Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 124
122
Giorgio Baruchello
á réttinum til tjáningar-, sannfæringar- og trúfrelsis, sanngjarnra réttarhalda og til
að njóta heilinda. Samt var ómögulegt að komast hjá því að beija augum hnattræna
og vægðarlausa leit að ágóða, miskunnarlausa samkeppni, síendurteknar efnahags-
kreppur og misnotkun vinnuafls. Þegar Beccaria tengir þessi atriði við hugmynd-
ina um grimmd er hann einfaldlega að ráða fram úr afleiðingum þeirra.56
6. Niðurstaða
Kekes og Beccaria birta okkur tvö ólík sjónarhorn sem fela bæði í sér að grimmd
geti verið ófrávíkjanlegur hluti af frjálslyndisstefnu. Annars vegar bendir Kekes á
að það frelsi sem frjálslyndissinnar taki að sér að verja kalli ekki nauðsynlega fram
góðmennskuna eina og sér — frjáls einstaklingur getur enn ákveðið að gerast
grimmur. Hins vegar bendir Beccaria á að refsiréttarlegar stofnanir og eignarrétt-
urinn komist ekki hjá því að ýta undir grimmd: hið fyrrnefnda með því að beita
henni en hið síðarnefnda með því að skapa aðstæður þar sem nauðsynlegt er að
nota téðar stofnanir. I báðum tilfellum heldur grimmdin sig innan sviðs frjáls-
lyndra stjórnmála, en það gerir hún fyrir tilstilli kennisetninga sem frjálslyndis-
stefnan felur sjálf í sér, þ.e.a.s. hvorki af einskærri hendingu né vegna ytri áhrifa.
Þar af leiðandi gætu Shklar og Rorty hafa gerst sek um sárgrætileg mistök þegar
þau álíta helsta sérkenni frjálslyndisstefnu vera andstöðu við grimmd. Frjálslyndis-
sinnar geta hafnað tilteknum gerðum grimmdar, svo sem stofnanabundinni mis-
notkun presta og aðalsstéttar, eða þegar hinir fátækari vega að eigum fólks með
ofbeldi. Annars konar grimmd virðist vera hluti af skilningi frjálslyndisstefnunnar
á félagslegum samskiptum. Satt að segja gefur frjálslyndisstefnan sjálf, líkt og
gagnrýni Beccaria bendir til, kost á a.m.k. tveimur stofnanaskilyrðum sem gera
grimmdinni kleift að birtast.57
Þess vegna er rétt að endurtúlka þann illskiljanleika grimmdarinnar, sem Shklar
lýsir vanþóknun sinni á, sem afleiðingu af illskiljanleika frjálslyndisstefnunnar
sjálfrar. Shklar og Rorty eru ekki algjörlega ómeðvituð um óstöðugleika og innri
togstreitu hins frjálslynda samfélags sem þau vilja styrkja og losa undan afskræm-
ingu grimmdarinnar. Aftur á móti virðist hvorki Shklar né Rorty gefa fuilan gaum
að þeim stórbrotnu möguleikum sem Kekes og Beccaria gera að umtalsefni, þ.e.
að grimmd geti þrifist fyrir tilstuðlan aukins einstaklingsfrelsis - það er að segja
hins allra kærasta gildis frjálslyndisstefhunnar - en einnig fyrir tilverknað stofiiana
refsiréttar og einkaeignar - sem eru einmitt tvær af þeim viðurkenndu samfélags-
venjum sem haldið er á loft um heim allan í nafni frjálslyndisstefnu.58
56 Beccaria hafði ekki ótvíræða afstöðu i þessu máli. í ritgerð sem hann skrifaði síðar, Um
rniinað, svo dæmi sé tekið, virðist hann sjá fyrir hina (heldur einfeldningslegu) molakenningu
frjálshyggjunnar (e. trickle-down theory). Það er hins vegar ljóst að í Um glœpi og refsingar
sér Beccaria réttinn til einkaeignar sem uppsprettu efnahagslegs ójafnaðar, örbirgðar og
þjófnaðar.
57 Þótt frjálslyndisstefna kunni óhjákvæmilega að fela í sér ótta og grimmd þá þýðir það ekki
að ófrjálslyndar kenningar og stofnanir séu ekki jafn færar um hið sama.
58 Það næsta sem Rorty kemst því að viðurkenna að verkefni frjálslyndisstefnunnar geti í
raun kynt undir grimmd er þegar hann segir að engin þjóð sé sannarlega fjarri alræðinu: