Hugur - 01.06.2009, Page 185
Ritdómar
Heimspeki listarinnar; list heimspekinnar
Stefán Snævarr: Kunstfilosofi, En kritisk
innföring. Fagbokforlaget, 2008.303 bls.
Bók Stefáns Snævarr Kunstfilosofi er
kennslubók fyrir háskólastig, þau sem eru
að læra heimspeki, bókmenntafræði, lista-
sögu o.s.frv. samkvæmt upplýsingum á
baksíðu. Þótt orðið ,list‘ komi fremst í
heiti bókarinnar má ljóst vera að þetta er
fyrst og fremst heimspekibók, að innihaldi
og útliti, enda er eina mynd bókarinnar á
forsíðu mynd Kirchners af Sitjandi stúlku.
Oll dæmi um list eru þannig gefin í texta.
I þessu er bókin hefðbundin heimspekibók
og óhætt er að segja að sú sögulega nálgun
sem meginhluti bókarinnar byggir á sé h'ka
hefðbundin.
Kunstfilosofi skiptist í þrjá hluta. Fyrri
tveir hlutarnir eru heimspekisögulegir. I
fyrsta hluta hefjum við ferðalagið með
Grikkjum og endum hjá Nietzsche. Annar
hluti fjallar svo um listaheimspeki 20. aldar
þar sem byggt er á átökum rökgreiningar-
og meginlandsheimspeki („Det kontinentale
mot det analytiske“) . Þeim hluta lýkur á
umfjöllun um pragmatíska listaheimspeki
sem líta má á sem annað hvort málamiðlun
milli meginlandssinna og greinara, eða sem
sjálfstæðan valkost. Þriðji hlutinn er svo
þematískur þar sem Stefán tekst beint á við
fjórar grundvallarspurningar listaheimspek-
innar: „hvað er list?“, „hvernig á að skilja
list?“, „hvað er smekkur?" og að lokum
„er listin sjálfstæð"? Þessir kaflar byggja
að verulegu leyti á því sem á undan fer en
vísa líka á ýmsa höfunda þar fyrir utan. I
þessum köflum kastar Stefán fram ýmsum
hugmyndum, en eins og heimspekinga er
háttur gefur hann engin einhlít svör heldur
er „það undir lesendum komið hvað þeim
finnst um málið“ (275). Hann endar bókina
svo skemmtilega með því að segja að það
sama gildi um bókina í heild, sem lýkur ein-
mitt þar sem henni lýkur.
Stíll bókarinnar er nokkuð hressilegur,
hann notar oft skemmtileg dæmi og beit-
ir skemmtilegum líkingum. Dæmi má
nefna hvernig hann líkir Schopenhauer
við morfín og Nietzsche við amfetamín
(93-98). Stundum má segja að í texta sem
þessum gerist hann á köflum fullfrjálsleg-
ur, eins og til dæmis þegar hann í umfjöll-
un um lágmenningu skrifar „ég hef heyrt
að það geti verið erfiðara að venja fólk af
sjónvarpsglápi en venjulegu dópi“ (184).
Eða þegar hann talar um félaga sinn sem
er mjög músíkalskur, en hlustar bara á létta
tónlist. Stefán telur að ef hann gæti leitt
þennan félaga sinn á vit klassíkurinnar
myndi viðkomandi kunna betur að meta
klassík en létta tónlist (55). Allt um það
finnst mér almennt að þessi gustmikli still
geri bókina skemmtilegri. Stefán er jafn-
framt í stöðugu samtali við efnið og tekur
afstöðu. Hann leggur líka upp með þetta í
innganginum þar sem hann tekur fram að
hann taki afstöðu til skoðana heimspekinga,
setji fram drög að sínum eigin kenningum
og sé á móti afstæðishyggju (14-15).
Gott dæmi um fundvísi Stefáns á áhuga-
verða fleti mála er að finna í umræðu hans
um afstöðu til raunsæis og óhlutbundinnar
listar hjá Platoni. Á tíma Platons hófust
tilraunir í málun mynda með dýpt og þrí-