Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 23

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 15 (tafla I). Horfur eru góðar þegar æðabólgan er bundin við húð, sem reyndar er oftast. Vert er þó að árétta, að sjúklingar með ofnæmisbólgu í húð geta hæglega gengið með einhverja af þeim fjölkerfaæðabólgum, sem síðar ræðir. Purpuri Henochs og Schönleins hefur ýmis einkenni ofnæmisæðabólgu, sérstaklega er smásjárútlit svipað. Purpuri Henochs og Schönleins hefur þó sérstöðu, meðal annars vegna æðabólgu í iðrum, að því marki að sér- flokkur er fyllilega réttlætanlegur. Purpuri Henochs og Schönleins: Purpuri Henochs og Schönleins er fjölkerfaœðabólga, einkum í húð, þarmi og nýrum, tengd útfelling- um IgA-ónæmisfléttna íháræðum, blá- ogslag- æðlingum. Langflestir sjúklinga eru innan við tvítugt við greiningu (9) (tafla II). Purpuri Hen- ochs og Schönleins skarast verulega við IgA- nýrnakvilla (Bergers-sjúkdóm) og er hugsan- lega fjölkerfaafbrigði þess sjúkdóms. Fléttur fíbrónektíns og IgA í sermi eru mjög sérhæf forspá fyrir hvort sem er, IgA-nýrnakvilla eða purpura Henochs og Schönleins. Næmið er hins vegar aðeins um það bil 60% (10). Dæmi- gert er og að IgA finnist í æðaveggjum við flúrskinsrannsókn (mynd 2). Tengsl við glút- enóþol eru að líkindum einhver, en óljós og lítt könnuð (11). Bólguíferðin líkist ofnæmisæða- bólgu (mynd 2), en hvíthrun er þó síður áber- andi í purpura Henochs og Schönleins. Æða- bólgu tengdri útfellingum kuldahvítu svipar um sumt til purpura Henochs og Schönleins, bæði varðandi einkenni og teikn sjúklinga, sömuleiðis vefjagerð; kuldahvítuæðabólga telst hins vegar ekki sjálfvakin. Drepæðabólga (polyangitis nodosa, poly- s. periarteritis itodosa): Drepæðabólgu hefur gjarnan verið deilt í svonefnt „hefðbundið" og „smásætt" afbrigði. Má þannig skilgreina hefð- bundna drepæðabólgu sem bólgu með traf- drepi (mynd 3) í meðalstórum slagæðum (þeim er bera heiti í líffærafræði) og litlum slagœða- greinum með innra þvermál niður að 500g. (12) (tafla III). Alla nítjándu öldina álitu menn, að hefðbundin drepæðabólga væri í reynd eina æðabólgan sem til væri (13). Skilyrðinu um innra æðaþvermál & 500p er ætlað að undan- skilja gaukulsjúkdóm frá hefðbundinni drepæðabólgu. Hefðbundin drepæðabólga er sú tegund æðabólgu, sem gjarnan leggst á iðra- æðar (mynd 3), svo sem lifrar-, nýrna- og heng- isslagæðar, auk kransæða. Petta afbrigði drepæðabólgu er sjaldgæfara en smásæja af- 2c Mynd 2. Piirpuri Henochs og Schönleins. a) Preifipurpuri á húð. Sjúklingur er sjö ára barn med idraöng og blóðmigu. b) Hvíthrunsœðabólga (svartar örvar) í húð. Hvít ör bendir á yfirhúðartotu. HE-litun, 100X. c) Útfellingar IgA í veggjum húðœða. Bein fiúrskinslitun, and-IgA, 100X.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.