Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Blaðsíða 12
Tækniháskóli íslands hefur lokið sínu fyrsta starfsári og hefur gengið ágætlega að aðlaga
skólann að nýju lögunum um háskóla sem honum er gert að vinna eftir. Veruleg fjölgun
umsókna í skólann haustið 2003 er sterk vísbending um að ungir námsmenn beri mikið
traust til skólans og þeirra faggreina sem þar eru kenndar. Félagið hefur nú tilnefnt fjóra
fulltrúa í jafnmörg fagráð skólans. Hlutverk fagráða er að gera tillögur að námi og náms-
skipulagi, meta þörf fyrir nám og námskeið og að gera tillögur til úrbóta um hvaðeina er
varðar starfsemi viðkomandi námsbrautar.
A mínu fyrsta starfsári sem formaður TFÍ er mér efst í huga þakklæti til starfsmanna á
skrifstofu fyrir góð störf í þágu félaganna beggja og þeirra félagsmanna sem vinna ómælt
sjálfboðaliðastarf fyrir félagið. Mér finnst mjög áhugavert að starfa fyrir félagið í hópi
góðra manna og finn glöggt hversu vel forverar mínir hafa haldið vel á málum og tel
félagið standa styrkum fótum. Samstarf VFÍ og TFÍ tel ég hafa gert félagi okkar mjög gott,
það hefur tryggt hagkvæmni í rekstri, aukið starfsemina og áhrifamátt beggja félaganna.
INNGANGUR RITSTJÓRA
Ragnar Ragnarsson
ritstjóri Árbókar
VFl/TFl 2003
Enn á ný lítur Árbók VFÍ/TFÍ dagsins ljós, að vanda fjölbreytt að efni.
Öðru sinni er hún nú litprentuð en allar fyrri árbækur, fram til 2002,
höfðu verið prentaðar í svart-hvítu, að undanskilinni kápu. Umbrot
bókarinnar breyttist einnig í fyrra og efnistök eru nú með nokkuð
breyttu sniði. Allar þessar breytingar hafa mælst vel fyrir hjá
félagsmönnum beggja félaga. Því þótti útgáfunefnd og forráða-
mönnum félaganna ekki ástæða til frekari endurbóta, þótt góðar
ábendingar séu ávallt vel þegnar.
Kaflaskiptingin í þessari árbók er óbreytt frá fyrra ári. í fyrsta kafla bókarinnar er greint
frá félagsstörfum innan VFI og TFI og í öðrum kafla, tækniannálnum, er farið vítt og
breitt yfir tæknisviðið. Aukinn áhugi er hjá fyrirtækjum á birtingu greina í þriðja
kaflanum, sem er fyrir kynningu og vísindagreinar fyrirtækja og stofnana. Fjórði kaflinn,
sem inniheldur ritrýndar vísindagreinar, er heldur styttri en í fyrra. Ritrýndar greinar eru
nú sjö talsins, einni færri en í síðustu árbók. Aftur á móti er síðasti kaflinn í bókinni,
kaflinn fyrir tækni- og vísindagreinar, mun lengri en nokkru sinni áður og komust þar
færri að en vildu vegna takmarkaðs rýmis. Það er gleðilegt til þess að vita að áhugi
fyrirtækja og vísindamanna fyrir því að láta birta eftir sig greinar í árbókinni hefur auk-
ist stöðugt með árunum.
Steinari Friðgeirssyni, formanni VFÍ, og Einari H. Jónssyni, formanni TFI, ásamt öðrum
félagsmönnum sem lögðu hönd á plóginn, er hér þakkað fyrir gott samstarf við gerð
árbókarinnar. Logi Kristjánsson framkvæmdastjóri og allt starfsfólk á skrifstofu félag-
anna fá þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á árinu, svo og Pétur Ástvaldsson sem annaðist
allan prófarkalestur bókarinnar.
Höfundum vísinda- og tæknigreina er þakkað fyrir vandaðar greinar og enn fremur rit-
rýnendum vísindagreina. Loks eru fyrirtækjum og stofnunum færðar þakkir fyrir fróð-
legar kynningar- og tæknigreinar og fjárframlög til gerðar bókarinnar.
Það er von mín að félagsmenn hafi ánægju og fróðleik af lestri árbókarinnar og óska ég
félagsmönnum velfarnaðar á nýju ári.
8 | A r b ó k VFl/TFl