Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Page 330
verulegum lengdarkröftum í
pípunum þegar þær lengdust
eða styttust vegna hitabreyt-
inga. Ennfremur kom í ljós að
viðnámið jókst mikið þegar
pípan var sett á burðarlegu því
vikurinn kýldist milli pípu og
legu.
Reiðingurinn virtist álitlegur
til einangrunar. Enda þótt
ekkert væri hægt að segja um
endingu hans þótti líklegt að
hann gæti haldið gerð sinni og
einangrunarhæfni um langt árabil. Sparnaðurinn við að nota reiðing í stað annarra ein-
angrunarefna er svo mikill að hann nægir til endurnýjunar eftir 6-10 ár. I lokaútfærslu
aðalæðar eru pípurnar einangraðar með tvöföldum reiðingstorfum, hvor 5-6 cm að
þykkt. Lok eru höfð á stokknum sem auðvelt er að taka af ef skipta þarf um einangrun.
Varmaleiðnistuðull reiðingsins er um 0,045 og útreikningar sýndu að hitafallið í allri
aðalæðinni yrði 2-3 °C. Þetta var staðfest þegar hitaveitan hafði verið tekin í notkun.
Tilraunastokkur dreifikerfisins var
35x35 cm að innanmáli, þriggja metra
langur og grafinn í jörðu í svipaða
dýpt og gert er með götustokka. í
stokkinn var lagt 100 mm stálrör,
einangrað með vikri með 2,6% raka.
Varmatapið var mælt á sama hátt og
að ofan er lýst. Þegar hitajafnvægi var
náð og leiðrétt hafði verið vegna
varmataps í stokkendum reyndist
tapið 44 kcal/h á lengdarmetra þegar
hiti í rörinu var 97°C og lofthitinn
22°C. Þetta varmatap var talið vel við-
unandi. Síðar var ákveðið að nota
hraungjall frekar en vikur í götu-
stokkum.
Heimæðar frá götulögnum að einstökum húsum eru lagðar beint í jörðu með glerullar-
skálum, en utan um þær er vafinn asfaltpappi.
Erfitt er að reikna heildarhitafallið fyrir allt dreifikerfið, en götulagnir og heimæðar eru
alls 70 km. Útreikningar gáfu að hitafallið til fjærstu notenda yrði 2-3°C.
Lýsing mannvirkja
Ákveðið var að nýta hverasvæðið umhverfis Reyki í Mosfellssveit, sem er 16 km frá
Reykjavík. Þegar hönnunarvinnan hófst gáfu hverir og borholur þar 150 1/s. Nú gefur
svæðið 250 1/s, en vonast er til að auka megi rennslið í 330 1/s. Borholurnar eru alls um
30 talsins, dreifðar á um 0,5 km2 svæði. Jarðvegurinn er úr ýmsum bergtegundum í
óreglulegum lögum. Efst er tiltölulega þunnur jarðvegur og þess vegna er efsti hluti
borholanna með fóðurröri. Margar holanna, sem ýmist eru boraðar með 4" eða 6" bor, eru
400-500 m djúpar en meðaldýpt þeirra er um 340 m. Vatnshitinn er svipaður í þeim öllum
og meðalhitinn er um 86°C. Vatnsmagn frá þeim er mjög breytilegt, frá 0,5 1/s til 35 1/s.
Hver ný borhola tekur vatn frá þeim eldri en eykur þó heildarrennslið.
3 2 6 | Árbók VFl/TFl 2003