Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 193
Áhersla á arðsemi upplýsingakerfa
Með réttri högun Oracle gagnagrurtnsins og notkun á þeim greiningartækjum sem
gagnagrunnurinn býður upp á opnast nýjar víddir í notkun á gögnum til upplýsinga-
gjafar innan fyrirtækisins. I þessu sambandi er sérstaklega horft til þess að nýta þær
gagnalindir sem fyrirtækið hefur afnot af sér til framdráttar í hörðu samkeppnisumhverfi
nútímans. Mikilvægt er að geta greint gögn fyrirtækisins á öruggan og hagkvæman hátt
án þess að auka flækjustig vinnslunnar. í dag er ekki nóg að skoða fjárhagslegar
upplýsingar heldur verða stjórnendur og starfsfólk að vera meðvitað um hvert fyrirtækið
stefnir og af hverju. Oracle hefur unnið markvisst að því markmiði sínu að hafa einn
gagnagrunn sem heldur utan um grunngögn, vöruhús gagna og greiningu.
Viðskiptagreind
Hugtakið viðskiptagreind er þýðing úr ensku orðunum Business intellegence. Viðskipta-
greind hefur verið lýst sem ferli sem notað er til skoðunar á sögulegum gögnum,
greiningu þeirra og notkun við áætlanagerð. Hugtakið „viðskiptagreind" felur með
öðrum orðum í sér:
• Vel uppbyggða og samþætta söfnun upplýsinga
• Greiningu, skýrslugerð og miðlun þekkingar um allt fyrirtækið
• Ákvarðanagrundvöll og stuðning við ákvarðanir sem leiða til athafna
I rekstri nútímafyrirtækja þurfa stjórnendur að hafa til taks hágæðaupplýsingar og
traustan grundvöll til ákvarðanatöku til að þeim sé kleift að ná viðunandi árangri. En
hvernig getum við safnað, stjórnað og notað upplýsingar til þess að öðlast meiri þekk-
ingu? Hvernig verðum við okkur úti um þær upplýsingar sem eru grundvöllur ákvarð-
ana til að stýra fyrirtækinu í átt að vexti og áframhaldandi velgengni? Og hvernig getum
við notað þessa þekkingu til að styrkja fyrirtækið og markaðsstöðu þess, starfsmennina
og þar með tekjuöflunina?
Umbreyting gagna í upplýsingar:
• Væntingar viðskiptavina
urn gæði, sérsniðnar vörur
og þjónustu og ekki síst
persónulega þjónustu, hafa
margfaldast á seinni árum.
• Sérþekking starfsmanna er
auðlind sem er hluti af höf-
uðstól fyrirtækisins og a.m.k.
jafnmikilvægur þáttur og
fjárhagslegur höfuðstóll í
lífsbaráttu fyrirtækisins.
• Fjárhagur fyrirtækisins, að-
fangastýring, viðskiptavinir
og starfsmenn leiða af sér
margs konar gagnvirk ferli
sem öll skilja eftir sig miklar
upplýsingar. Þessar upplýs-
ingar eru grundvöllur boð-
skipta, sameiginlegs skiln-
ings og áherslu á markmið
fyrirtækisins, sem er lykillinn
að velgengni.
Hvaó
geróist?
Ouery
Nákvæm
söguleg
gögn
Hvers vegna?
Eftirlit, breytingar
BSC, Strategy Tools
%
’/idskiptavinir
Vöruhús
gagna
Wlaits
Operational
Integration
Hvað mun
gerast?
Symmarles
N
OLAP
Data
Mining
Hvaó gæti
gerst ef?
OLAP Tool
I Mynd 1. Ferli viðskiptagreindar.l
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i189