Hugur - 01.06.2009, Page 176

Hugur - 01.06.2009, Page 176
174 Þorsteinn Vilhjálmsson kort samsvarar stuttum texta þar sem áhersla er lögð á megineinkenni. I langa textanum er stundum leitast við að lýsa fyrst meginreglum og -hugmyndum. Þegar þær eru síðan bornar að veruleikanum koma í ljós frávik og undantekningar og þá reyna menn ef til vill að gera grein fyrir þeim með nýjum atriðum í kenn- ingum sínum. Að því loknu koma svo enn í ljós undantekningar og þannig getur boltinn haldið áfram að velta þó að hitt kunni að leika á tveimur tungum hver ávinningurinn verður þegar upp er staðið; þetta getur farið að líkjast því þegar menn reyna að komast undir regnbogann. Sérstök ástæða er til að rifja þetta upp hér vegna þess að mörkin milli vísindanna sjálfra og vísindaheimspekinnar geta stundum verið óglögg. Það sjáum við best á ögurstundum í sögu vísindanna þegar vandamálin vekja grundvallarspurningar um viðhorf og aðferðir. Þannig var Forngrikkinn Aristóteles að sjálfsögðu bæði heimspekingur og vísindamaður í senn samkvæmt þeirri orðanotkun sem okkur er töm nú á dögum. Þar skiptir litlu að heimspeki hans telst líklega hafa staðist betur tímans tönn en vísindin; það var ekki vitað fyrirfram! - Heimspekileg við- horf áttu mikinn þátt í að móta svokallaða byltingu Kópernikusar í upphafi ný- aldar og menn eins og Galíleó, Newton og Descartes fjölluðu ekki aðeins um vísindi eins og við þekkjum þau heldur líka um ýmiss konar aðferðir og grunn- viðhorf sem tengjast vísindum. - Svipað má segja um Einstein og Bohr á fyrri hluta 20. aldar: þeir hugsuðu báðir öðrum þræði heimspekilega um viðfangsefni sín og sú hugsun átti mikinn þátt í að dýpka spor þeirra í heimi vísindanna. Ef þetta er haft í huga telst vonandi engin goðgá þótt spurt sé: Hvert er þá erindi vísindaheimspekinnar sem sérstakrar fræðigreinar? Hverju bætir hún við vísindin sjálf? Geta vísindamennirnir sjálfir ekki bara séð um þetta? Sett fram þær aðferðafræðilegu og heimspekilegu pælingar sem þörf er á hverju sinni í tengslum við róttækar nýjungar í vísindum? Eða getur vísindaheimspekin einhvern tímann gefið okkur fiillkomna lýsingu á vísindunum og þannig leitt okkur undir regn- bogann? Ef slíkt skyldi einhvern tímann takast koma þá ekki breytingar fram- tíðarinnar í veg fyrir að lýsingin geti orðið varanleg? Þessar spurningar eru settar fram hér til þess að vekja lesandann til umhugsunar en ekki til að halda fram einhverju einu ákveðnu svari við þeim. Þó vil ég bæta því við að mér sýnist það hljóta að vera einn þáttur í erindi vísindaheimspekinnar að ýta við mönnum, benda á atriði og samhengi sem menn hafa ekki komið auga á áður, koma mönnum til að undrast og segja „aha - svona er þetta auðvitað; þetta hafði ég ekki hugsað út í áður.“ Hér á eftir verða rakin tvö dæmi af þessum toga, annað um eðli aðleiðslunnar en hitt um rakhníf Ockhams. Galdur aðleiðslunnar Ein skemmtilegasta gáta vísindaheimspekinnar er spurningin um það sem oft er kallað aðleiðsla6 og um velgengni hennar. Frægt dæmi um hvítu svanina sýnir vel 6 Erlendur Jónsson og fleiri kalla þetta tilleiðslu en á ensku nefnist það ,induction‘. Hugtakið kallast á við það sem á ensku nefnist ,deduction‘ og ýmsir kalla afleiðslu á íslensku. En í staðinn fyrir parið tilleiðsla/afleiðsla nota aðrir aðleiðsla/útleiðsla og komast þannig annars
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.