Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Side 129
Vörur og þjónusta
Raftæknideildinni hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og er henni
ætlað að vera einn helsti vaxtarbroddur starfsemi Fálkans á komandi misserum.
Nýjar vörur hafa þegar litið dagsins ljós í bókstaflegri merkingu enda er um að ræða
lýsingarbúnað og lampa til notkunar í iðnaðar-, skrifstofu-, verslunar- eða íbúðarhús-
næði. Helstu birgjar á sviði lýsingarbúnaðar eru meðal annars: Trilux, sem er leiðandi á
Þýskalandsmarkaði í framleiðslu hágæðaflúrlampa og ýmis konar sparperulampa; Zalux,
3F-Filippi, Noknlux , Veko, ES-System, Fael Luce, Bright, Norlight og Fehco, sem hver fyrir sig
býður gott úrval hvers kyns lampa. Með nýjum vörum er höfðað til breiðari hóps
viðskiptavina en áður. A komandi misserum er ætlunin að auka enn úrval hvers kyns
raflagnaefnis með það að leiðarljósi að bjóða rafiðnaðarmönnum heildarlausn í
framtíðinni.
Franska stórfyrirtækið Schneider Electric er burðarás í raftæknideildinni en helstu vörur
og vörumerki þess eru Telemecanique spólurofar, mótorrofar, varnarbúnaður, hnappaefni,
skynjarar, iðntölvur, tímaliðar, stýriliðar og hraðastýringar, Merlin Gerin aflrofar, sjálfvör,
lekaliðar og millispennurofabúnaður ásamt hinum vel þekktu Himel töfluskápum. Aðrir
meginbirgjar eru Vent-Axia viftur til iðnaðar- og heimilisnota og Anda handþurrkarar,
Novenco vatnshita- og iðanaðarloftræstiblásarar, VEM rafmótorar, Sumitomo og KEB gír-
mótorar, STM snekkjudrif, Mobrey hæðarskynjarar, Biirkert vökvalokar, mælar og rofar,
Extech handmælar og Pico hitastigssíritar og vöktunarkerfi, Signode bindivélar og
bindiefni.
Véladeildin býður heildarlausnir á sviðifráveitumála. Fálkinn hefur undanfarin ár tekið þátt í
flestum stærstu verkefnum á sviði fráveitumála, allt frá sölu og útvegun einstakra tækja
Dælu- og hreinsistöðin við Klettagarða í Sundahöfn. (Ljósm. Guðmundur Ævar Guðmundsson)
■
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana I125