Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 46

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 46
36 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 með þremur ásum þar sem skannið gaf lengd og breidd en dýptin var talin vera sú sama og breiddin. Góð samsvörun var milli aðferðanna (r=0,797, n=347 ) nteð um það bil 10% hærra mati samkvæmt skanni en þó sáust allt að +/- 45% frávik. Stefnt var að því að kirtill yrði fyrir um það bil 70 Gy geislun. Stærð kirtils og 24t joðupp- taka voru helstu ákvörðunarþættir í útreikn- ingum á geislaskammti, samkvæmt neðan- greindri formúlu þar sem talan 7000 er sú geisl- un sem stefnt er að (í einingunni rad; lGy = 100 rad) og 805 er umreikningsstuðull vegna eininga og helmingunartíma joðs í kirtlinum (11): skammtur (mCi) = 7000 x kirtilþungi (g) 805 x 24t IJ1I upptaka (%) Aðferðir. Könnun meðal sjúklinga og lœkna: Sendir voru spurningalistar til 387 sjúklinga (82,7% af hópnum) en 81 reyndist annað hvort dáinn eða fannst ekki af öðrum sökum. Spurt var meðal annars hvort þeir hefðu þurft að taka T4 eftir geislajoðmeðferðina og þá hversu lengi. Svör bárust frá 303 sjúklingum (78,3%). Til að meta áreiðanleika svaranna var haft samband við heimilislækna sjúklinga sem voru meðhöndlaðir á árabilinu 1985-1991 og þeir beðnir að athuga í sínum skrám sömu atriði og sjúklingarnir höfðu verið spurðir um. Svör fengust frá læknum varðandi 88 sjúklinga (48,1%) af þeim 183 sem svöruðu á tímabilinu. Úrtakshópur og mœlingar: A árinu 1993 komu til blóðsýnatöku 109 sjúklinga valdir með slembiúrtaki af suðvesturhorni landsins, úr hópnum sem svarað hafði í könnuninni (35,5%). Eingöngu voru kallaðir til sjúklingar sem aðeins höfðu fengið einn geislaskammt. I hópnum voru 28 sjúklingar með Graves sjúk- dóm sem voru taldir hafa eðlilega starfandi skjaldkirtil (tóku ekki T4) og 75 Graves sjúk- lingar sem höfðu verið greindir með skjald- vakabrest og voru farnir að taka T4 en 20 sjúk- linga úr þeim hópi báðum við um að sleppa T4 inntöku í 12 daga fyrir sýnistökuna. Einnig voru í hópnum sex sjúklingar sem höfðu verið með heitan hnút fyrir geislajoðmeðferðina, fimm þeirra nú með eðlilega starfandi skjald- kirtil en einn á T4 meðferð. í sermi þessara sjúklinga voru mæld hormónin T4, FT4 og TSH með aðferðum sem áður er lýst (10). Staðtölulegir útreikningar: Við samanburð meðaltala var notað t-próf Stúdents. Aðferð Pearsons var notuð við reikning á samsvörun- arstuðli (r) og aðferð minnstu kvaðrata (least squares) til þess að fá fram fylgnilínu (regress- ion line) breyta (12). Marktækismörk voru val- in p<0,05. Niðurstöður Athugaður var fjöldi sjúklinga sem með- höndlaður var með geislajoði, þar af fjöldi sjúklinga með heitan hnút, og tíðni á þörf end- urtekninga á meðferð, fyrir hvert ár tímabils- ins. Tafla I sýnir niðurstöður þar sem tvö ár hafa verið tekin saman í hverjum dálki. Reynd- ist fjöldi meðhöndlaðra sjúklinga aukast mark- tækt yfir tímabilið (p<0,001) svo og hlutfall meðhöndlaðra sjúklinga með heitan hnút (p<0,01) en tíðni endurtekninga breyttist ekki marktækt. í töflu II eru sýndar nokkrar stað- tölur (statistics) varðandi sjúklinga með Gra- ves sjúkdóm fyrir geislajoðmeðferðina. Á tímabilinu varð marktæk minnkun á kirtilstærð sjúklinga fyrir meðferð (p<0,05) en aldur og gefinn geislaskammtur breyttust ekki. Joð- upptaka 4t og 24t minnkaði yfir tímabilið en ekki marktækt (p<0,3 og p<0,2). I töflu III er sýndur samanburður á nokkrum þáttum fyrir meðferð, hjá tveimur hópum sjúklinga með Graves sjúkdóm, þeirra sem þurftu aðeins einn geislaskammt (hópur I) og þeirra sem þurftu fleiri (hópur II). Fyrri hópur- inn var einnig borinn saman við þriðja hópinn (hópur III) en í honum voru sjúklingar með heitan hnút sem fengu einn geislaskannnt. Sjö sjúklingar með heitan hnút þurftu fleiri en einn skammt (16,7%). Sjúklingar í hópi II voru marktækt yngri, höfðu stærri kirtil, hærri T4 og T3 gildi (ekki sýnt í töflu), hærri 4t og 24t joðupptöku auk þess sem 4t/24t hlutfall, sem gefur til kynna umsetningarhraða kirtilsins, reyndist hærra en hjá sjúklingum í hópi I. Sjúklingar í hópi III voru marktækt eldri en sjúklingar í hópi I, höfðu minni kirtil, lægri T4 og T3 gildi (ekki í töflu) auk lægri 4t og 24t joðupptöku og lægra 4t/24t hlutfall. I töflu IV hefur skjaldkirtlum sjúklinga með Graves sjúkdóm verið skipt í hópa eftir þyngd og fyrir hvern hóp er sýnd geislajoðupptaka og geislaskammtur á hvert gramm kirtils, 4t geislajoðupptaka, tíðni skjaldvakabrests og tíðni endurtekinna meðferða. Taflan sýnir að við fjórfalda þyngdaraukningu skjaldkirtils varð fjórföld logaritmísk minnkun á 24t joð- upptöku á hvert gramm kirtilsins og tvöföld
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.