Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 170
Sovétríkin á loft fyrsta gervihnettinum í gervihnattaleiðsögukerfi sínu. Kerfið er nefnt
„GLObal NAvigation Satellite System" (GLONASS). Árið 1996 var GLONASS fullbúið
með 21 gervihnetti á þremur sporöskjulaga farbrautum. Hins vegar hefur reynst erfitt að
halda kerfinu í fullum rekstri, aðallega vegna þeirra vandamála sem fylgt hafa falli Sovét-
ríkjanna.
Fram á síðustu ár hafa öll leiðsögukerfi sem notuð eru af flugvélum verið byggð upp með
búnaði á jörðu niðri. Kröfur til leiðsögukerfa sem notuð eru í flugi eru ólíkar eftir því í
hvaða þáttum flugs á að nota kerfin. Þannig eru minnstar kröfur gerðar í leiðarflugi
(enroute) en mestar í aðflugi (approach). Kröfum til leiðsögukerfa má skipta í þrjá flokka:
• Nákvæmni (accuracy)
• Tiltakanleiki (availability)
• Heilleiki (integrity)
GPS uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til leiðsögukerfa í leiðarflugi og til grunn-
aðflugs. Kerfið er mikið notað í þeim þáttum flugs í dag. Hins vegar uppfyllir GPS ekki
kröfur sem gerðar eru til nákvæmnisaðflugs, en þar er lægri lágmarksflughæð en í grunn-
aðflugi. Til að uppfylla kröfur um nákvæmnisaðflug hafa verið valdar tvær leiðir í bygg-
ingu leiðréttingarkerfa. Annars vegar er um að ræða víðfeðm leiðréttingarkerfi, „Space
Based Augmentation System" (SBAS) og hins vegar smáfeðm leiðréttingarkerfi, „Ground
Based Augmentation System" (GBAS).
1 dag eru nokkur víðfeðm leiðréttingakerfi í smíðum. Þau stærstu eru „Wide Area
Augmentation System" (WAAS) sem er byggt af Bandaríkjunum og „European
Geostationary Navigation Overlay Service" (EGNOS) sem er evrópskt kerfi. Fleiri slík
kerfi eru í smíðum í Kanada (CAAS), Japan (MSAS) og Indlandi (GAGAN). Þjónustu-
svæði víðfeðmra leiðréttingakerfa ná yfir heimshluta og stór hafsvæði. Til samanburðar
eru smáfeðm leiðréttingarkerfi eins og t.d. „Local Area Augmentation System" (LAAS),
kerfi sem hafa þjónustusvæði á litlum svæðum, í landshlutum eða umhverfis einstaka
flugvelli.
Flugmálastjórn Islands hefur tekið virkan þátt í rannsóknum tengdum WAAS- og LAAS-
kerfunum og tekur um þessar mundir þátt í uppbyggingu EGNOS-kerfisins. I sumar
náðist sá merki áfangi að WAAS var lýst starfhæft í Bandaríkjunum sem er fyrsta víð-
feðma leiðréttingarkerfið sem tekið er formlega í notkun í heiminum.
Mynd 7. Þessi mynd sýnir helstu hluta GPS-
kerfisins.Byggt á erlendri mynd.
GNSS og leiðréttingarkerfi
I GPS-staðsetningarkerfinu eru 24 gervihnettir á sex
sporbrautum umhverfis jörðina í 22.500 km hæð yfir
jörðu. Á hverri braut, sem hallar 55° á miðbaug
jarðar, eru fjórir gervihnettir. Að meðaltali er sjón-
lína í fimm til átta GPS-hnetti alls staðar á jörðinni.
Á íslandi, sem er á 64° norðlægrar breiddar, sjást
gervihnettir bæði til suðurs og einnig til norðurs yfir
norðurpólinn.
GLONASS-kerfið er með gervihnetti sína í u.þ.b.
19.100 km hæð á 3 sporbrautum sem halla 64,8° á
miðbaug. Fullsamsett myndi kerfið innihalda 24
gervihnetti á lofti en í dag eru þeir aðeins níu.
Brautarhallinn er mjög hár og því næst betri sjónlína
til GLONASS-hnatta á norðlægum og suðlægum
slóðum en í GPS.
1 6 6 I Árbók VFl/TFl 2003