Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 52

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 52
42 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 stærðin verður meiri má hugsanlega finna leið til að reikna út nákvæman skamrnt fyrir hvern kirtil þar sem kirtilstærð myndi vega meira í útreikningum en upptakan. Fyrir þann hóp sem hér er til skoðunar má þannig ætla að betur hefði reynst að gefa minni kirtlum minni skammta en gert var og auka þá síðan ólínu- lega eftir því sem kirtillinn varð stærri. Tíðni skjaldvakabrests meðal sjúklinga með Graves sjúkdóm jókst ekki marktækt frá fjórða ári í þessari rannsókn. Til eru erlendar rann- sóknir sem sýnt hafa ámóta niðurstöður, það er litla eða enga aukningu á tíðni skjaldvaka- brests eftir ákveðinn tima frá meðferð (14,16,22). Aftur á móti sýna flestar rannsókn- ir, eins og áður er getið, nokkuð jafna árlega aukningu eftir fyrstu tvö árin (2). Næmari greiningarpróf sem flýta fyrir því að skjald- vakabrestur finnist, gæti að einhverju leyti skýrt niðurstöður á borð við okkar. Undirbún- ingur fyrir geislajoðmeðferð með skjaldhaml- andi lyfjum sem sums staðar tíðkast gæti hugs- anlega tafið fyrir því að kirtlar verði vanstarf- andi en há joðinntaka gæti aftur á móti flýtt fyrir þeirri þróun. Lág tíðni jákvæðra prófa á míkrósómal og skjaldglóbúlín mótefnum með- al íslenskra sjúklinga með Graves sjúkdóm (23) gæti valdið því að sjálfsofnæmissjúkdóm- urinn sjálfur væri sjaldan örsök skjaldvaka- brests hér og hefði því lítil áhrif á tíðnina eftir að áhrif geislunarinnar eru yfirstaðin. Sam- kvæmt okkar niðurstöðum eru þau áhrif að miklu leyti komin fram strax ári eftir meðferð og því freistandi að reyna áfram meðhöndlun með skömmtum er miða að eðlilegri starfsemi kirtilsins þar sem árangur meðferðarinnar virðist fljótt vera ljós. Stærðarmat á skjaldkirtli með þreifingu get- ur verið talsvert ónákvæmt miðað við ómskoð- un. Eins getur munað talverðu á mati milli manna sem þreifa, samanber könnun sem sýndi 39% meðalskekkju milli skoðara. Reyndari læknar fóru þó nær metinni þyngd út frá ómskoðun og er því ljóst að menn æfast í að meta kirtilstærð með þreifingu (24). I okkar rannsókn þreifaði sami læknir flesta sjúkling- ana og bar mati hans vel saman við þyngd sem reiknuð er út frá geislajoðskanni en stundum gat þó skeikað allt að +/- 45% milli aðferð- anna. Metin kirtilstærð sjúklinga með Graves sjúkdóm við geislajoðgjöf fór marktækt minnk- andi (p<0,05) með árunum í þessari rannsókn. Gæti það skýrst af breyttu mati kirtilskoðara yfir tímabilið en einnig gætu sjúklingar með skjaldvakaóhóf verið að greinast æ fyrr (vænt- anlega með smærri kirtla) með næmari hor- mónamælingum. Mælingar á skjaldkirtilshormónum og TSH í úrtakshópi (n=103) sjúklinga með Graves sjúkdóm sem meðhöndlaðir voru með geisla- joði, benti til þess að að minnsta kosti þriðj- ungur þeirra sem ekki voru komnir á T4 með- ferð og því taldir með eðlilega starfandi kirtil, væru í raun með skjaldvakabrest. Þriðjungur sjúklinga á T4 meðferð virtust aftur á móti vera ofmeðhöndlaðir. Ljóst er því að bæta má eftir- lit með sjúklingum eftir meðferð. Ráðlagt hef- ur verið að stýra T4 meðferð þannig að TSH gildi, mæld með nýjustu og næmustu aðferðum (þriðju kynslóðar próf) séu innan viðmiðunar- marka. Þannig séu fylgikvillar skjaldvakaóhófs og skjaldvakabrests fyrirbyggðir (25,26). Mik- ill munur var á niðurstöðum hormónamæling- anna hjá Graves sjúklingum á T4 meðferð sem gerðu 12 daga hlé á meðferðinni fyrir blóðsýn- istöku og þeirra sem áfram tóku T4. Þótt hléið sem gert var hafi reynst of stutt til að hækka TSH hjá öllum sjúklingum er ólíklegt að eðli- lega starfandi kirtlar eða skjaldvakaóhóf finn- ist meðal þessara sjúklinga. Olíkt hárri tíðni skjaldvakabrests eftir geislajoðmeðferð meðal sjúklinga með Graves sjúkdóm var ekki nema einn af 15 sjúklingum með heitan hnút kominn með skjaldvakabrest eftir allt tímabilið (15 ár). Geislajoðmeðferð virðist því ákjósanleg til meðhöndlunar þessa sjúkdóms og er það í samræmi við niðurstöður erlendis frá (27). Mælt var með skurðaðgerð fyrir þennan sjúklingahóp alveg fram á níunda áratuginn (28) sem gæti skýrt lágt hlutfall þeirra á fyrri hluta rannsóknartímans frekar en að tíðnin hafi breyst. í stuttu máli má segja að niðurstöður þessar- ar rannsóknar sýni að endurskoða þurfi geisla- joðmeðferðina hér hvað varðar Graves sjúk- linga. Annarsvegar mætti breyta aðferðum við skammtaútreikninga en stefna áfram að eðli- legri starfsemi skjaldkirtils eftir meðferð en hinsvegar kæmi til greina að taka upp „há- skammta" meðferð sem miðar að skjaldvaka- bresti strax í kjölfar meðferðar þannig að með- höndlun með T4 geti hafist sem fyrst. Æskilegt væri að geta boðið upp á báðar þessar með- ferðarleiðir. Tryggja þyrfti bætt eftirlit með sjúklingum eftir meðferð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.