Hugur - 01.06.2009, Page 157

Hugur - 01.06.2009, Page 157
Inngangur að hugsun Emmanuels Levinas 155 róttækari hátt: Hinn verður ekki settur undir nokkurs konar hugtakakví, ekki einu sinni þá sem nefnist „mannvera". Gyðingum var neitað um þessa hugtakakví í síðari heimsstyrjöld og Levinas hafnar því fyrir sitt leyti að fella nokkurn mann undir hana með þeim rökum að enginn rúmist innan slíkrar greinargerðar. Hinn er óendanleg uppspretta. Þar er kominn meginboðskapur Levinas. VI. Lokaorð Vonandi hefur lesandinn ekki týnt sér í völundarhúsi þessarar greinar sem vissu- lega er heldur stuttaraleg og gerist líkast til sek um grófa einföldun á ýmsum hugtökum. Engu að síður vona ég að tekist hafi að sýna fram á þá dýpt sem býr í hugsun Levinas. Hann er og verður erfiður hugsuður sem hefúr mótað sér sérstætt tungutak sem hann einn hefúr á valdi sínu. Þá staðreynd má þó ekki nota sem átyllu fyrir að láta hjá líða að lesa hann. Ymis hugtök og atriði voru hér viljandi skilin útundan, eða einvörðungu nefnd í framhjáhlaupi, enda var ætlunin að gefa yfirlit yfir helstu þættina í verki hugsuðarins. Markmiðið var að vísu ekki annað og meira en að kynna ákveðin stef og hugmyndir sem Levinas eru sérlega kær, í þeirri von að aðrir taki upp þráðinn hér á Islandi. Það sem Levinas hvetur okkur til að gera er að taka hinar grísku uppsprettur heimspekinnar til skoðunar á nýjan hátt. Lífshlaup Levinas sjálfs varð til þess að hann kom sér upp óvenjulegum heimspekilegum verkfærum sem hann beitti til að afstýra því að líf hans glataði allri merkingu í stríðinu og eftir það. Þar af stafar væntanlega frumleiki hans, heimspekileg róttækni og erindi hans til okkar. Að lokum er rétt að nefna til sögunnar texta eftir Jacques Derrida sem er afar mikilvægur þegar heimspeki Levinas er skoðuð: „Violence et métaphysique: Essai sur la pensée d’Emmanuel Levinas". Grein þessi er lengsta ritgerðin í greinasafni Derrida Skrif og mismunur {Lecriture et la différence, 1967). Ýmsir hafa fúndið í þessum texta þær spurningar sem urðu kveikjan að bók Levinas Oðruvísi en veran sem kom út nokkrum árum síðar. Einnig má geta þess að heimspeki Levinas má taka til greiningar á marga ólíka vegu og kemur þar fyrst til dýptin í skrifúm hans, en einnig sú staðreynd að skipta má verkum hans í tvo flokka: annars vegar eru þá heimspekirit í eiginlegum skiln- ingi og hins vegar þau rit sem hafa trúarlega skírskotun. Mörg ritanna í síðari flokknum fj alla um álitamál í gyðingdómi, þar á meðal Krefandifrelsi: Ritgerð um gyðingdóm {Difficile liberté: Essai sur le judaisme, 1963) og nokkur bindi um túlkun á talmúð-ritum gyðinga (1968, 1977, 1982 og 1995). Heimspekiverk Levinas útheimta ekki sérþekkingu á gyðingdómi, en nákvæmur lestur á verkunum leiðir að vísu í ljós að áhrif gyðingdóms á eiginlega heimspekilega hugsun hans eru einkar djúptæk (eins og raunar má segja um kristindóm hjá Kant eða Hegel, svo dæmi sé tekið). Því verður ekki með réttu haldið fram að hjá Levinas sé um að ræða einhvers konar gjá á milli trúarlegra og heimspekilegra skrifa - og þar af hljótast enn meiri flækjur þegar verk hans eru skoðuð. En þetta má ekki verða til þess að draga kjarkinn úr lesandanum: í heimspekilegum verkum Levinas er ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.