Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 88
V E G A M Á L
Markaðar tekjur
Bifreiðaeign: Samkvæmt tölum frá Skráningarstofunni hf. voru nýskráðar fólksbifreiðar
7414 á árinu 2002 á móti 7688 árið áður sem samsvarar 3,6% færri skráningum. Á sama
tíma voru nýskráðar 75 hópferðabifreiðar á móti 96 árið áður sem samsvarar 21,9% færri
skráningum. Nýskráðar vöru- og sendibifreiðar voru 1003 á árinu 2002 en voru 1240 árið
áður og er það 19,1% fækkun skráninga.
Innflutningur og nýskráning bifreiða dróst saman á árinu 2002 og hefur ekki verið minni
síðan á árinu 1995. Fólksbifreiðaeign á hverja þúsund íbúa er nú komin í 561 samkvæmt
bráðabirgðatölum.
Bensíngjald: Bensínsala á árinu 2002 nam rúmlega 192 milljónum lítra og er salan um
0,9% meiri en á árinu 2001. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Ríkisbókhaldi voru inn-
heimtar tekjur af bensínsölunni, þ.e. bensíngjaldið, 5493 m.kr. árið 2002. Það er 59 m.kr.
meira en tekjuspá vegaáætlunar gerði ráð fyrir eða um 1,1% meiri tekjur.
Bensíngjald var ekki hækkað á árinu 2002 og hefur ekkert hækkað frá 1. júní 1999.
Bensíngjald er 28,60 kr/1. Þegar bensíngjald var hækkað síðast hefði gjaldið mátt vera
31,16 kr/1 ef fylgt hefði verið breytingum á byggingarvísitölu og hefði mátt vera 36,72
kr/11. janúar 2003.
í ársbyrjun 2002 kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni 92,20 kr. frá dælu á bensínstöð með
fullri þjónustu. Verð á bensíni lækkaði síðan 1. mars í 91,20 kr. og var verðið stöðugt þar
til 1. júní er það hækkaði í 96 kr. Verðið fór síðan hækkandi og náði það hámarki er lítrinn
var kominn í 99 kr 1. nóvember 2002. Verð lækkaði síðan í 96,30 kr. 1. desember en
hækkaði aftur síðan eða í ársbyrjun 2003 kostaði lítrinn 98,20 kr. sem jafngildir 6,5%
hækkun frá byrjun árs 2002.
Þungaskattur: Innheimtar tekjur af kílómetragjaldi námu 2.469 m.kr. Tekjuspá vegaáætl-
unar hljóðaði upp á 2.499 m.kr. og var því innheimt 30 m.kr. minna en gert var ráð fyrir.
Innheimt árgjald þungaskatts var um 2.257 m.kr. en tekjuspá vegaáætlunar hafði gert ráð
fyrir 2.465 m.kr., þannig að tekjurnar af árgjaldinu reyndust 208 m.kr. minni en áætlað
var.
Gjaldskrár þungaskatts voru ekki hækkaðar á árinu 2002. Gjaldskrá kílómetragjalds
þungaskatts var lækkuð um 10% frá 11. febrúar 2001. Fast árgjald þungaskatts var síðast
hækkað 1. júní 1999 og var þá gjaldskrá kílómetragjalds þungaskatts einnig hækkuð.
8 41 Arbók VFl/TFl 2003