Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2003, Blaðsíða 331
Frá borholum og hverum er sjálfrennsli að safngeymi við
aðaldælustöðina, en sandur og leir sem berst með vatninu
fellur þar til botns. Þegar hann fylltist rennur umfram-
vatirið í Varmá, en geymirinn stendur á bakka hennar. Frá
safngeyminum rennur vatnið í tveimur 350 mm stálpípum
að þremur lóðréttum dælusamstæðum og frá dælunum í
stálpípur aðalæðarinnar.
Við hönnun og gerð allra hluta hitaveitukerfisins var lögð
áhersla á að tryggja rekstraröryggi þess og ráðstafanir
gerðar til þess að bilun á pípu, dælu eða öðrum hlutum
orsakaði ekki rekstrarstöðvun. Aðalæðin frá Reykjum er
því tvöföld og þvermál pípanna er 350 mm. Mestan hluta
leiðarinnar er hlaðin lág undirstaða úr grjóti undir stokk
aðalæðarinnar, sem fylgir hæðum og lægðum í landslaginu.
Pípunum er komið fyrir í stokknum, sem er úr járnbentri
steinsteypu, og á honum eru lok sem hægt er að taka af ef
þörf krefur. Þensluraufar eru með 10-12 m millibili.
Pípurnar eru einangraðar hvor fyrir sig með reiðingi. Æðin
frá Reykjum að geymum á Oskjuhlíð, hæðardragi í útjaðri
Reykjavíkur, er 15 km löng. Frá geymunum er 0,9 km
leiðsla að fyrsta greinibrunni dreifikerfisins, við jaðar
bæjarins. Ætlunin var að nota sérstakar járnbentar steypu-
pípur sem kallast bonnarör og framleidd eru í röraverk-
smiðju Hojgaard og Schultz. Þessar pípur hafa um langt
árabil verið notaðar í flestar vatnsveitur í Danmörku þar
sem miklar kröfur eru gerðar til þrýstiþols. Vegna styrj-
aldarinnar var ekki hægt að flytja pípurnar til íslands og
verður vikið að því síðar.
Öskjuhlíðin nær 61 m yfir sjó. Til að ná nægilegri þrýstihæð
fyrir dreifikerfið við mesta álag hefði þurft að reisa geym-
ana á 15 m háum súlum. Meðal annars vegna hættu á
jarðskjálfta var valið að byggja geymana á jörðinni, en
nauðsynlegur þrýstingur fenginn með því að setja dælu-
stöð á milli geymanna og dreifikerfisins. Þegar hitaveitan
er fullbyggð er áætlað að 8000 m3 af vatni þurfi í varaforða
og verða reistir átta geymar er rúma 1000 m3 hver. Geym-
unum er raðað í hring kringum lokahús, en að því liggur
aðalæðin og þaðan fara leiðslurnar til bæjarins. Gert er ráð
fyrir að milli geymanna rísi útsýnisturn, kennimerki hita-
veitunnar.
í dælustöð rétt neðan við geymana eru þrjár jafnstórar
dælur, tvær tengdar sitt hvorri leiðslu aðalæðarinnar, en þá
þriðju er hægt að tengja báðum leiðslunum. Hámarksafköst
írverrar dælu er 250 1/s með 20 m þrýstingi.
Við bæjarmörkin tengist aðalæðin dreifikerfinu, sem grein-
ist í þrjár stofnlagnir sem síðar tengjast þverlögnum. Þessar
lagnir eru einnig götulagnir og út frá þeim greinast aðrar
götulagnir. Um 300 brunnar eru á götuhornum og annars
staðar þar sem nauðsyn krefur. 1 brunnunum eru greiningar
í götulagnir, en frá þeim liggja heimæðar til húsanna.
Heildarlengd dreifikerfisins er um 70 km, þar af eru götu-
lagnir 40 km og heimæðar 30 km.
Kafli aðalæðar
á framkvæmdatíma.
Tækni- og v í s i n d a g r e i n a r i 3 2 7