Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 231
MAT Á STAÐBUNDNUM
JARÐSKJÁLFTAÁHRIFUM
Bjarni Bessason lauk prófi í byggingarverkfræði frá Hf 1981,Civ. ing. prófi frá DTH (Danmörku 1983 og Dr. ing. prófi frá
NTH í Noregi 1992. Hann starfaði hjá Verkfræðistofnun H( frá 1983 til 1988 og hjá Norges Geotekniske Institutt (NGI) í
Ósló frá 1992 til 1995. Dósent við verkfræðideild Hf frá 1995 og prófessor frá 2002.
Abstract
For special important structures it is well-known to perform a site-specific earthquake hazard assessment instead of using
available hazard maps directly. When doing such analysis it is possible to use both deterministic and probabilistic meth-
ods. However, the safety level formulation in present codes, such as the new Eurocode 8, demand that probabilistic meth-
ods are used to assess the seismic hazard. Number of subtasks must be performed in such analysis. The seismicity in the
seismic zones affecting the site in question must be explored. Reliable attenuation equations must be adopted. Finally, all
sources of uncertainties in the evaluation process must be considered and accounted for. In the case study presented in
this paper, earthquake actions are determined for a new power plant at Hellisheidi in Southwest lceland. First, recom-
mended design or safety level for the structure is given and then a site-specific seismic hazard is assessed.The methodol-
ogy used is described and a number of aspects affecting the final results are discussed and addressed. Results from prob-
abilistic methods, code prescribed loads, as well as recorded strong-motion data are combined and used to come up with
a proposal for an earthquake design spectrum for the power plant.
Inngangur
Mat á jarðskjálftahættu og gerð hröðunarkorta hefur verið mikið til umræðu undanfarin
misseri í tengslum við innleiðingu nýrra Evrópustaðla [1]. Fram hafa komið tvö hröð-
unarkort fyrir Island sem eru í meginatriðum svipuð. Annað kortið er frá Verkfræði-
stofnun Háskóla íslands, [2] og hitt er hluti af samþykktu þjóðarskjali með Eurocode 8,
[3]. Af hröðunarkortunum má lesa grunngildi hröðunar fyrir tiltekinn byggingarstað,
sem síðan má nota til að kvarða stöðluð hönnunarróf sem gefin eru í Evrópustaðlinum.
Fyrir mikilvæg mannvirki, sem staðsett eru á svæðum þar sem gera má ráð fyrir að
jarðskjálftaálag sé ráðandi álag við hönnun, er vel þekkt að framkvæma sérstakt mat á
staðbundnum jarðskjálftaáhrifum.
Markmiðið með þessari grein er að lýsa aðferðafræði og ýmsum atriðum sem huga þarf
að við mat á jarðskjálftahættu og þegar ákvarða skal jarðskjálftahönnunarforsendur fyrir
tiltekin mikilvæg mannvirki. Stuðst verður við raunverulegt verkefni sem er ákvörðun á
jarðskjálftaáhrifum fyrir nýtt orkuver Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrirhugað er að reisa
á Hellisheiði. Ljóst er að orkuverið er mikilvægt og að það verður staðsett nálægt upp-
takasvæðum stórra jarðskjálfta.
Ritrýndar vísindagreinar
2 2 7