Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 255
Lokaorð
í dag keyra stýrimyndir Fyssu óháð umhverfisaðstæðum. Einn hópur keyrir á veturna og
annar á sumrin og skipt er handvirkt á milli þeirra. Þetta getur verið talsverður ókostur.
Ef dælur Fyssu keyra á of miklum hraða í vondu veðri getur vatn sprautast út um allt og
valdið gestum og gangandi óþægindum ásamt því að hafa áhrif á umhverfið í kring. Þess
vegna var ákveðið að láta stýrikerfi Fyssu velja stýrimyndir eftir umhverfisaðstæðum,
þannig að það metur hvaða stýrimyndir eru í lagi miðað við veðuraðstæður og velur
stýrimynd með tilliti til þeirra.
Til þess að hægt sé að velja stýrimyndir er nauðsynlegt að flokka þær á einhvern hátt.
Klösunaraðferðir eru hentugur kostur til þess að sjá hvernig stýrimyndir flokkast saman.
Bi-rit gefur þægilega grafíska framsetningu sem staðsetur stýrimyndir í plani og sýnir
hvernig stýribreytur hafa áhrif á þær. Út frá þessu plani er hægt að ákvarða hvaða stýri-
myndir er hægt að nota hverju sinni. Með því að láta stýrikerfi Fyssu velja stýrimyndir
miðað við aðstæður er tryggt að Fyssa valdi ekki óþægindum í umhverfinu og þar að
auki getur það stuðlað að fjölbreyttara vali á stýrimyndum og hagkvæmari rekstri á Fyssu.
Þetta verkefni er styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og eru henni færðar bestu þakkir fyrir
stuðninginn.
Heimildaskrá
[1] Johnson, R. A. og Wichern, D. W. Applied Multivariate Statistical Analysis, Fourth Edition. Prentice Hall, New Jersy, 1998.
[2] MacQueen, J. B. Some Methods for Classification and Anatysis of Multivariate Observations. Proceeding of 5th Berkeiey
Symposium on Mathematical Statistics and Probability, 1, Bereley, CA: University of California Press ,1967,281-297.
[3] Montgomery, D. C. og Runger, G. C.Appiied Statistics and Probability for Engineers, SecondEdition.lohn Wiley & Sons, Inc.,
NewYork, 1998.
110 ár hefur Þarfaþing þjónustað
fyrirtækjum, stofrtunum, verkfræðistofum og einstaklingum
Við veitum hraða og örugga
þjónustu því við vitum að
framkvæmdatíminn skiptir miklu
máli fyrir rekstur fyrirtækja
Þarfaþing hf. - Kjalarvogur 5 ~ 104 Reykjavík - Sími 568-0059 - Bréfsími 568-0375 - tharfathingtósimnet.is
Ritrýndar vísindagreinar
2 5 1