Hugur - 01.06.2009, Side 151
Inngangur að hugsun Emmanuels Levinas
149
III. Hinn
Iðulega er litið á tengsl sem samband sem myndast milli tveggja þátta eða eininga.
En vegna þess að tengslin fara að mati Levinas á undan verunni lítur hann svo á
að þessu sé í reynd þveröfugt farið: ekki verða borin kennsl á þættina fyrr en
tengslin hafa verið mynduð. Þessi hugmynd - að tengingin (staðreyndin um hin
siðfræðilegu tengsl) geti farið á undan þáttunum sem spretta af tengslunum (þ.e.
sjálfsverunum) - er ekki Levinas einum að þakka, því að aðrir gyðinglegir hugsuðir
höfðu mikil áhrif á hann að þessu leyti, til dæmis Martin Buber og Hermann
Cohen (og þá einkum í síðasta verki Cohens sem gefið var út að honum látnum
árið 1918: Religion der Vernunft aus den Quellen des Judentums). Hvað sem því h'ður
var það þó Levinas sem útfærði þessa hugmynd út í æsar innan heimspekinnar og
þó einkum fyrirbærafræðinnar með greiningu sinni á henni sem samfundi „augfiti
til auglitis".
Við samfund tveggja mannvera augliti til auglitis tekur hugtakið um yfirstigið
á sig nýjar og flóknari myndir. I fyrsta stórvirki sínu, Heild og óendanleika: Ritgerð
um úthverfu (Totalité et infini: Essai sur l’extériorite', 1961), sviptir Levinas hulunni
af samfundinum við Hinn sem raunverulegum möguleika yfirstigsins, þ\'í að þegar
tengsl eru mynduð við aðra mannveru felst í því tilvist andspænis tilteknum
óendanleika. I heimi þar sem veran myndar algjöra heild í hlutleysi sínu og al-
mennu eðli (veran er almennasta kvíin sem nær utan um allt), opnar Hinn heim
sem ber merki um ómælanlega sérstöðu hans — hann verður ekki með nokkru móti
smættaður niður í heild sem hægt er að gera grein fyrir.
Að mæta Hinum augliti til auglitis felur því í sér snertingu við óendanleikann.
Ekki vegna þess að andlit Hins sé, eins og trúarbrögðin kenna, „teikn um dulinn
Guð sem leggur náungann á mig“,10 heldur vegna þess að
andlitið sem ummerki - ummerki um sjálft sig, ummerki sem ummerkið
máir út - táknar ekki fyrirbæri sem skortir ákvörðun; margræðni þess er
ekki ákvörðunarleysi merkingarkjarna \noéme\ [sbr. „meining" hjá Hegel
eða „ætlandi" hjá Husserl], heldur boð um að taka þá fögru áhættu sem
fylgir nálguninni sem nálgun - að afhjúpa sig hvor fyrir öðrum, að setja
þessa afhjúpun á svið, að tjá þessa afhjúpun, að segja. Við það að nálgast
andlitið verður holdið orð, atlot - Sögn.11
Hér má glöggt sjá hversu torrætt tungutak Levinas er. En í þessari torræðni hug-
taka er fólgin greining á vandmeðförnu fyrirbæri: samfundinum við Hinn. Lítum
á rökfærsluna: sérhver mannvera er „óendanleg“ vegna þess að ómögulegt er að
gefa tæmandi lýsingu á því sem gera má úr henni og þeirri merkingu sem hún
lætur í ljós; alltaf er eitthvað ósagt um Hinn. Og úr því að hin mannveran er óend-
anleg, sérstæð og ólýsanleg, þá eru samfundir mínir við hana það h'ka. Þá vaknar
10 Emmanuel Levinas.Autrement quétre ou au-dela de l’essence, París, Livres de poche, 1974» úls.
150.
11 Sama stað.