Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 203
Næst má nefna uppbyggingu innanlandsleiðarinnar
í Skotlandi. Eins og fram hefur komið var samið við
Thus plc um aðgang að ljósleiðara frá Dunnet Bay til
Edinborgar. Það á hins vegar eftir að kveikja á
ljósleiðaranum, en það þýðir að FARICE hf. þarf að
setja upp tækjabúnað á um tíu stöðum á þessari leið.
Aætlað er að framkvæma þetta verk á árinu 2004.
Þegar því er lokið verður flutningsgeta ljósleiðarans
sambærileg við afköst sæstrengsins. Þangað til leigir
FARICE hf. takmarkaða flutningsgetu af Thus plc á
innanlandsleiðinni.
I þriðja lagi er það uppbygging innanlandsleiðar-
innar á Islandi, milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur.
Framkvæmd þessi er þó ekki á vegum FARICE hf.,
heldur er þessi leið tryggð með leigusamningi við
Símann. Hins vegar þurfti Síminn að setja töluverða
fjármuni í að auka flutningsgetuna á ljósleiðarakerfi
sínu til að geta uppfyllt þarfir FARICE hf. Það er gert
með DWDM (Dense Wavelength Division Multi-
plexing), sem er sams konar tækni og notuð er á
sæstrengnum. Innanlandsleiðin í Færeyjum, frá
Funningsfirði til Þórshafnar, er leigð af ForoyaTele.
Lagning strengsins hófst í Dunnet Bay þann 27. júní
2003 með viðhöfn. Strengurinn var tekinn í land í
Færeyjum fyrstu helgina í ágúst og þann 2. septem-
ber var hann dreginn á land á Vestdalseyri við
Seyðisfjörð. Þegar lagningu strengsins lauk hófust
prófanir á kerfinu, sem áætlað er að ljúki um miðjan
nóvember, þegar þetta er ritað. Miðað er við að
Pirelli afhendi FARICE hf. strengkerfið formlega
þann 29. nóvember.
Vinnan við forkannanir, undirbúning og síðan eftir-
lit með framkvæmdinni var unnin af starfsmönnum
Símans og ForoyaTele, með tæknilegri aðstoð frá
TDC Consult og fjármálaráðgjöf frá IBM Consulting.
Tækni
Heildarlengd sæsímakerfisins er ríflega 1400 km.
Vegna vegalengdanna er nauðsynlegt að nota magn-
ara og eru þeir samtals 14 á FARICE-1. Þeir vinna
þannig að ljósmerkið er magnað beint yfir tiltekið
tíðnisvið og eru þeir því „gagnsæir" gagnvart ljós-
merkjum, sem send eru um strenginn á þessu
tíðnisviði. Það þýðir að hægt er að auka flutnings-
getuna eftir þörfum með því að bæta við ljós-
merkjum á mismunandi tíðni (bylgjulengd).
Einungis þarf að bæta við búnaði í sæsíma-
stöðvunum. Eldri gerð magnara, eins og þeir sem
eru í notkun á CANTAT-3, eru kallaðir endurvakar.
1 þeim er mótteknu ljósmerki fyrst breytt í rafboð og
síðan búið til nýtt ljósmerki með meiri styrk.
Plógur, sem kapalskipið dró á eftir sér til að
grafa strenginn niður í hafsbotninn.
í FARICE-kerfinu eru 14 Ijósmagnarar á hafs-
botni. Myndin sýnir magnara nr. 9.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 9 9