Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 23
Verkfræðiafrek 20. aldar á íslandi
Á afmælisdaginn, 19. apríl, var haldið
upp á 90 ára afmæli VFÍ með mikilli
viðhöfn. Um 500 manns mættu á
afmælishátíð í Listasafni Reykjavíkur. Þar
voru veittar viðurkenningar fyrir helstu
verkfræðiafrek á síðustu öld og verk-
fræðideild Háskóla íslands færð vegleg
gíöf-
Fimm manna nefnd, undir forystu Péturs
Stefánssonar, var falið að tilnefna þrjú
verk á hverjum áratug aldarinnar og
útnefna síðan eitt sem helsta verkfræði-
afrek hvers áratugar. Pétur kynnti
niðurstöður nefndarinnar og ráðherrar
afhentu viðurkenningarnar, fallegan
verðlaunagrip og viðurkenningarskjal.
Útbúin hafði verið glæsileg myndasýning
þar sem gaf að líta fjölmargar fróðlegar
myndir frá þeim framkvæmdum sem
tilnefndar voru sem verkfræðiafrek á 20.
öldinni.
Auk Péturs Stefánssonar voru í nefndinni
þeir Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri,
Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og
símamálastjóri, Valdimar K. Jónsson
prófessor og Egill Skúli Ingibergsson
rafmagnsverkfræðingur.
1901-1910: Útnefningu hlaut: Símalögnin Seyðisfjörður -
Reykjavík 1906. Einnig voru tilnefnd: Vífilsstaðaspítali og
Vatnsveita úr Gvendarbrunnum.
1911-1920: Útnefningu hlaut: Reykjavíkurhöfn. Einnig voru
tilnefnd: Holræsi Reykjavíkur (1912) og Loftskeytastöðin í
Reykjavík (1918).
1921-1930: Útnefningu hlaut: Brú á Hvítá í Borgarfirði. Einnig
voru tilnefnd: Ríkisútvarpið og Síldarverksmiðja ríkisins á
Siglufirði.
1931-1940: Útnefningu hlaut: Talsamband við útlönd 1935. Einnig
voru tilnefnd: Sundhöllin í Reykjavík og Ljósafossvirkjun.
1941-1950: Útnefningu hlaut: Hitaveita Reykjavíkur. Einnig voru
tilnefnd: Rafvæðing dreifbýlis og verkfræðikennsla við Háskóla
íslands.
1951-1960: Útnefningu hlaut: Áburðarverksmiðjan. Einnig voru
tilnefnd: Miklabraut í Reykjavík og Sementsverksmiðjan.
1961-1970: Útnefningu hlaut: Búrfellsvirkjun. Einnig voru
tilnefnd: Laugardalshöll og Reykjanesbraut, Hafnarfjörður -
Keflavík.
1971-1980: Útnefningu hlaut: Svartsengi. Einnig voru tilnefnd:
Brýr á Skeiðarársandi og Skyggnir ásamt millilandasímstöð.
1981-1990: Útnefningu hlaut: Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig
voru tilnefnd: Nesjavallavirkjun og Sundahöfn.
1991-2000: Útnefningu hlutu: Hvalfjarðargöng. Einnig voru
tilnefnd: Perlan og Stafræn fjarskiptakerfi.
I ___________________________'____1-----------------------------J
Frumherjar í verkfræði á íslandi
Frumherjar í verkfræði á íslandi er fyrsta bókin í
fyrirhugaðri tíu verka ritröð sem Verkfræðinga-
félagið hyggst gefa út. Síðasta ritið verður saga
félagsins og er stefnt að því að hún komi út á 100 ára
afmælinu 2012.
Frumherjarnir fengu góðar undirtektir og þykir
bæði fróðleg og skemmtileg. Höfundur bókarinnar
er Sveinn Þórðarson sagnfræðingur. Ritnefnd
skipuðu þeir Hákon Ólafsson, Pálmi R. Pálmason og
Guðmundur G. Þórarinsson.
Brýr verða til umfjöllunar í næsta riti og hefur
Sveinn tekið að sér að rita þá bók. Gerður hefur
verið samningur við Vegagerðina um útgáfu
bókarinnar sem fyrirhuguð var haustið 2002. I rit-
nefnd sitja þeir Einar Hafliðason, Pétur Ingólfsson
og Ríkharður Kristjánsson.
Hákon Ólafsson.formaður VFl, afhenti forseta
(slands eintak af bókinni Frumherjar á (slandi.
Með þeim á myndinni er höfundur bókar-
innar.Sveinn Þórðarson sagnfræðingur.
(Ljósm. Sigrún S. Hafstein)
1 9
Félagsmál V f ( / T F I