Hugur - 01.06.2009, Síða 142

Hugur - 01.06.2009, Síða 142
140 Róbert Jack fyrir. Greina má gagnstæðar kröfur til rita í heimi fræða annars vegar og í sam- félaginu almennt hins vegar. Mér virðist sjálfshjálparrit frekar falla undir kröfu samfélagsins um hagnýtt gildi fræða, en fræðirit lúta kröfú fræðaheimsins um nákvæm og lýtalaus vísindi. Fyrri krafan skilgreinist frekar af hinu jákvæða nothæfa framlagi, en hin síðari af því að standast neikvæða gagnrýni. Sá sem stendur frammi fyrir samfélagslegu kröfunni finnur fyrir þörf á að útvíkka hugmyndir sínar, koma með nýja fleti á hagnýtingu fræða sinna. Krafan er um meira. Sá sem stendur frammi fyrir fræðilegu kröfunni kann hins vegar öðru fremur að óttast villuna. Villuótti heldur frekar aftur af höf- undinum, fær hann til að skera niður skrif sín og ijarlægja sig hagnýtingu sem erfitt er að útfæra fyrir flókinn hversdagsheim þannig að vísindalegri nákvæmni sé til skila haldið.62 Diss á sjálfshjálparrit væri þannig að vissu leyti skiljanleg af- leiðing af vísindalegum nákvæmniskröfum. III. Einkenni oggildi sjálfshjálparrita I framangreindu hef ég fjallað um gagnrýni fjögurra höfunda á sjálfshjálparrit og nefnt hugsanlega ástæðu fræðimanna fyrir að dissa slík rit. Eg finn þó enga rök- studda grundvallargagnrýni hjá þeim sem réttlætt gæti almenna fordæmingu þeirra á sjálfshjálparritum. Helsta gagnrýni mín er að Kristján, Salerno, Justman og Gilbert hafi ekki lagt sig nægilega eftir forsendum sjálfshjálparrita, þeir hafi ekki skeytt um að skoða hvers konar rit þetta eru og hvaða tilgang þau hafi. Hvernig er þá sjálfshjálparritum betur lýst? Og hvernig má færa rök fyrir gildi þeirra? Svar við fyrri spurningunni hefur þegar komið fram, en mér sýnist aðaleinkenni sjálfshjálparrita vera hagnýtar ráðleggingar eða leiðbeiningar um viðhorf og breytni í lífinu. Sjálfshjálparrit setur því ekki einungis fræðilegar niðurstöður í aðgengilegan búning heldur gefur beinlínis ráð um hvernig nýta má þessar niður- stöður. Af þessum ástæðum myndi ég síður telja bók Golemans, EmotionalIntel- ligence, og bók Gilberts, Stumb/ing on Happiness, til sjálfshjálparrita, því þær snúast fyrst og fremst um að gera grein fyrir rannsóknum og auka skilning án þess að gefa beinar ráðleggingar um hvaða viðhorf má hafa og hvernig má breyta hegðan sinni. Ef þetta er einkenni má auðvitað spyrja sig hvort vit geti verið í slíkum ráð- leggingum.Undirliggjandi gagnrýni hjá höfundunum fjórum er að sjálfshjálparrit séu ekki nægilega vönduð. I þessu samhengi verður að komast fyrst að því hvort hægt sé að gefa ráð yfirhöfuð, því ef svo er ekki er heimska sjálfshjálparritanna sjálfljós. Ef við tökum reiði sem dæmi þá virðist augljóst að hægt er að gefa ráð um viðhorf og breytni í sambandi við hana, ráð sem geta gagnast fólki. An þess væri til að mynda uppeldi vonlítið. Hvernig einstökum sjálfshjálparritum tekst upp að þessu leyti er svo rannsóknaratriði. 62 Villuótti gæti þó birst í öðru, eins og óskýrleika, því að skrifa á máli sem fáum er aðgengilegt, og óþarfa smásmygli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.