Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Qupperneq 236
greiningarinnar, <1=0,214, og slembibreytunni P sem er normaldreifð með meðalgildið 0
og staðalfrávikið 1, þ.e. P€ /V(0,'l). Fyrir það stærðarbil jarðskjálfta sem hér skiptir máli
(5,0 < Mw < 6,75) er nokkur munur á Ms-kvarðanum og M;),-kvarðanum. Til að leiðrétta
fyrir þessum mun er stuðst við vörpun milli þessara kvarða sem gefin er í heimild [11].
Fleiri varpanir af þessari gerð eru til og ljóst er að ákveðin óvissa tengist vörpuninni.
Dvínunarlíkingin fyrir lóðhnit, S„(T), í jarðskjálftasvörunarrófi er á forminu:
Sa(T) = b\+b2Ms+brD + cP (5)
þar sem T stendur fyrir náttúrulegan sveiflutíma og b-stuðlarnir og CT-stuðullinn eru
gefnir í heimild [10] fyrir mismunandi T-gildi. Stuðlarnir miðast við 5% deyfihlutfall í
svörunarrófinu.
Með reiknilíkaninu er hægt, fyrir gefið viðmiðunartímabil, að ákvarða líkindadreifingu
fyrir tiltekna slembibreytu sem lýsir jarðskjálftaáhrifunum. Líkindadreifingin er síðan
notuð til þess að ákvarða kennigildi breytunnar fyrir valda meðalendurkomutíma. I
heimild [12] er gerð nánari grein fyrir forsendum og aðferðafræði við ofangreint reikni-
líkan.
Skekkjuliður
Rannsóknir hafa sýnt að skekkjuliðurinn P í jöfnum (4) og (5) hefur afgerandi áhrif á
niðurstöður, [12], [13] og [14]. Þegar líkindafræðilegum aðferðum er beitt er hægt að
_______________________________ herma þennan skekkjulið. Nokkur umræða hefur
verið um hvar eðlisfræðileg mörk jarðskjálftaáhrifa
liggja. Er t.d. eðlilegt að gera ráð fyrir að kennistærð
geti verið fimm til sex staðalfrávik frá miðgildi? Oft
er brugðið á það ráð að stýfa dreifinguna á P þannig
að skekkjuliðurinn fari aldrei yfir tiltekin efri mörk.
Ekki er þó einhlítt hvar leggja eigi þessi mörk.
Á mynd 2 eru sýndar niðurstöður fyrir hágildi yfir-
borðshröðunar sem fall af meðalendurkomutíma
fyrir mismunandi stýfingu á skekkjulið fyrir orku-
verið á Hellisheiði. Mikill munur er á ferlunum.
Samkvæmt hinum nýju hröðunarkortum, sjá heim-
ildir [2] og [3], lendir orkuverið á 0,4g eða > 0,4g
svæði miðað við 475 ára meðalendurkomutíma. Af
mynd 2 má ráða að einungis ferlarnir með stýfingu
við P=3,0 og P=6,0 sýna hröðunargildi sem eru í
samræmi við nýju hröðunarkortin. Hinir ferlarnir
sýna minni hröðun. Við mat á jarðskjálftaáhrifum
fyrir orkuverið er hér valið að stýfa skekkjuliðinn
við P=3,0. Þessi stýfing er ákveðin með hliðsjón af
því að í nánast öllum sterkhröðunarmæligögnum
finnast mæligildi sem víkja að minnsta kosti tvö til
þrjú staðalfrávik frá miðgildi [15]. Fyrir stuttan
meðalendurkomutíma sést af mynd 2 að ekki er
mikill munur á því hvort stýfingin sé miðuð við
P=3,0 eða P=6,0.
Á mynd 3 eru sýndar niðurstöður hermunar fyrir
mismunandi stærð skekkjuliðar, þ.e. fyrir o=0,00,
o=0,10, 0=0,214, o=0,30, í jöfnu (4). Notuð er sama
stýfing P=3,0 í öllum tilvikum. Gríðarlegur munur
2 3 2
Arbók VFl/TFl 2003