Hugur - 01.06.2009, Page 94

Hugur - 01.06.2009, Page 94
92 Peter Singer meginreglunni að við ættum að koma okkur á stig jaðarnytja því maður gæti hald- ið því fram að það að koma sér og fjölskyldu sinni í þá stöðu sé að valda því að eitthvað álíka slæmt gerist. Eg mun ekki ræða það hvort sú sé raunin eða ekki, þar sem ég sé enga góða ástæðu til að halda fram hófsamari útgáfunni af meginregl- unni fremur en þeirri ströngu. Jafnvel þó að við samþykktum meginregluna aðeins í sinni hófsömu mynd ætti það hið hins vegar að vera alveg ljóst að við þyrftum að gefa það mikið til hjálparstofnana að hægja myndi á neyslusamfélaginu, sem er háð því að fólk eyði peningum í óþarfa frekar en að gefa þá til hjálparstofnana, og að hugsanlega myndi það hverfa með öllu. Fjölmargar ástæður eru fyrir því af hverju þetta væri ákjósanlegt í sjálfu sér. Nú efast margir um gildi og nauðsyn hagvaxtar, ekki aðeins náttúruverndarsinnar heldur einnig hagfræðingar.6 Enginn vafi leikur heldur á því að neyslusamfélagið hefur haft truflandi áhrif á markmið og lífstilgang borgara sinna. Þótt eingöngu sé litið á málið út frá neyðaraðstoð til annarra landa, hljóta því engu að síður að vera takmörk sett hvernig við ákveðum að hægja á efnahagslífi okkar. Svo gæti farið, ef við gæfum til dæmis fjörutíu pró- sent af þjóðarframleiðslu okkar, að við myndum þá hægja svo mikið á efnahags- lífinu að á endanum myndum við gefa minna en ef við gæfum 25 prósent af þeirri miklu hærri þjóðarframleiðslu sem við hefðum úr að spila ef við takmörkuðum íjárframlag okkar við þessa lægri prósentu. Ég minnist aðeins á þetta sem vísbendingu um það hvers konar þætti maður þyrfti að taka með í reikninginn við að reyna að finna heppilegustu leiðina. Þar sem ríkisstjórnir Vesturlanda telja almennt ásættanlegt að gefa eitt prósent af þjóðarframleiðslu sinni til hjálparstofnana, þá er vandamálið alfarið fræðilegt. Það hefur heldur ekki áhrif á spurninguna um hversu mikið einstaklingur ætti að gefa í samfélagi þar sem mjög fáir gefa verulegar upphæðir. Stundum er því haldið fram, þó sjaldnar núna en áður fyrr, að heimspekingar hafi engu sérstöku hlutverki að gegna í samfélagsmálum, þar sem flest slík mál velti aðallega á mati á staðreyndum. Sagt er að heimspekingar hafi ekki neina sérfræði- þekkingu á spurningum um staðreyndir og því hafi verið mögulegt að stunda heimspeki án þess að taka neina afstöðu til hitamála í samfélaginu. Þegar móta þarf stefnu í ýmsum þjóðfélags- og utanríkismálum þarf vafalaust sérfræðiálit á staðreyndunum áður en hægt er að skera úr um þau eða bregðast við þeim, en hungursneyð er klárlega ekki eitt þessara mála. Staðreyndirnar um allar þján- ingarnar sem fólk býr við í heiminum eru hafnar yfir allan vafa. Það er heldur ekki um það deilt, að ég held, að við getum gert eitthvað í því vandamáli, annað hvort með hefðbundnum aðferðum hjálparstarfs eða með því að stýra fólksfjölgun eða jafnvel hvoru tveggja. Þetta er þess vegna málefni sem heimspekingar eru færir um að taka afstöðu til. Málefnið snertir alla þá sem eiga meiri peninga en þeir þurfa á að halda til að framfleyta sér og sínum, eða eru í þeirri stöðu að geta brugðist við 6 Sjá til dæmis John Kenneth Galbraith, Ihe NewIndustrialState{^oston,K)by), [Idnríki okkar daga, þýð. Guðmundur Magnússon (Reykjavík, 1985)] og E.J. Mishan, 7he Costs ofEconomic Growth (London 1967).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.