Hugur - 01.06.2009, Page 162

Hugur - 01.06.2009, Page 162
160 Ðavid. Hume getum aldrei hugsað um neitt sem við höfum ekki séð utan við okkur eða fundið til í huga okkar. Þessi staðhæfing virðist jafngilda þeirri sem hr. Locke hefur lagt sig svo fram við að sanna, það er að segja að engar hugmyndir séu meðfæddar. Nema hvað þess má geta, sem ónákvæmni hjá þeim fræga heimspekingi, að hann fellir allar skynjanir okkar undir heitið hugmynd, en í þeim skilningi er það rangt að við höfum engar meðfæddar hugmyndir. Því ljóst er að sterkari skynjanir okkar eða frumskynjanir eru meðfæddar og að náttúrleg ástúð, mætur á dygð, reiði og allar hinar geðshræringarnar eiga rætur að rekja beint til náttúrunnar. Eg er sannfærður um að hver sem skoðaði málið í þessu ljósi ætti auðvelt með að sætta alla aðila. Faðir Malebranche4 mundi eiga í vandræðum með að benda á einhverja hugsun mannshugans sem stæði ekki fyrir eitthvað sem hann hefði áður skynjað annað- hvort innra með sér eða með atbeina hinna ytri skilningarvita, og yrði að viður- kenna að hvernig svo sem við kunnum að setja saman og blanda, auka og minnka hugmyndir okkar, þá eiga þær allar rætur að rekja til þessara uppsprettna. Hr. Locke mundi aftur á móti fúslega viðurkenna að allar geðshræringar okkar séu einskonar náttúrlegar eðlishvatir sem spretti af engu öðru en upprunalegri gerð mannshugans. Höfundur okkar telur „að engin uppgötvun hefði getað verið haglegar gerð til að gera út um allar deilur um hugmyndir en þessi að frumskynjanir komi alltaf á undan þeim og að sérhver hugmynd sem ímyndunaraflið býr yfir birtist fyrst í samsvarandi frumskynjun. Þessar síðarnefndu skynjanir eru aflar svo skýrar og augljósar að um þær verður ekki deilt, enda þótt margar af hugmyndum okkar séu svo óskýrar að það er næstum því ógerlegt, jafnvel fyrir hugann sem myndar þær, að greina nákvæmlega eðli þeirra og samsetningu.“ Þess vegna getur hann alltaf, hvar sem einhver hugmynd er óljós, leitað til frumskynjunarinnar sem hlýtur að gera hana skýra og nákvæma. Og þegar hann grunar að eitthvert heimspekilegt fagorð standi ekki fyrir neina hugmynd (eins og of algengt er) spyr hann ætíð af hvaðafrumskynjun sú hugmynd sé leidd. Og sé ekki hægt að koma fram með neina frumskynjun ályktar hann að orðið sé merkingarlaust með öflu. Það er með þess- um hætti sem hann rannsakar hugmynd okkar um verund [substance\ og innsta eðli \essence\. Og óskandi væri að þessi stranga aðferð væri iðkuð meira í öllum heimspekilegum rökræðum. Það er augljóst að allar rökleiðslur um staðreyndir byggjast á sambandi orsakar og afleiðingar og að við getum aldrei ályktað um tilvist eins hlutar af öðrum nema þeir séu tengdir saman, annaðhvort óbeint eða beint.Til þess að skilja þessar rök- leiðslur verðum við því að gjörþekkja hugmyndina um orsök, og til þess verðum við að svipast um til að finna eitthvað sem er orsök annars. Hér flggur biljarðkúla á borðinu og önnur kúla hreyfist hratt í átt til hennar. Þær skella saman og kúlan sem áður var kyrr fer nú að hreyfast. Þetta er eins fuflkomið 4 Höfundur ritsins Leitin að sannleikanum, sem nefnt var hér að framan, var mikilsvirtur um sína daga í Frakklandi og lengi talinn stórmerkur heimspekingur. Hann hreifst mjög af heimspeki Descartes en var honum ekki sammála í öllum efnum og reyndi að endurbæta kerfi hans. — Enskumælandi heimspekingar hafa skrifað talsvert um hann á síðustu ára- tugum. Sjá t.d. S. Brown (ritstj.), Nkolas Malebranche: His Philosophical Critics and Successors (Maastricht, 1991).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.