Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 28

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 28
20 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Tafla VII. Skilmerki ACR til flokkunar risafrumuœðabólgu*. Skilmerki Skilgreining 1. Aldur viö sjúkdómsupphaf & 50 ár Einkenni sjúkdóms og teikn gera fyrst vart við sig við 50 ára aldur eða síðar 2. Nýtilkominn höfuðverkur Nýr eða breyttur verkur bundinn við höfuð 3. Afbrigði í gagnaugaslagæð Eymsli við þreifingu eða púlsminnkun, hvorttveggja óháð æðahörðnun (atherosclerosis) í hálsæðum 4. Sökkhækkun Sökkhækkun & 50 mm/klst eftir aðferð Westergrens 5. Afbrigðilegt slagæðarsýni Slagæðarsýni með æðabólgu, þar sem einkjörnungar eru ráðandi, eða þar sem sést hnúöbólga, að jafnaði með margkirndum risafrumum * Til þess aö sjúkdómur tiltekins sjúklings megi flokkast sem risafrumuæðabólga veröa aö nást fram þrjú af fimm ofanskráðum skilmerkjum. Séu aö minnsta kosti þrjú skilmerki fyrir hendi telst næmi 93,5% og sérhæfi greiningar 91,2%. að fullu skýrð. Sjúkdómurinn er algengur á norðlægum slóðum og leggst einkum á fólk af norrænum toga, hvar í heiminum sem það býr. Orsakir og meingerð risafrumuœðabólgu: Enn hefur engin orsök fundizt. Viðleitni rannsakenda hefur einkum beinzt að sýking- um, þá helzt veirum. Óljósar upplýsingar liggja fyrir um aukna tíðni risafrumuæðabólgu sam- tímis þekktum faröldrum sýkinga af völdum parvóveira. Parvóveirur fundust í æðasýnum fjögurra af 24 sjúklingum (17%) með risafrum- uæðabólgu (hjá engum í jafnfjölmennum sam- anburðarhópi án æðabólgu) þegar þeirra var leitað með keðjumögnun (31). Voru þó ekki í þessari könnunarrannsókn sérlega valin sýni frá tíma þekkts parvóveirufaraldurs. Hvítfénd- ur finnast ekki í sermi sjúklinga, en lýst hefur verið andkardíólípíni í sermi sumra þeirra (32). Gagnstætt drepæðabólgu, þar sem útfellingar ónæmisflétta virðast gegna þýðingarmiklu hlutverki í tilurð, að minnsta kosti í upphafi sjúkdómsins, þá verður ekki séð að ónæmis- fléttur í blóðrás eigi hlut að orsök eða mein- gerð risafrumuæðabólgu. Bólguíferðin er aldrei samfelld innan æðarinnar. Verður að smásjárskoða fjöldamargar sneiðar úr hverri æð, og getur oft hitzt á svæsna bólgu í litlum bút sýnisins. Bólguíferð í gagnaugaslagæð er nánast undantekningarlaust marktækt fyrir- bæri. Eina undantekningin, sem máli skiptir, er bólgusvar við rofinni æðahörðnunarskellu. Sú mismunagreining er þó flestum meinafræð- ingum auðveld. Bólguíferð er jafnan samstíga í sömu æðinni. Gagnstætt drepæðabólgu, þar sem bólgnar æðar viðkomandi sjúklings eru á ýmsum stigum bólgu, það er að segja sumar með trafdrepi og aðrar með bandvefsummynd- un og gróningu, eru bólgubreytingar keimlíkar innan sömu æðarinnar hjá sjúklingum með risafrumuæðabólgu. Sé til dæmis að finna hnúðbólgu með risafrumum á einum stað, finnst hún alls staðar í sömu æð. Bólguíferðin er oftast af því tagi, sem einkennir frumubund- ið ónæmissvar, það er eitilfrumur, einkjörn- ungar, þekjulíkar átfrumur og margkirndar risafrumur (mynd 7). T-hjálparfrumur (CD4) eru ráðandi í bólguíferðinni (33), og í blóði finnst oft fækkun T-bælifruma (CD8) (34). Eitilfrumur og einkjörnungar í blóði tjá sérlega ýmsa frumuhreyfla, einkum IL 1, IL 2 og IL6 (mynd 7) (35). Tjáning meginvefjasamstæða (HLA-DR3, DR4 og DR5) er mögnuð í sjúk- lingum með risafrumuæðabólgu (36). Gæti það mynztur skýrt þátt erfða (og þjóðernis) í orsök og tilurð sjúkdómsins. Athygli rannsakenda hefur enda lengi beinzt að hlutverki innri þan- þynnu æðarinnar og þá sem skotmarki eða áfangastað bólguíferðinnar: Tiltekinn hópur einstaklinga tjáir, vegna erfða eða þjóðernis, vissar meginvefjasamstæður. Til þess að sjúk- dómurinn gefi sig til kynna þarf að opnast nýtt vakaset, til dæmis við veirusýkingu, í eða við innri þanþynnu (37). Víst er, að bólgu- skemmdir eru einmitt svæsnastar á mótum æðaþels og sléttvöðvalags (miðhjúps). Risa- frumur sjást oftast þar og úráta þynnunnar er eitt smásærra sérkenna sjúkdómsins. Ljós eru að verða tengsl milli risafrumubólgu í gagna- ugaslagæð og risafrumubólgu í stórum æðum, þar með talið greinum innri hálsslagæðar, garnaæðum og ósæð. Nýleg rannsókn leiddi í ljós sautjánfalda tíðni gúlmyndunar í brjóst- hluta ósæðar hjá sjúklingum sem greinzt höfðu með risafrumuæðabólgu í samanburði við viðmiðunarhóp, að öðru leyti sambærilegan (27). Að jafnaði liðu sjö ár frá greiningu risa-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.