Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 290
Þær aðferðir sem notaðar eru í heiminum til þess að tryggja þá þjónustu sem eru
nauðsynlegar til þess að tryggja viðunandi öryggi kerfisins á hverjun tíma eru þrenns
konar. Sums staðar er komið upp markaði fyrir þetta, fyrirtækjunum gert skylt að sjá um
þetta samkvæmt reglugerð eða gjaldskrár settar. Varaafl, reiðuafl, launafl og reglunar-
styrkur eru dæmi um kerfisþjónustur.
Mat á markaðsstafsemi
Reynsla annarra þjóða af markaðsvæðingunni er sú að umtalsverður kostnaður verður til
við rekstur markaðstorgsins. Rekstur markaðstorgsins er flókinn og krefst starfsemi allan
sólarhringinn. Auk þess þurfa fyrirtækin sem stunda viðskiptin að koma upp
umtalsverðri starfsemi með tilheyrandi kostnaði. Stærsti hluti kostnaðarins er vegna
kauphallarstarfseminnar og markaðslausna við kerfisþjónusturnar. Fyrir jafnlítinn
markað og íslenska raforkumarkaðinn er slíkur kostnaður verulegur og líklegast óraun-
hæfur. Eðilegra er að finna aðrar hagkvæmari leiðir eins og gjaldskrárleiðir, uppboðs-
leiðir eða leggja skyldur á fyrirtækin. Þó fyrirkomulag sem þetta dragi úr samkeppni þarf
að meta hvort slíkt sé ásættanlegt, a.m.k. til að byrja með.
Fyrir kerfisþjónusturnar er raunhæfast að fara þá leið sem farin er víða, þ.e. að festa
skilmála í reglugeð sem skylda fyrirtækin til þess að annast nauðsynlega þjónustu gegn
gjaldi sem samið er um eða ákveðið af eftirlitsaðila. Þessi leið er sú hagkvæmasta og ætti
ekki að skapa aukakostnað á litlum markaði.
Kostnaður kerfisstjóra við það að koma upp tilboðsmarkaði fyrir jöfnunarorkuna er
umtalsverður og vandséð að slík ráðstöfun muni ekki leiða til hækkunar á orkuverði. I
upphafi mun væntanlega ríkja fákeppni á þessum markaði þar sem Landsvirkjun hefur
fram til þessa haft þessa skyldu og fjárfest til að mæta henni. Aðrir orkuframleiðendur
eru vanbúnir að þessu leyti. Vænlegra væri að fara uppboðsleið t.d. bjóða út jöfnunar-
orkuna á árs- eða mánaðargrundvelli. Ef uppboðið skilar ekki tilætluðum árangri gæti
eftirlitsaðilinn sett skyldur á fyrirtækin eða ákveðið gjaldskrá.
Kauphallarstarfsemin er sú umfangmesta og kostnaðarsamasta. Talsverður munur er á
kostnaðinum við þessa starfsemi eftir því hvaða reglur gilda og hefur sumum fyrir-
tækjum tekist að koma upp tiltölulega einföldu fyrirkomulagi. Samt sem áður er
vafasamt að slík starfsemi sé arðbær hér á landi, a.m.k. ekki fyrstu árin. Mögulegt er að
lækka þennan kostnað með því t.d. að semja við erlenda kauphöll um að annast þessi
viðskipti en slíkur samningur er háður því að notaðar séu sömu reglur og gilda í því landi
sem kauphöllin starfar. Til þess að leysa þá orkusölu sem um kauphöllina fer er mögulegt
að heimila orkufyrirtækjunum að nýta gjaldskrá fyrir jöfnunarorkuna. Þannig gætu
fyrirtækin gert tvíhliða samninga fyrir mestan hluta orkunnar og notað jöfnunarorku til
þess að mæta skammtímaþörf sinni.
Heimildir
[1 ] Guðjón Aðalsteinsson og Steinar Friðgeirsson. Mælingar og uppgjör ísamkeppnisumhverfi. Ársfundur RARIK 1999.
[2] Guðmundur I. Ásmundsson og Helgi Ó. Óskarsson. Raforkuviðskipti á írlandi, Landsvirkjun.lúlí 2002.
[3] Guðmundur Valsson. Undirbúningur markaðlíkans. Samorka, maí 2002.
[4] Guðmundur Valsson. Niðurstöður starfshóps um markaðstorg. Samorka, mars 2003.
[5] Steinar Friðgeirsson. Mælingar og uppgjör eftir markaðsvæðingu. Vorfundur Samorku, maí 2002.
[6] Tryggvi Ásgrímsson. Breytingar á íslenskum raforkumarkaði. M.S. ritgerð í viðskiptafræði við H.Í., maí 2002.
[7] Tryggvi Ásgrímsson. Raforkumarkaður á Norðurlöndum. Júlí 2002.
[8] Þorleifur Finnsson. Raforkumarkaður á Nýja Sjálandi. September 2002.
[9] Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Samorku: www.samorka.is.
2 8 6
Árbók VFÍ/TFÍ 2003