Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 173
að í framtíðinni fáist ódýrir móttakarar sem taka á móti bæði GPS- og Galileo-merki í
sama tækinu. Þetta þýðir að notandi hefur helmingi fleiri GNSS-gervihnetti í sjónlínu
heldur en í dag og þannig eykst tiltakanleiki sem notandinn hefur aðgang að. GLONASS-
kerfið er lítið eitt frábrugðið í tæknilegri útfærslu en gæti orðið sameiginlegt í eilítið
dýrari móttökurum með Galileo og GPS. Öll þessi hersing gervihnatta mun skapa not-
endum góðan aðgang að nægilegum fjölda gervihnatta hvar sem er á jörðinni.
Stefna Flugmálastjórnar (slands í GNSS-málefnum
GNSS-leiðsaga er óháð leiðsögubúnaði á jörðu. Viðtæki í flugvél reiknar út staðsetningu
sína með fjarlægðarmælingum til gervihnatta. Þessi tækni býður nákvæma flugleiðsögu
á aðgengilegan hátt og hentar t.d. íslenskum aðstæðum vel vegna mikils kostnaðar við að
koma hefðbundnum leiðsögubúnaði fyrir á jörðu niðri. Arið 1995 heimilaði Flugmála-
stjórn að byggja flugleiðsögu í leiðarflugi (enroute) á GPS. Árið 1998 birti Flugmálastjórn
Islands fyrst Evrópulanda tilraunagrunnaðflug, „non-precision approach" (NPA), byggt
á GPS að flugvellinum við Höfn í Hornafirði. Árið 2001 birti Flugmálastjórn fyrstu vott-
uðu GPS NPA-aðflugin að undangengnum rannsóknum á aðferðum við hönnun, eftirlit
og prófanir. í dag eru fimm slík aðflug í notkun og fleiri bíða vottunar. Eitt núverandi
grunnaðfluga má sjá á mynd 5 en það er að flugvellinum á Bíldudal. Flugmálastjórn
hefur einnig notað GPS-tæknina við flugprófanir á hefðbundnum flugleiðsögubúnaði,
Hér er um að ræða prófun á búnaði á jörðu niðri og eftirlit með stillingum hans en einn-
ig eftirlit og prófanir á GPS-gagnagrunnum sem notaðir eru
í blindflugstækjum í dag. Flugmálastjórn sér mörg tækifæri
til aukningar þjónustu við flugsamgöngur með notkun
þessarar tækni. Einnig skapast möguleikar á sparnaði í
rekstri hefðbundins leiðsögubúnaðar til hraðari uppbygg-
ingar á þessari nýju tækni sem hefur mjög vítt notkunarsvið
innan fluggeirans í dag.
Flugmálastjórn hefur tekið virkan þátt í undirbúningi að
víðfeðmum leiðréttingarkerfum. Fyrst með samstarfi við
Flugmálastjórn Bandaríkjanna, FAA, vegna undirbúnings
WAAS. Hluti af því verkefni var uppsetning á leiðréttingar-
stöð á íslandi, athuganir á nákvæmnisaðflugi að fjórum
flugvöllum á íslandi byggðum á WAAS-leiðréttingum og
rannsóknum á hegðun WAAS á norðlægum slóðum. Flogið
var víðs vegar yfir Islandi, Grænlandi og langleiðina að
norðurpólnum (85° N) til að prófa nákvæmni, hegðun og
eiginleika WAAS undir aðstæðum jónahvolfsstorma, snjó-
storma, landslags, norðlægrar legu og annað sem til féll við
okkar íslensku aðstæður. Skýrsla sem var birt árið 2000
vakti verulega athygli innan faggeirans og færði mönnum
þekkingu og aukna reynslu á meðhöndlun þessara kerfa.
Árið 1998 fóru fram samræmingarathuganir á Keflavíkur-
flugvelli þar sem flugvélar frá FAA, bresku flugmála-
stjórninni, NATS og Flugmálastjórn Islands sýndu sam-
virkni tilraunakerfa WAAS og EGNOS (NSTB og ESTB).
Þetta var mikilvægur liður í að samræma þróun þessara
kerfa í átt að einfaldri samvirkni milli þeirra.
Til að tryggja að víðfeðm leiðréttingaþjónusta verði til
staðar á Islandi og á íslenska flugstjórnarsvæðinu hefur
Flugmálastjórn Islands tekið að sér í samvinnu við Mynd5. GPS-grunnaðflug að
Evrópsku geimvísindastofnunina að reisa tvær EGNOS Bíldudal.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 6 9