Hugur - 01.06.2009, Síða 137
Rökskortur og villuótti
135
raunverulega heims sem finna má í leikritum Shakespeares".451 íyrsta lagi er
áhugavert að aðaláhersla hans í umfjöllun um sjálfshjálparrit skuh vera á abstrakt
teoríu, því þau eru að jafnaði öðru fremur helguð skilningi á hversdagslegu lífi og
breytingum á því. I öðru lagi er upplýsandi að þegar Justman ákveður að hverfa til
raunveruleikans grípur hann ekki til reynslu sinnar sem mannveru eða greinar-
gerða samtímamanna, heldur skáldskapar Shakespeares. Hann er heldur ekkert að
djóka. Síðar í bókinni vitnar hann til að mynda í Shakespeare til að hafna þeirri
hugmynd M. Scotts Peck að ást sé ofurseld vali. Justman rannsakar hins vegar ekki
hugmynd Pecks og rökstuðning hans fyrir henni, til dæmis hvernig hann skil-
greinir ást.46 Hann leggur bara út af því sem honum virðist raunsannasta lýsingin,
þ.e. leikriti eftir Shakespeare.47 Það er svo sem ekkert að því að leggja út af Shake-
speare en að gera bókmenntatexta hans að kennivaldi án ýtarlegri rökstuðnings
verður að teljast hæpið.
Stöðumunur höfunda í bók Justmans, eins og birtist í þessu dæmi af Shake-
speare og Peck, kemur einnig fram í því að þeir sem eru í atriðisorðaskránni fá
frekar að njóta vafans en hinir. Dæmi um þetta er stutt umfjöllun um Mary Woll-
stonecraft þar sem hún er sögð vilja stuðla að svipaðri breytingu á lesandanum og
sjálfshjálparrit stefni að, í þessu tilfelli að verða ábyrgur gerandi þrátt fyrir að alast
upp við spillt kerfi.48 An þess að sýna fram á það telur Justman hins vegar að þetta
byggi á siðferðisstyrk hjá Wollstonecraft frekar en óraunhæfum útópisma eins og
hjá sjálfshjálparfræðingunum. Þá er Wollstonecraft eignuð ábygðarkennd ólíkt
hinum sem ekki eru í atriðisorðaskránni. Samt er Justman nýbúinn að vitna í Dyer
þar sem hann umorðar frelsisreglu Mills, eins og áður segir, en hann virðist ekki
sjá ábyrgðarkennd í henni.49 Þegar hlutunum er svona háttað er vandséð hvað
sjálfshjálparfræðingur þarf að gera til að komast í atriðisorðaskrá Justmans.
Líkt og Salerno gerir Justman samasem enga tilraun til að skilja hvort einhver
raunveruleiki er á bak við það sem sjálfshjálparfræðingar skrifa um. Eiga lýsingar
þeirra á vandamálum sér stoð í raunverulegri upplifun fólks? Eru tillögur þeirra
um viðbrögð við þessum raunveruleika góðar? Ég efast um að fyrir sjálfshjálpar-
fræðingum vaki að stunda fræðilegar æfingar að hætti Justmans, eins og hvort
eitthvað líkist útópisma eða Shakespeare. Þeir eru að fást við upplifanir fólks af
hversdagslífinu, hvaða viðhorf er gott að hafa og hvaða athafnir er gott að stunda.
Það eru réttmætar kröfur til fræðilegra rita, eins og rits Justmans, að reynt sé að
skilja hugmyndir áður en þær eru fordæmdar; að menn missi sig ekki í tengingum
við vonda hluti og hugmyndafræði þess; og að ólíkir höfundar fái sambærilega
meðferð (njóti vafans jafnt). Þessar kröfur stenst bókjustmans ekki.
45
46
47
48
49
Justman (2005: 93).
Þannig slcilgreinir Peck ást: „Viljinn til að beita sér í þeim tilgangi að hlúa að andlegum
þroska sjálfs sín eða annarra." (1990: 85)
Justman (2005:131-132).
Justman (2005:122).
Justman (2005:116).