæmt þessum hugmyndum. Þetta hefur nokkurn veginn í for með sér að
ef við segjum fólki að það eigi ekki að myrða og að það eigi að gefa allt sem það
þarf ekki nauðsynlega á að halda til hjálparstarfs, þá mun það hvorki myrða né
gefa peninga til hjálparstarfs. En ef við hins vegar segjum því að það eigi ekki að
myrða og að það sé gott að gefa til hjálparstofnana en þó ekki rangt að láta það
ógert, þá mun það að minnsta kosti ekki myrða. Vandamálið sem hér er við eiga
er eftirfarandi: Hvar eigum við að draga h'nuna á milli þess sem við þurfum að gera
og þess sem er gott að gera en sem við þurfum samt sem áður ekki að gera til þess
að fá eins góða niðurstöðu og við getum? Þetta virðist vera empírísk spurning en
samt sem áður er hún afar snúin. Ein andmæli gegn þess konar rökum sem Sidg-
wick og Urmson setja fram eru að þau taki ekki nægilega mikið tillit til þeirra
afleiðinga sem siðferðisviðmið geta haft á ákvarðanir okkar. I samfélagi þar sem
3 J.O. Urmson,„Saints and Heroes“,í Essaysin MoralPhi/osophy, ritstjóri Abraham I. Melden
(Seattle og London, 1958), s. 214. Um tengt en nokkuð frábrugðið sjónarmið sjá einnig Henry
Sidgwick, The Methods of Ethics, yán útg. (London, 1907), s. 220-221,492-493.