Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 68
Einkaneysla og ráð-
stöfunartekjur.
Vísitala 1995 = 100.
Heimild:Hagstofa (slands.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur aukist umtalsvert
síðustu ár. Þannig jókst kaupmáttur á mann um rúmlega 2% hvort
ár um sig, 2001 og 2002. Á sama tíma dróst einkaneyslan saman
sem endurspeglar aukinn sparnað heimilanna. Aukinn sparnaður
hefur meðai annars gengið til þess að greiða niður skuldir og leggja
fyrir í viðbótarlífeyrissparnað.
Verðbólga hefur farið hjaðnandi og 2,5% verðbólgumarkmið
Seðlabanka íslands náðist í nóvember 2002. Helsta ástæðan er
veruleg styrking íslensku krónurtnar auk þess sem hér hefur án efa
gætt framleiðsluslaka í hagkerfinu samhliða auknu atvinnuleysi.
Þjóðarútgjöld og utanríkisviðskipti
Einkaneysla
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir árið 2002 dróst einkaneysla saman
annað árið í röð, eða um 1,2%. Heldur hefur þó hægt á samdrættinum því að á árinu 2001
dróst einkaneyslan saman um 3%. Undanfarin tvö ár hefur einkaneyslan þannig dregist
saman um 4,2%. Til samanburðar má nefna að kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst bæði
árin, samanlagt um 5,8% í heild, 4,4% á mann.
Samdrátt í einkaneyslu árin 2001 og 2002 má að miklu leyti rekja til aukinnar skuldsetn-
ingar heimilanna undanfarin ár. í kjölfarið jókst greiðslubyrðin sem aftur varð til þess að
kaupmáttaraukning síðustu ára skilaði sér ekki í aukinni einkaneyslu. Aukinn kaup-
máttur hefur þannig í vaxandi mæli verið nýttur til að greiða niður skuldir heimila. Á
síðasta ári hægði því bæði á skulda- og eignaaukningu landsmanna og jukust skuldir um
7% en eignir um 3%. Minni eignaaukning stafaði einkum af því að eignaaukning í
lífeyrissjóðum var nánast engin á meðan íbúða- og bifreiðaeign jókst um tæplega 5’/2%.
Ennfremur hefur aukinn sparnaður heimila í formi viðbótar-
lífeyrissparnaðar togað í sömu átt. Árið 1998 var allt að 2% við-
bótarframlag launafólks í lífeyrissparnað skattfrjálst. Hlutfallið var
hækkað í 4% í janúar árið 2000 og í maí sama ár voru launa-
greiðendur skyldaðir til að greiða 1% mótframlag á móti 2% sparn-
aði launþega. I janúar 2002 var mótframlag launagreiðenda
hækkað í 2%. í viðbót við þetta bætir ríkið allt að 0,4% ofan á fram-
lag launþegans. Þetta þýðir að einstaklingur sem leggur 2-4% af
launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað fær nú samtals 2,2-2,4%
mótframlag frá launagreiðanda og ríkinu. Þátttaka í viðbótar-
lífeyrissparnaði jókst verulega á síðasta ári og er nú talið að um
70% launafólks leggi hluta af launum sínum í slíkt sparnaðarform.
Þótt hugsanlegt sé að eitthvað hafi dregið úr öðrum sparnaðar-
formum á móti hefur heildarsparnaður heimilanna án efa aukist í
kjölfar þessara breytinga.
Samneysla hins opinbera jókst um 2,9% að raungildi árið 2001 samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Áætlað er að hún muni hafa aukist um 3,1% að raun-
gildi á árinu 2002 og er aukningin ívið minni hjá ríkinu en sveitarfélögum.
Samneysla