Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 165
olíuskiljum. Olíuskiljumar frá Sæplasti eru mengunarvarnarbún-
aður til þess að hreinsa eðlislétt, vatnsfælin efni, t.d. olíu eða önnur
kolvetni úr frárennslisvatni. Virknin byggist á því að olía eða
vatnsfælin efni hafa tilhneigingu til þess að skiljast frá vatni og
vegna minni eðlismassa safnast þau ofan á. Sá tími sem þarf til
þess að aðskilnaður eigi sér stað er mismunandi eftir eðli efnanna
og dropastærð olíunnar, þ.e. hvernig olían blandaðist eða hrærðist
saman við frárennslisvatnið. Til þess að reikna út þá lág-
marksstærð á olíuskilju, sem þarf í fyrirtæki, verður að liggja fyrir
viðmiðunarstreymi úr húsinu/planinu. Dvalartími vatnsins í
skiljunni þarf að vera a.m.k. 1 klst. Þó skal olíuskilja aldrei vera
minni en 2 m3.
Sandskiljan tekur við sandi, leðju og öðru botnfalli úr frárennsli.
Hlutverk sandskilju framan við olíuskilju er að minnka álag á hana
og auka virkni hennar. Stærð sandskiljunnar ræðst af vatns-
rennslinu og skal miða við að dvalartími í sandskiljunni sé 9 mín-
útur, en lágmarksstærð er þó 1 m3.
Æskilegt er að eftirlits- og sýnatökubrunnur sé á frárennslislögn
frá olíuskilju.
Fituskiljurnar frá Sæplasti eru mengunarvarnarbúnaður til þess að
hreinsa eðlislétt, vatnsfælin efni, t.d. fitu úr frárennslisvatni fisk-
vinnsluhúsa, eldhúsa og sláturhúsa. Virknin byggist á því að fita
eða vatnsfælin efni hafa tilhneigingu til þess að skiljast frá vatni og
vegna minni eðlismassa safnast þau ofan á. Sá tími sem þarf til
þess að aðskilnaður eigi sér stað er mismunandi eftir eðli efnanna
og dropastærð fitunnar, þ.e. hvernig fitan blandaðist eða hrærðist
saman við frárennslisvatnið.
Mikilvægt er að haft sé samráð við sölumenn Sæplasts varðandi
stærðarval búnaðar, hvort sem um er að ræða frárennsliskerfi,
vatnsveitur eða skiljubúnað. Réttur búnaður tryggir þá virkni sem
notandinn óskar eftir.
Rotþrær og vatnsveitur
Sæplast framleiðir einnig rotþrær í mörgum stærðum, sem og
tanka fyrir vatnsveitur. Rotþrærnar uppfylla allar þær kröfur sem
gerðar eru af heilbrigðisyfirvöldum, eru þriggja hólfa og fást í
nokkrum stöðluðum stærðum. Til viðbótar er einnig hægt að fá
sérsmíði á stærri rotþróm, sé þess óskað.
Fyrir vatnsveitur framleiðir Sæplast bæði söfnunartanka sem settir
eru við uppsprettur og miðlunartanka. Líkt og með rotþrærnar er
þessi búnaður fáanlegur í mörgum stærðum.
Ráðgjöf og bæklingar um rotþrær og vatnsveitur má fá á
heimasíðu Sæplasts eða hjá sölumönnum.
Olíuskiljal
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 1 6 1