Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 57
Fjárfestingarstefna
Erlendu fjárfestingarnar sem voru gjöfular á árunum 1997-1999 hafa leitt til lækkunar
þrjú ár i röð og var árið 2002 sýnu verst. Hér á landi hafa einnig orðið sveiflur sem hafa
sett mark sitt á ávöxtun sjóðsins, s.s. verðbólguskot, veiking og styrking íslensku krón-
unnar og veruleg lækkun íslensks hlutabréfaverðs frá hámarkinu snemma árs 2000.
Svo miklar sveiflur og lækkun á erlendum mörkuðum þrjú ár í röð er mjög óvenjulegt
ástand og illfyrirsjáanlegt.
Styrking íslensku krónunnar að undanförnu á sér ekki margar hliðstæður og lengst af
hefur krónan sigið niður á við, einnig eftir að athafnafrelsi í viðskiptalífi og á fjármagns-
markaði var aukið til muna.
Það er því hægt að fullyrða að sjóðurinn hafi glímt við óvanalega mikinn mótbyr undan-
farin misseri, en það er ástæða til að ætla að heldur fari að rofa til, mótbyrinn að minnka
og vindar að snúast til hagstæðrar áttar.
Hér er rétt að staldra við og rifja upp forsendur fjárfestingarstefnu sjóðsins:
Út frá samsetningu sjóðfélagahópsins má lýsa sjóðnum svo í tryggingafræðilegu tilliti að
hann sé ungur og langt í að hann þurfi að haga sér eins og hann sé kominn á efri ár.
í fjárfestingum getur hann því horft til langs tíma, iðgjöld streyma inn og ekki þarf að inn-
leysa eignir til greiðslu lífeyris fyrr en eftir langan tíma.
I samræmi við þetta hefur fjárfestingarstefnan beinst að því að ná sem mestum árangri
fyrir sjóðinn til lengri tíma litið með leyfilegri lágmarksáhættu. Sjóðurinn hefur stefnt að
því að hafa sem næst leyfðu hámarki í hlutabréfum, en vegna smæðar íslenska
hlutabréfamarkaðarins hefur verið talið óhjákvæmilegt að fjárfesta sem næst leyfðu
hámarki í erlendum gjaldmiðlum.
Samkvæmt fjármálafræðunum eru það hlutabréf sem skila mestum ávinningi til langs
tíma, vegna þess að þar er fjárfestinum borgað mest fyrir að taka áhættu. Þessari áhættu
er mætt með því að dreifa safninu og leggja áherslu á greiningu, vöktun og viðbrögð við
frávikum.
Erlendum hlutabréfum í eigu Lífeyrissjóðs verkfræðinga er stýrt í samræmi við þetta.
Safnið er dreift þannig að ekki er um háar fjárhæðir að ræða í einstökum félögum. Fjárfest
er í auðseljanlegum bréfum í stórum félögum sem flest eru Islendingum kunn. Farið er
gætilega og ekki hafa tapast fjármunir í gjaldþrotum, t.a.m. átti sjóðurinn ekki bréf í Enron.
Vissulega hafa þó flest bréfanna lækkað í verði á undanförnum misserum, í takt við
þróun á mörkuðum, sum hafa lækkað enn meira vegna erfiðleika í rekstri eða slæmrar
stjórnunar viðkomandi fyrirtækja, en nokkur bréf hafa þó hækkað myndarlega á þessum
síðustu og verstu tímum.
Framan af var áherslan einkum á fjárfestingar í
vaxtarfélögum, sem menn trúðu að gætu hækkað
hratt á komandi misserum. Þessi stefna gaf rnjög
góða raun á tímabilinu frá 1997 til vors 2000, lét
síðan undan síga fram til hausts 2002 en hefur verið
í sókn upp á síðkastið.
En þrátt fyrir að fjárfestingastefna sjóðsins feli í sér
að fjárfesta kröftuglega í erlendum hlutabréfum
hefur það einungis verið gert í litlum mæli síðan
vorið 2000. Á erfiðum tímum á erlendum
mörkuðum hefur verið brugðist við með því að fjár-
festa fyrst og fremst í íslenskum skuldabréfum. Það
Félagsmál Vfl/TFl i 53