Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 297
Hægt er að flokka kerfi gatna í borginni gróflega í þrjá flokka sem byggjast á eðli um-
ferðar; hraða, magni og vistgæðum fyrir gangandi vegfarendur. Þannig má tala um stofn-
brautir, safngötur og húsagötur.
Kerfi gatna á miðborgarsvæðinu er fremur „ógegndræpt" og fá stór gatnamót stýra
umferðinni um allt kerfið. Við Geirsgötuna mætast stofnbrautir og húsagötur (hér lít ég
á miðborgarstræti sem húsagötur) nánast án milliliða. Þetta leiðir af sér að vissar leiðir í
gegnum bæinn eru fjölfarnar á meðan aðrar verða útundan og oftar en ekki yfirgefnar og
líflausar.
Bróðurpartur þeirrar umferðar sem kemur að austan eftir Sæbrautinni og að sunnan eftir
Lækjargötunni stoppar í miðborginni og aðeins lítill hluti heldur áfram vestur í bæ eftir
Geirsgötu og síðar Mýrargötu [4]. Þungaflutningar eru einhverjir en stærstu bílarnir fara
Hringbrautina á meðan þjónustuumferð hafnarinnar, fiskflutningar og fólksbílaumferð
fer um Mýrargötu - Geirsgötu. Tíðni þessara flutninga er ekki mjög mikil þó að aukning
sé fyrirsjáanleg í framtíðinni með frekari þróun olíu- og fiskihafnar í vesturhluta Reykja-
víkurhafnar [3].
Ef aðeins er tekið tillit til núverandi umferðar um Mýrargötu - Geirsgötu má gera ráð
fyrir að henni mætti anna með mun minni gatnatengingum af allt öðru eðli. Þar að auki
er þarna um að ræða miðbæjarsvæði sem hugsanlega ætti að taka mið af öðrum for-
sendum en gengur og gerist með gatnatengingar, t.d. í úthverfum borgarinnar. Þarna
mætti hugsa sér að umferð væri hægari og að minna pláss væri tekið undir þau mann-
virki sem þjóna einkabílnum. I miðborginni ætti frekar að vera miðborgarumferð heldur
en beinlínis stofnbrautarumferð.
í verkefninu er lagt til að umferðartenging milli hafnarinnar og
miðbæjarins verði mimikuð og eðli hennar breytt. Þarna verður
ekki lengur stofnbraut eins og við þekkjum á milli borgarhluta
heldur verður um að ræða nokkurs konar breiðgötu, þar sem
gangandi vegfarendur hafa meiri rétt og bílaumferð er hægari.
Þannig mætti komast hjá því að skilja að höfnina og miðbæinn,
eins og nú er gert, og miðbæjarsvæðið myndi ná alla leið til hafn-
arinnar.
Möguleg vandamál vegna umferðarrýmdar slíkrar tengingar
mætti líklega leysa að miklu leyti með vel staðsettum bílastæðum
á jöðrunum til að taka við umferð á leið inn í bæinn og lágmarka
gegnumakstur. Eins mætti hugsa sér einhvers konar tímastýringu
á akstri þungra flutningabíla þannig að þeir stærstu myndu
eingöngu aka utan álagstíma.
7. Eðli austur-vestur
tengingar milli hafnar og
miðborgar breytt og litið á
miðborg og höfn sem
Ef aukinnar umferðarrýmdar er krafist í framtíðinni vegna nýrra eina helld
íbúðahverfa við Ánanaust [11 og þróunar olíu-, fiski- og þjónustu-
hafnar úti á Granda [3] yrði að grípa til róttækari aðgerða og leita leiða til að færa um-
ferðartengingar annað en mitt á milli miðborgar og hafnar. Má í því sambandi nefna
botngöng úti við mynni hafnarinnar.
Miðborgarmegin jaðarsvæðisins er borgarmynstrið fremur ósamfellt og brotakennt. Með
því að endurbæta gatna- og byggðamynstrið á þessu jaðarsvæði, skýra gatnatengingar og
opna nýjar leiðir inn í og í gegnum miðborgina má auka virkni og líf á svæðinu öllu. Með
breiðgötu við sjávarsíðuna og framlengingu frá miðborginni út að höfn má teygja það
virka miðbæjarsvæði, sem nú þegar er til staðar á Laugavegi og í sjálfum miðbæjarkjarn-
anum, í átt til sjávar og skapa þar nýja aðkomu og andlit borgarinnar útávið. Höfnin og
aðliggjandi svæði verða ekki lengur þakdyr borgarinnar heldur framhlið og inngangur.
Til að endurbæta byggðarmynstrið þarf að brjóta niður, byggja upp, endurnýja byggingar
og endurskipuleggja gatnakerfi og flæði umferðar um miðborgina.
Tækni- o g vísindagreinar
2 9 3