Hugur - 01.06.2009, Síða 118
116
Giorgio Baruchello
gagn verði þeir að byggja á skilningi á tilfinningum, viðhorfum, persónuleika og
viðbrögðum manneskjunnar sem slíkrar. Aður en til greina komi að stökkva inn á
vettvang rökræðunnar skyldi virkja bindiorku mannlegra tilfinninga. Eigi
stefnumörkun úr smiðju fijálslyndisstefnunnar að bera einhvern árangur, þótt ekki
sé nema að litlu leyti, verði hún fyrst og fremst að brjóta sér leið inn í hjörtu
borgaranna.27 Af þessum sökum getur Shldar fullyrt „að allir stjórnmálahugsuðir
verði [...] að hafa sterk tök á mælskulistinni"28 - en sú staðhæfing endurómar með
miklum krafti í ferli og skrifum Richards Rorty.29
j. Uppspretta mótsagnar: illskiljanleiki grimmdarinnar
Hvað sem ofansögðu líður myndi Milton Friedman minna okkur á að það er ekki
til neitt sem heitir „ókeypis hádegismatur“. Bæði Shklar og Rorty viðurkenna að
nokkur óstöðugleiki hljóti alltaf að vera fólginn í samfélögum sem skipulögð eru
að hætti frjálslyndisstefnunnar, en þau virðast reiðubúin að fórna stöðugleikanum
í nafni frelsisins. Sá sem aðhyllist frjálslyndisstefnu eigi ekki að sækjast eftir því
að ná fram óbreytanlegu status quo - þ.e. ríki sem einhvers konar listaverki -
heldur skuli skilja eftir pláss fyrir „mótsagnir, flækjur, íjölbreytni og áhættur ffels-
isins“30 - þ.e. ríki sem einhvers konar basar.31 Ennfremur getur grimmdin ávallt
leynst í sprungum þessa óstöðugleika og ögrað okkur í sífellu. Grimmdin sjálf telst
ein af ,áhættum frelsisins', þ.e.a.s. það sem ,á að forðasf fyrir aila muni.32
Þegar Judith Shklar stendur frammi fyrir þessari hugsun segir hún: „grimmd er
iUskiljanleg vegna þess að við getum hvorki búið við hana né verið án hennar."33
Séu frjálslynd samfélög samtímans skoðuð komist maður ekki hjá því að berja
augum skipulagða glæpastarfsemi og lögbrot fyrirtækja, endurtekið ofbeldi og
misnotkun, þjáningar og ógæfu sem þeki síður dagblaðanna. Hefur frjálslyndis-
stefnunni tekist að halda grimmdinni í skefjum að einhverju marki? Er raunhæft,
eða öllu heldur rétt, að lýsa frjálslyndisstefnunni sem því pólitíska stjórnarfari sem
miðast einkum og sér í lagi við andstöðu við grimmd? Shklar segir að það sé „erfitt
að þola það þegar áherslan [sé] lögð á grimmd. Þess vegna verðum við álíka flótta-
leg og heimspekilegir forfeður okkar þegar við tölum um grimmdina."34 Þótt hún
vilji takast á við þau flóknu mál sem felast í hugmyndinni um grimmd, þá áttar
Shklar sig á því að grimmd eigi sennilega eftir að koma tilfinningu hennar fyrir
siðferðilegu samhengi hlutanna í algjört uppnám vegna þess hve þverstæðukennd
27
28
29
30
31
32
33
34
Sjá m.a. Shklar, 7he Faces oflnjustice, s. 88-92.
Shklar, Men and Citizens, s. 225.
PP2, s. 12-17.
OV, s.5.
Hugmyndin um frjálslynda ríkið sem basar birtist í PPi, s. 207-9.
OV, s. 44.
OV, s. 3.
OV, s.43.