Hugur - 01.06.2009, Side 172

Hugur - 01.06.2009, Side 172
170 Þorsteinn Vilhjálmsson arinnar sé víðara en hugtakið vísindaheimspeki í þrengri merkingu og bókin teygi sig inn á það svið sem hefur í seinni tíð verið kallað vísindafmði á íslensku. I þriðja hluta bókarinnar, sem íjallar um þróun vísinda, er einnig á köflum tekið fyrir efni sem telst til vísindafræða frekar en vísindaheimspeki. Þetta á til að mynda við um kenningar Kuhns um vísindabyltingar. Skemmst er frá því að segja að bókarhöfundur er vel að sér um margt í þessum efnum og setur mál sitt yfirleitt fram með hófsemi og yfirvegun. Helst má að því finna að ónákvæmni gætir á stöku stað, til dæmis þegar höfundur telur upp „fyrstu fræðigreinarnar, sem ... klofnuðu út frá heimspeki“ og sleppir stjörnufræðinni sem flestir telja þó í fyrstu sætum (32). Einnig sér þess stað hér og víðar að bókin kem- ur út á annarri öld en drög að henni verða til og hefur láðst að breyta texta vegna þess (t.d. neðst á bls. 15). Fyrsti hluti bókarinnar, utan inngangs, fjallar um mál vísindanna. Þar er rætt um hugtök eins og lögmál, reynslu, alhæfingar, kenningar og eðli þeirra. Undirkafli 2.3 ber fyrirsögnina „Tegundir lögmála". Þar leggur höfundur annan og þrengri skilning í hugtakið orsakarlögmál en mörgum náttúruvísindamönnum er tamt (55). Hann virðist þannig telja að orsakarlögmál einkennist af því að þau kveði á um nægilega ástæðu eða að atburðir séu hluti af ófrávíkjanlegri atburðarás. En í langflestum tilvikum eru orsakir fyrirbæra eða atburða fleiri en ein. Þannig er það ekki nægileg orsök fyrir upphitun hlutar að rafsegulbylgjur falli á hann, því að ýmsir hlutir endurkasta sh'kum bylgjum eða hleypa þeim í gegnum sig án orkutaps og þá verður engin hitun. Höfundur virðist h'ta svo á að stærðfræðilegur búningur á ýmsum lögmálum eða niðurstöðum eðlisfræðinnar sýni að orsakahugsun komi ekki við sögu. En þegar eðlisfræðingur beitir til dæmis lögmáh Ohms, U= IR, þá les hann það oft þannig að spennan Uyfir viðnám R orsaki tiltekinn straum I, og eins geti straumur gegn- um viðnám valdið ákveðnu spennufafli. A bls. 61 byrjar höfundur umræðu sína um vísindakenningar og bendir meðal annars réttilega á að oft kunna að vera til margar hugsanlegar kenningar sem geta skýrt sömu fyrirbærin. Þetta er einmitt eitt af því sem kann að koma sumum á óvart þó að þeir hafi þegar haft nokkur kynni af vísindum. Þannig fellur þetta vel að því sem sagt verður hér á eftir um erindi vísindaheimspekinnar. A bls. 94 ræðir höfundur tiltekna útgáfu orsaka þar sem fyrirbærið Z tengist atriðunum ABCD og dregin er ályktunin „Z vex í réttu hlutfalli við C“. Hann setur fram töfluna sem er í vinstri dálkinum hér á eftir og ég bið lesandann að bera hana saman við hægri dálkinn sem ég hef bætt við: AB£D —> Z ABCD —> Z ABCD —> Z ABCD — > Z ABCD —> Z abCd—> Z I fyrri útgáfunni vaxa allar stærðirnar vinstra megin pílunnar. Því gæti hver þeirra sem er verið orsök stækkunar á Z, og einnig einhver blanda af þeim. En í síðari útgáfunni stækkar stærðin C ein og það hlýtur því að vera orsök stækkunar á Z.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.