Hugur - 01.06.2009, Síða 179

Hugur - 01.06.2009, Síða 179
Undir regnbogann 177 sólin sé kyrr í miðju sólkerfisins þá horfum við á sólkerfið utan frá og leggjum áhersluna á að lýsa hreyfingu sólar og reikistjarna með sem einföldustum hætti. Tökum annað dæmi úr allt annarri átt. Hugsum okkur að ég fáist stundum við smíðar. Eg á góða handsög af viðurkenndri tegund og kann vel á hana. Svo kemur vinur minn til mín og segir mér frá hjólsög sem sé afar afkastamikil og þægileg. Hleyp ég þá til og kaupi hana eða ætti ég að gera það? Svarið er ekki augljóst og þess vegna aftur loðið. Skynsamlegast fyrir mig er að meta stöðuna vandlega. Ef ég nota sög ekki mikið á næstunni er eins víst að það borgi sig alls ekki fyrir mig að skipta um og læra á nýtt verkfæri gerólíkt hinu fyrra. En ef ég ætla að ráðast í meiri háttar verkefni sem fela í sér mikla sögun þar sem hjólsögin hentar og sparar verulega vinnu, þá borgar sig á hinn bóginn að láta sig hafa það að kaupa hana, læra á hana og finna henni stað í verkfærageymslunni. Segjum nú að ég sé löngu búinn að læra á hjólsögina en eigi hina þó líka í geymslunni, við hliðina á þeirri nýju. Nú kemur upp að ég þarf að saga í sundur eina spýtu. Hvora sögina gríp ég þá? Svarið er að ég mundi yfirleitt grípa hand- sögina; hin er þyngri, það þarf að setja hana í samband eða hlaða batteríin, hún er hættulegri og svo framvegis. Þetta dæmi um sagirnar getur leitt hugann að því sem stundum er kallað að „skjóta smáfögla með fallbyssu“ og er talið miður gott verklag. Oft er betra að notast við einfaldara tækið þó að hitt sé líka tiltækt og gott að grípa til þess þegar meira liggur við. Þessi saga öll á sér skýrar hliðstæður í vísindum. Einföldum verkfærum sam- svara þá til dæmis einfaldar kenningar. Sem dæmi má taka jarðmiðjukenninguna sem var talin rétt í heimi fræðanna fyrir daga Kópernikusar. Hún gat að mestu leyti gert skil öllum athugunum og fyrirbærum sem menn höfðu þá séð. Og hún var einfaldasta fáanlega kenningin sem gerði það. Hún var eins og handsögin min frá Stanley. - En þegar ný gögn fóru að hrannast upp á 16. og 17. öld, þá dugði kenningin ekki lengur til að gera þeim skil þó að hún réði við eldri gögn. Menn tóku þá upp einföldustu kenningu sem gat gert skil öllum athugunum sem þá þekktust, það er að segja sólmiðjukenninguna sem samsvarar nýju hjólsöginni minni. Raunar var önnur ný kenning í boði um tíma, málamiðlunarheimsmynd Danans Týchós Brahe, en henni var að lokum hafnað vegna þess að hún var óþarf- lega flókin; hún kallaði á óþarfar spurningar sem hún gat ekki svarað.8 Örlög þessarar kenningar Týchós eru eitt fyrsta veigamikla dæmið úr sögu vís- indanna um það sem kallað heför verið rakhnífur Ockhams. Hann er kenndur við Vilhjálm frá Ockham sem var enskur Fransiskanamunkur og heimspekingur á fyrri hluta 14. aldar. Með svokölluðum hníf hans er átt við þá reglu að við eigum aldrei að velja flóknari skýringar en þörf er á, til dæmis aldrei að kalla áður óþekkt fyrirbæri inn í skýringar okkar og kenningar að óþörfu.9 Með þessum hníf var kenning Týchós smám saman ijarlægð úr heimi hugmyndanna, mönnum varð 8 Samkvæmt heimsmynd Týchós er jörðin í miðju, tunglið og sólin á brautum um hana en hinar reikistjörnurnar á brautum um sól. Bæði jörðin og sólin áttu þannig að hafa meiri háttar stýrandi hlutverk. 9 Eyjólfiir Kjalar Emilsson, 1985.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.