Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 97
Manndómur
95
hefðbundnum skilningi, til þess var hann of þjakaður af áhyggjum og sjálfsgagn-
rýni, en hann lifði vel að því best verður séð. Líf hans var farsælt.
I þessari ritsmíð er aðeins horft til þess tímabils er Jón kenndi lögspeki við
aðalsmannaakademíuna í Soro á Sjálandi, sem þá hafði tiltölulega nýlega verið
endurreist. Frá árinu 1759 og allt til ársins 1771 gegndi hann prófessorsembætti við
akademíuna sem þá var ein helsta menntastofnun Danmerkur, en Jón hafði lokið
námi í lögum við Kaupmannahafnarháskóla árið 1758.3 Ekki er líklegt að Islend-
ingur hafi stundað nám undir handleiðslu Jóns, en á Landsbókasafni eru varðveitt
tvö handrit á dönsku, líklega að fýrirlestrum, um náttúrurétt.4 Annað handritið er
mun styttra. Nefnist það Naturretens historie og fjallar um sögu náttúruréttar, en
hitt,Jus naturæ, er lengra (yfir 400 síður) og fræðilegra (og jafnframt síður læsilegt)
og er þar lýst heimspekilegum vandamálum um siðferði og réttindi og þessi
vandamál greind.5 Prentuð rit um sama efni eru fjölmörg frá þessum tíma; meira
en 20 rit, bæði frumsamin og þýdd, voru gefin út í Kaupmannahöfn frá því í
byrjun átjándu aldar þangað til Jón lét af prófessorsembætti, sem gáfu yfirlit um
sögu náttúruréttar og getur Jón nokkurra þeirra sem heimilda.6
Hér á eftir hef ég í raun fyrst og fremst fest á blað þær hugleiðingar sem flugu
í gegnum huga minn þar sem ég sat á þjóðdeild Landsbókasafnsins og fletti gegn-
um gulnuð, morkin, og um margt torræð, handritin. Uppspretta þeirra hugleiðinga
er af tvennum toga. Annars vegar varð mér oft hugsað til tveggja atriða úr stuttum
en fróðlegum pistli Sveinbjörns Rafnssonar um Jón Eiríksson.7 Fyrst nefnir Svein-
björn að margt í lífshlaupi Jóns hafi verið hugstætt þeim sem hafa hvatt til „mann-
dóms“. Síðar veltir hann fyrir sér hvort eitthvað í kennslu Jóns í náttúrurétti geti
nýst þeim sem ræða mannréttindi og endurskoðun stjórnarskrár. Það var þetta
atriði sem leiddi mig að síðari uppsprettu hugleiðinga minna. Sú spurning lét mig
ekki í friði hvort handritin eigi nokkuð erindi í umræður samtímans, þ.e. í ís-
3 Sorae Ridder Akademi var endurstofnsett eftir nokkurt hlé árið 1747. Kaupmannahafnarhá-
skóli var auðvitað áfram helsta menntastofnun Dana, þrátt fyrir að andi Upplýsingarinnar
hafi ekki átt þar jafn greiðan aðgang. Þessi ár voru umbrotatímar í ástundun íslenskra stúd-
enta á heimspeki. Áhugi jókst mikið eftir að Jón Eiríksson hafði numið við háskólann enda
mun hann hafa verið áberandi ötull námsmaður og kappsamur um framgang heimspekinnar.
4 Ius naturae, náttúrulög, eðlislög, náttúruréttur eða hið náttúrulega réttlæti, eru oft tengd
hvers konar siðferðilegri hluthyggju. I þrengri skilningi eru þau túlkuð sem þau lögmál
sem mannlegar ákvarðanir eru dæmdar skynsamlegar eða óskynsamlegar eftir. Hvernig
þessi lögmál eru uppgötvuð og skilgreind getur verið mismunandi. „Náttúruréttur" getur
til dæmis verið sú kenning að nauðsynleg tengsl séu milli settra laga og siðferðis náttúru-
laga. Það þarf þó ekki að halda aðgreiningunni milli náttúruréttar og náttúrulaga um of til
haga. Fræðimönnum er tamt að flakka töluvert á milli þessara hugtaka án þess að alvar-
legur óskýrleiki komi til. Mikilvægt er til dæmis að gera sér grein fyrir því, að lagahugtak
náttúrulaga er ekki það sama og settra laga. Þar á latneska orðið lex betur við.
5 Lbs. 45 4to og Lbs. 46 4to. Um sögu handritanna má lesa hjá Sveini Pálssyni,Ævisaga Jóns
Konferenzráds Eirikssonar, bls. 232.
6 Hér var ekki um danskt fyrirbæri að ræða. í flestum löndum Evrópu voru gefin út sh'k rit
um „sögu siðferðisins". Um slíka útgáfu má lesa hjá T. Hohstrasser í Natural Law Theories
in the Early Enlightenment (Cambridge: Cambridge University Press, 2000), bls. 1-2.
7 Sveinbjörn Rafnsson, „Jón Eiríksson, 1728-1787“, Sagnir 1989; 10, bls. 34-37, en hann ritar að
nú hafi hann „tínt til“ fáein atriði um Jón til þess að „minna á hve áhugavert, og lítt kannað,
rannsóknasvið er hér um að ræða.“