Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 33
Norðurlandasamstarf
Um nokkurt árabil hafa TFÍ og VFÍ tekið þátt í samstarfi norrænu systurfélaganna með
því að formaður og framkvæmda stjóri sækja árlega „Nordisk Ingeniörmöte" (NIM). A
þessum fundum eru fastir liðir umræða um þróun efnahagsmála í hverju landi, félaga-
fjölgun, atvinnuástand, kjaramál og helstu verkefni sem hvert félag er að fást við hverju
sinni. NIM-fundi er fróðlegt að sækja. Menn skiptast á skoðunum og deila með sér
reynslu og opna sýn, sem nauðsynlegt er litlum félögum eins og VFÍ og TFÍ. Þar fyllast
menn eldmóði til að takast á við ný verkefni og gera enn betur.
NIM-2002 var haldinn á íslandi dagana 20.-23. júní. Helstu umræðuefni fundarins auk
venjulegra upplýsinga frá hverju Norðurlandanna voru tillögur um:
a) að norrænu verkfræðinga- og tæknifræðingafélögin sameinuðust um fulltrúa í
Evrópusamstarfinu og
b) NORDING - samtök norrærtna verkfræðinga og tæknifræðinga. Markmiðið með
samtökunum er að vinna að ýmsum hagsmunamálum félaganna gagnvart öðrum
Evrópusamtökum og að efla samstarf á sviði mennta- og atvinnumála. Tillögunum var
tekið jákvætt en engar ákvarðanir teknar.
IDA, sem er frumkvöðullinn að þessum breytingum, hefur beitt sér fyrir nokkrum
fundum formanna og framkvæmdastjóra til að ræða og þróa þetta samstarf. Jóhannes
Benediktsson, formaður TFI, hefur sótt þessa fundi fyrir VFI og TFI.
Framkvæmdastjórafundur
Framkvæmdastjórafundur norrænu verkfræðingafélaganna og tæknifræðingafélaganna
var í fyrsta sinn sameiginlegur og var hann haldinn 17. janúar 2003 í Helsinki.
Upphaflega ætlunin var að formenn félaganna hittust þar til að skrifa undir samning um
NORDING en því var frestað til NIM-fundar í Finnlandi í ágúst 2003. Sá fundur var
sameiginlegur fyrir félög verkfræðinga og tæknifræðinga á Norðurlöndunum.
íslandsnefnd FEANI
TFI og VFI eru aðilar að FEANI, Evrópusamtökum félaga verkfræðinga og tæknifræð-
inga. I hverju aðildarlandi starfa landsnefndir og standa TFÍ og VFÍ sameiginlega að
íslandsnefnd FEANI. Fulltrúi VFÍ, Steindór Guðmundsson, hafði gegnt formennsku í
nefndinni undanfarin tvö starfsár en fulltrúi TFÍ hefur tekið við formennsku. Aðalfundur
FEANI er haldinn í september á hverju ári í einhverju aðildarlandanna sem eru 27 talsins.
Islandsnefndin hefur lagt áherslu á að senda formann nefndarinnar á aðalfundinn á
hverju ári.
FEANI starfar að þremur málaflokkum og haldnir eru nokkrir fundir á ári þar sem full-
trúar aðildarlandanna hittast og vinna að viðkomandi málaflokki. Þessir málaflokkar eru
í fyrsta lagi endur- og símenntunarmál (Continuing Professional Development, CPD). f
öðru lagi eru menntamál, úttekt á námsbrautum og eftirlit með veitingu Eur.Ing. titilsins
(European Monitoring Committee, EMC). í þriðja lagi eru svo Evrópumálin, áhrif tækni-
manna í Evrópu og samskipti við ESB.
íslandsnefnd FEANI tekur ekki virkan þátt í fundum um þessa málaflokka nema þeim
sem eru í tengslum við aðalfund.
Félagsmál Vfl/TFl