Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 214
Sama aðferð gengur til að reikna T"un, stystu vegalengd frá miðlunargátt í hnútpunkti n
yfir í símaþjón í punkti m, þar sem nú er notaður vigurinn Yn í stað Xn. Nú er hægt að
nýta þessar upplýsingar til að reikna út heildar leigulínukostnaðinn í kerfinu. Hann er
samsettur úr leigulínukostnaði milli útstiga og símstöðva (LLC) og milli símstöðva og
skiptistöðva (TLC). Bandvíddarþörf milli útstiga og símstöðva er táknuð með BLn og
milli símstöðva og skiptistöðva með BTn, þar sem tekið er tillit til hefð- og
reynslubundinnar samnýtingar línanna. Fjöldi viðskiptavina sem tengjast hverjum hnút-
punkti er þekktur. I jöfnum (3) til (6) er sýnt hvernig leigulínukostnaðurinn er reiknaður
út frá lengd línanna og gjaldskrárupplýsingum. PN2Mb/s er fast gjaldskrárverð fyrir 2
Mb/s sambönd, PD2Mb/s er viðbótargjald vegna fjarlægðar, PNgxn °S PD[jTn eru
samsvarandi gjöld fyrir annan bitahraða. PR er auka álag á helming allra sambanda
vegna varasambanda og PW er heildsöluafsláttur. Jafna 3 miðast við að öll sambönd séu
2 Mb/s en í jöfnu (5) þarf að beita viðbótaralgrími til að finna hagkvæmasta bitahraða
fyrir hvert tilvik.
LLCn,2Mh/s = ((BLn / 2 Mb/s)*(PN2Mb/s + (PD2Mb/s*(l+(PR/2»* /„min )))*(1-PW) (3)
LLC = 'y' LLCn>2Mb/s (4)
TLC n,BTn = PNBTn + ( PDBTn * (l+(PR/2)) * T™" ) *(1-PW) (5)
TLC = X„TLC".BTn (6)
Nú er hægt að reikna út mánaðarlegan rekstrarkostnað með því að bæta við kostnaði
vegna húsakosts, ýmiss konar innri þjónustu og innri tengikostnaði. Hægt er að herma
hvern kostnaðarlið með nákvæmni að vild og hann getur verið mismunandi milli staða.
Til einföldunar er þó hver kostnaðarliður (merktur e) klofinn í tvennt, fastan kostnaðar-
lið (CTFe) og breytilegan kostnaðarlið (CTVe j) þar sem föstu liðirnir eru fastir fyrir kerf-
ið en þeir breytilegu háðir miðlunargáttunum (merktir 1) Til að finna rekstrarkostnað alls
PSTN kerfisins er fundið markfallið Z:
Z = min(^e Y* (CTFe + CTVeJ) + LLC + TLC ) (7)
Bestun líkansins
Líkanið hefur tvö mengi af tvígildum heiltölum; xn og y„. Ef gert er ráð fyrir því að \jn sé
fasti (af því að skiptistöðvarnar eða símaþjónarnir eru á föstum stað í miðstöð
Landssímans) felst bestunin í því að leysa ólínulegt tvígilt heiltöluverkefni. Verkefni af
þessu tagi fléttar saman tvenns konar bestunaraðferðum, ólínulegri bestun (non-linear
programming, NLP) og blandaðri heiltölubestun (mixed integer programming, MIP) [6].
Til að leysa verkefnið var hönnuð sundurliðuð leitaraðferð (decomposition heuristic
approach) sem skiptir lausnarúminu niður í minni hluta. Þessa hluta er hægt að leysa
sérstaklega með þróunarbestun (evolutionary optimisation) sem byggist á erfðafræðilegu
algrími [7][9]. Hægt er að beita leitaraðferðinni á núverandi PSTN kerfi og framtíðar
NGN högun með því að stilla kostnaðarliði. Almennt gildir um bestunaraðferð af þessu
tagi að hún tryggir ekki að víðvært lággildi (global optimum) fáist og hættan er sú að
lausnin sé aðeins staðbundið lággildi. Til að bregðast við þessu verður að beita innsæi og
því að stilla algrímið á þann hátt að ásættanlega góð lausn fáist. í raun skiptir það eitt
máli að lausnin sé viðunandi.
Aðferðina má skýra á eftirtalinn hátt:
2 1 0 | Árbók VFl/TFl 2003