Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 18
1.1.2 Skýrslur fastanefnda og deilda TFÍ
starfsárið 2002-2003
Menntunarnefnd
Menntunarnefnd TFÍ var á starfsárinu skipuð eftirtöldum mönnum: Jóhannes
Benediktsson formaður, Freyr Jóhannesson, Magnús Matthíasson, Nicolai Jónasson og
Sveinn Áki Sverrisson.
100.fundur menntunarnefndarTFi. Frá vinstri:
Ragnar Kristinsson, Ragnar Georg Gunnarsson
formaður og Árni Guðni Einarsson.
(Ljósm. Logi Kristjánsson)
Fjöldi umsókna í TFÍ 2002-2003 Samþykkt Synjað
Ósk um inngöngu og starfsheiti 18 1
Endurinnkoma 3
Ungfélagar sem sóttu um fullgilda félagsaðild 12
Innganga alls 33
Umsókn um starfsheiti 12
Umsóknir um ungfélagaaðild 19
Heildarfjöldi umsókna 68 y
Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir átta fundir í
menntunarnefnd. Á öllum fundum var fjallað um
umsóknir um leyfi til að kalla sig tæknifræðing eða
inngöngu í félagið, eða alls um 68 umsóknir.
Nefndin hittist að jafnaði fyrsta mánudag hvers
mánaðar.
Aðalverkefni nefndarinnar er sem fyrr að standa
vörð um gæði náms þeirra sem mega kalla sig
tæknifræðinga. Sú vinna hefur aukist. Astæður þess
eru annars vegar þær að fólki þykir akkur í því að
geta kallað sig tæknifræðing og lætur á það reyna
hvort það uppfyllir skilyrðin eða ekki. Hins vegar er
breidd námsframboðsins að aukast en það kallar á
aukna vinnu nefndarmanna.
Jafnvel þótt vinnu við að meta nám flestra þeirra
sem samþykktir eru gangi hratt fyrir sig eru alltaf
nokkrir aðilar sem tekur langan tíma að meta. Það á
ekki síst við þá aðila sem að lokum er hafnað. Þá
hefur orðið áberandi fjölgun á umsóknum tækni-
fræðinga með erlendan ríkisborgararétt sem koma
hér tímabundið til vinnu eða setjast hér að til lang-
frama.
Löggildingarnefnd TFÍ
I Löggildingarnefnd sitja eftirtaldir: Árni Guðni Einarsson rafmagnstæknifræðingur,
Ragnar Kristinsson véltæknifræðingur, Ragnar Georg Gunnarsson byggingatækni-
fræðingur, formaður nefndarinnar.
Starfsárið 2001: Löggildingarnefndin hélt tíu fundi. Tekin voru fyrir 23 mál á starfsárinu,
þar af sextán mál frá byggingartæknifræðingum, sex mál frá rafmagnstæknifræðingum
og eitt mál frá véltæknifræðingum. Samþykktar umsóknir frá nefndinni voru tvær frá
byggingartæknifræðingum og sex frá rafmagnstæknifræðingum.
Starfsárið 2002: Löggildingarnefndin hélt tólf fundi og voru tekin fyrir 26 mál á starfs-
árinu, sextán mál frá byggingartæknifræðingum, níu mál frá rafmagnstæknifræðingum og
eitt mál frá véltæknifræðingum. Samþykktar umsóknir frá nefndinni voru fimm frá
byggingartæknifræðingum, fjórar frá rafmagnstæknifræðingum og ein frá véltækni-
fræðingum.
Ragnar G. Gunnarsson fomaður
1 41 Arbók VFl/TFl 2002