Hugur - 01.06.2009, Page 136

Hugur - 01.06.2009, Page 136
134 Róbert Jack allan veruleikann, frekar en flest önnur rit, en ekkert um að þau hafni öllu öðru. Fullyrðingar Justmans um að ekkert skipti máli í sjálfshjálparritum nema manns eigin þrönga hamingja virðast mér því ósanngjarnar. Hvers vegna skyldi þá Dyer til að mynda vitna til frelsisreglu Johns Stuarts Mill með þessum orðum: „Megin- afstaðan hlýtur að vera að einstaklingar hafi rétt til að ákveða hvernig þeir vilja lifa lífi sínu, og svo lengi sem beiting þeirra á þessum rétti stangast ekki á við jafnan rétt annarra ætti að líta á einstakling eða stofnun sem brýtur á honum sem kúg- ara“.38 Justman vitnar sjálfur í þessi orð Dyers til að gagnrýna hann fyrir orðalag og áherslur, en virðist ekki ná innihaldinu.39 Þá gerir Justman sjálfshjálparfræð- ingum upp svo fjarstæðukenndar hugmyndir um sjálfhverfni og ábyrgðarleysi að færa þyrfti skýr rök fyrir að þetta sé meining þeirra, en það gerir hann ekki. Dæmi er sú ályktun hans að sjálfshjálparfræðingar telji sjálfsagt að yfirgefa börn sín ef mann langi til.40 Justman telur reyndar að sjálfshjálparritin eigi fleira sammerkt með útópisma en sjálfhverfni og höfnun á siðferði. Má þar nefna hugmyndina um að lifa í núinu sem hann tclur að feli í sér andóf gegn sögu og hefðum.41 Þetta virðist Justman vera óraunhæft og afneitun á raunveruleikanum. Hann gerir hins vegar enga til- raun til að skilja þá innri upplifun eða reynslu sem býr að baki. Þannig talar hann eins og ekkert skipti máli nema ytri hefðir, reglur og samfélag og allt þetta hefur hann upp á svið hugmyndafræðinnar. Hann gagnrýnir til að mynda Phil McGraw þegar hann ráðleggur okkur að hætta að ásaka fólk því þannig séum við oft einungis að reyna að fría okkur ábyrgð.42 Justman skilur þetta þannig að með þessu verði lof merkingarlaust því það sé andstæða ásökunar.43 Augljósasta túlkunin á orðum McGraw kemur hins vegar ekki fyrir í texta Justmans, þ.e. að McGraw eigi ekki við að öll gagnrýni sé útilokuð heldur að sú tilfinningahlaðna afstaða að kenna öðrum um ófarir sínar sé ekki vænleg til að átta sig á og taka á vandamálunum. I staðinn vitnar Justman í Isaiah Berlin löngum orðum um mikilvægi lofs og lasts í samfélaginu; þannig gagnrýni hann einræðið í Sovétríkjunum þar sem slíkt hafi ekki verið leyft. Á grundvelli mjög hæpinnar túlkunar á McGraw tengir Justman þannig höfúnda sjálfshjálparrita við hugmyndafræði ogvoðaverk Sovétríkjanna,44 sem eykur ekkert skilning manns. Hugmynd Justmans um hvernig maður nær tengingu við raunveruleikann er svo nokkuð sérstök. Það er til að mynda upplýsandi þegar hann segir á einum stað eftir að hafa fjallað um skuldbindingu í sjálfshjálparfræðum á 13 blaðsíðum: „Hér vil ég snúa mér frá hinum þurra og abstrakt heimi teoríunnar til hins ríkulega 38 Dyer (2001: xvi). 39 Justman (2005:116). 40 Justman (2005: 42). 41 Justman (2005: 33 og 41). 42 Justman (2005: 60-61). 43 Justman (2005: 62). 44 Justman (2005: 65). Justman líkir sjálfshjálparfræðum ekki einungis við Sovétríkin heldur til dæmis einnig við menningarbyltinguna í Kína og nasisma (2005: 56 og 209).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.