Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 10
Haustið 2003 var gengið frá eignaskiptasamningi vegna hússins að Engjateigi 7, en VFÍ
eignaðist tæp 11% í húsinu í stað þeirra lóðaréttinda sem það hafði aflað sér og lagði Is-
taki til á sínum tíma. Að Engjateigi 9 stendur loksins til að fá langþráða lyftu í húsið og
gera endurbætur á jarðhæð og aðrar þær lagfæringar sem brýnastar eru.
Fundur formanna og framkvæmdastjóra á Norðurlöndunum, NIM (Nordisk Ingeniör-
möte), var haldinn dagana 28.-30. ágúst 2003 í Tavastehus (Hámeenlinna) í Finnlandi í
boði finnsku félaganna. Aðalmálefni fundarins var breytt fyrirkomulag á hinu norræna
samstarfi. Það snýst um að í stað NIM komi NORDING sem verða samtök Norrænna
verk- og tæknifræðinga sem halda sameiginlegan aðalfund einu sinni á ári. Ein af skrif-
stofunum kemur til með að halda utan um starfsemina 1-2 ár í senn og vera í forsvari
fyrir öll félögin út á við, eins og t.d. í málefnum ESB.
Stjórn VFI hefur ákveðið að efla enn frekar félagsstarf að Engjateigi 9 og nýta þá aðstöðu
sem húsið býður upp á. Hefur það verið gert með því að brydda upp á léttari fundum og
var byrjað með bridgekvöldi þann 30. október, en þann 13. nóvember var síðan haldið
vínsmökkunarkvöld. Þessi skemmtikvöld eru ætluð félagsmönnum VFI og TFI, en aðrir
eru einnig velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.
I október var haldinn fundur félaga innan vébanda VFI sem vildu standa að stofnun
umhverfishóps. Var kosin fimm manna nefnd til að undirbúa formlega stofnun hópsins
og var efnt til stofnfundar í nóvember.
Um miðjan nóvember kom út nýr kynningarbæklingur fyrir VFI og var hann sendur út
ásamt bréfi til félagsmanna og verkfræðinga sem ekki voru félagar og þeir hvattir til að
ganga í félagið hvort sem það var að nýju eða í fyrsta sinn. Þeir sem ganga til liðs við
félagið fyrir jól verða sjálfkrafa þátttakendur í lukkupotti sem dregið verður úr í árslok.
Er þetta liður í að fjölga enn frekar félögum og renna styrkari stoðum undir starfsemi
félagsins.
Þann 13. nóvember var haldið lokað málþing undir heitinu: „Verkfræðinám á íslandi -
framtíðarsýn." Fór þingið fram í húsi ístaks að Engjateigi 7 og að því stóðu VFÍ, HÍ,
Verkfræðideild HI og Senat þess.
Lög sem marka tímamót
Tvenn lög voru afgreidd á Alþingi í mars 2003 sem hafa munu mikil áhrif í þjóðfélaginu
og þá ekki síst á störf verkfræðinga. I fyrsta lagi er um að ræða lög nr. 12 frá 11. mars 2003
um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði með framleiðslugetu allt að
322.000 tonn af áli á ári. Samhliða varð ljóst að ráðist yrði í byggingu Kárahnjúka-
virkjunar með 690 MW afli og 4.460 GWh orkugetu á ári. Er hér um að ræða einhverjar
mestu framkvæmdir á Islandi fyrr og síðar og sem hafa munu víðtæk efnahagsleg áhrif
á næstu árum. Við byggingu virkjunarinnar og sjálfs álversins munu fjölmargir verk-
fræðingar og tæknifræðingar verða kallaðir til starfa ásamt iðnaðarmönnum, verka-
mönnum og öðrum sem á þarf að halda við slíka uppbyggingu. Reynir þá sem aldrei fyrr
á getu og hæfni íslenskra verkfræðinga að leysa flókin og erfið verkefni. Eftir að álverið
hefur framleiðslu á miðju ári 2007 munu all nokkrir fá störf við álverið og í þjónustu við
það. Einnig verða störf fyrir sérhæfða menn við virkjunina eftir að hún kemst í rekstur.
I öðru lagi voru samþykkt og gefin út ný raforkulög nr. 65 frá 27. mars 2003 sem komu til
framkvæmda þann 1. júlí 2003. Að vísu má segja að þau komi smám saman til
framkvæmda þar eð frestað er ýmsum lykilatriðum fram á árið 2004 og síðan á opnun
markaðarins sér stað í áföngum fram til ársins 2007. Framkvæmd laganna og sú
markaðsvæðing sem þau hafa í för með sér hafa mikil áhrif á sjálf orkufyrirtækin, starfs-
menn þeirra og raforkuiðnaðinn í landinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti markaðs-
væðingar á Islandi á sama tíma og mikil iðnaðaruppbygging á sér stað með vandasömum
6
Arbók VFl/TFl 2002