Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Side 11
skuldbindingum til lengri tíma fyrir orkufyrirtækin. Haldin var ráðstefna í nóvember til
að fjalla um þetta mál og um það hvort við verðum einhverju bættari með nýtt umhverfi
í þessum mikilvæga málaflokki.
Vettvangsferð var farin að Kárahnjúkavirkjun í september. Var farið bæði á jeppum yfir
hálendið þar sem lagt var upp á föstudeginum 12. og með flugvél austur á laugar-
deginum 13. september. Tókst vettvangsferðin ákaflega vel og hafði Guðmundur
Pétursson, verkefnisstjóri Landsvirkjunar með virkjuninni, veg og vanda af skipu-
lagningu og undirbúningi ferðarinnar. Tilhlýðilegt þótti að halda sérstakan samlokufund
áður en haldið yrði í ferðina og átti hann sér stað fimmtudaginn 11. september og hélt
Björn Stefánsson deildarstjóri hjá Landsvirkjun þar erindi um virkjunina. Var fundurinn
vel sóttur af á annað hundrað verk- og tæknifræðingum sem létu vel af málflutningi
Björns.
ÁVARP FORMANNS TFÍ
Starfsemi Tæknifræðingafélags íslands á árinu 2003 var með hefð-
bundnu sniði og kraftmikil að vanda. Megináhersla í starfi félagsins er
að leggja grunn að faglegri umræðu og miðlun upplýsinga, jafnt irtnan
félagsins sem og úti í þjóðfélaginu, á öllum þeim sviðum sem tækni-
fræðingar starfa. Þannig hefur fjöldi viðburða sett svip sinn á starfsárið
eins og áður. Fundir og ráðstefnur á vegum félagsins voru vel sótt,
vettvangsskoðun á virkjunarsvæðið við Kárahnjúka heppnaðist mjög
vel. I september fór sextíu manna hópur á vegum félaganna í heimsókn
til Finnlands og Eistlands. Því miður komust færri með í þessar ferðir en
vildu. Tengsl félagsins við félagsmenn úti á landi skipta miklu máli. Innan félagsins eru
starfandi landshlutadeildir, Norðurlandsdeild, Austurlandsdeild og Vestmannaeyja-
deild, sem fá ákveðinn hluta félagsgjalda sinna félagsmanna til ráðstöfunar í fundarhöld,
ráðstefnur o.þ.h.
Við upphaf framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun hefur aðalverktakinn reynt á þol
verkalýðs- og fagfélaga við ráðningu erlendra starfsmanna. TFÍ ásamt VFÍ og SV þurfti
að hafa afskipti af þeim málum í byrjun. Ahersla okkar er fyrst og fremst á að þeir starfs-
menn sem sinna verkum sem falla undir okkar verksvið hafi full réttindi til þess, jafn-
framt því að ekki sé hægt að manna stöðurnar með innlendum tæknifræðingum eða
verkfræðingum.
Samstarfið við VFÍ undanfarið ár hefur gengið mjög vel. Um mitt ár var ákveðið að setja
á fót starfshóp TFÍ, VFÍ og SV sem skipaður er þremur fulltrúum frá hverju félagi.
Hópnum er ætlað að koma með tillögu til stjórnanna um aukið samstarf þeirra,
sameiningu eða stofnun regnhlífarsamtaka tæknimanna. Var það gert að tillögu TFÍ, en á
síðasta aðalfundi félagsins var samþykkt að fela stjórn félagsins að taka málið upp við
stjórnir VFÍ og SV. Ég tel í raun flest mæla með sameiningu félaganna, ekki síst vegna
þeirrar staðreyndar að félagsmenn beggja félaga vinna sambærileg verkefni hlið við hlið,
á sömu vinnustöðunum og oft á sömu launum. Menntunin er vissulega örlítið frábrugðin
hvað snertir áherslur á einstaka námsþætti sem og lengd þess, þar sem annars vegar er
lögð áhersla á sveinspróf eða sambærilegt fornám og verkefnabundið tækninám en hins
vegar meiri akademíska tækniþekkingu með meiri áherslu á rannsóknir. Okkur íslend-
ingum hefur eins og okkur er einum lagið tekist að flækja málin með því að gefa „einni"
starfsstétt tvö starfsheiti. Með ólíkindum er að okkar félagsmenn sem bæta við sig fram-
haldsmenntun innan sama námssviðs skuli standa til boða nýtt starfsheiti og tel ég það
einsdæmi hérlendis. Þannig er það ekki meðal lækna eða lögfræðinga, svo nefndar séu
tvær sambærilegar stéttir háskólamenntaðra manna.
F o r m á I a r
7