Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 218
1-1. Óvarið bendi-
Mynd2. Kápusteypa frá
1998.
Við viðgerðir á stöplum hefur
komið í ljós að bendijárn eru
stundum tærð í sundur. Slíkt
ástand er mjög alvarlegt
vegna þess að burðargeta
mannvirkisins byggist á
járnagrindinni. Hins vegar
má segja að tæring í bendi-
stáli sé ekki mikil í stöplunum
og það virðist vera undan-
tekning að finna alvarlega
tæringu í þeim. Stöplarnir eru
varðir fyrir ísreki á endunum
með vinkiljárni, sjá mynd 1-2.
Bendistálið virðist vera tengt
við þessi járn og þar af leið-
andi mun öll tæring eiga sér
stað í brynvörninni. Hún
myndar s.k. varnaranóðu (e. sacrificial anode). Algengt er að sjá
mikla tæringu í þessum járnum. Þannig má leiða líkur af því að
brynvarnarjárnið hefur komið í veg fyrir tæringu bendistálsins,
þótt það hafi ekki verið hlutverk þess.
Ekki er ætlunin að fjalla nánar um steypuskemmdirnar og þær
úrlausnir sem gripið hefur verið til, þeim hafa verið gerð skil
annars staðar (1, 2, 3). Eins og staðan er í dag hefur verið steypt
kápusteypa utan um fjóra stöpla, en það var gert árin 1998 (sjá
mynd 2), 1999, 2002 og 2003.
Helstu orsakir fyrir skemmdunum eru taldar stafa af frost/þíðu
virkni. Til þess að kanna áraun frost og þíðu í steypunni var
nokkrum hitaskynjurum komið fyrir í kápusteypunni árið 1999. I
þessari skýrslu verður gerð grein niðurstöðum mælinga á hitastigi
í steypunni. Þótt mælingarnar nái núna yfir tæp 4 ár, verður aðeins
gerð grein fyrir niðurstöðum á tímabilinu frá 13-12-1999 til 26-2-2001.
Uppsetning
Fimm hitaskynjarar eru í kápusteypunni og einn sem mælir lofthitann. Skynjarinn sem
skráir lofthitann er mótstöðu (thermistor) hitamælir sem er innbyggður í gagnasafn-
arann, en innsteyptu skynjararnir eru thermocouple nemar (K-type). Skynjararnir eru
tengdir gagnasafnara (ACR Systems Inc. - SmartReader Plus 8) sem skráir hitastigið á
klukkutíma fresti. Þannig uppsettur, með fimm skynjara, getur hann safnað gögnum í allt
að 111 daga.
Skynjararnir voru skorðaðir fastir við járnagrindina í kápusteypunni. Leiðslurnar frá
skynjurunum voru teknar upp úr kápusteypunni í röri, rauf fyrir rörið var fræst í yfirborð
stöpulsins þannig að það er slétt við yfirborðið. Leiðslurnar voru síðan lagðar upp að
handriði fyrir ofan stöpulinn og tengdar inn í vatnsþétta rafmagnstöflu. Hver skynjari er
með 20 m langan kapal.
Skynjurunum var komið fyrir á þremur svæðum í stöplinum, neðarlega í sjávarfallabelti
(rétt ofan við stórstraumsfjöru), ofarlega í sjávarfallabelti (fyrir neðan stórstaumsflóð) og
að lokum vel undir sjávarföllum. AIls staðar var skynjari á 5 cm dýpi frá yfirborði og í
sjávarfalla- og skvettibelti var einnig skynjari á 9 cm dýpi frá yfirborði.
214i Arbók VFl/TFl 2003