Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 54

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 54
44 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 44-49 Siðferðileg verðmæti og hugleiðingar um meðferð María Sigurjónsdóttir Inngangur Efni þessarar ráðstefnu eru þau siðferðilegu álitamál sem upp koma þegar líður að dauða- stundu fólks. Síðustu árin hefur mikill meiri- hluti fólks sem deyr, dáið á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum svo meðferð dauðvona sjúklinga er meðal þeirra starfa sem heilbrigðisstarfsmenn sinna. Á þeim brenna oft ýmis erfið siðferðileg vandamál sem snerta umönnun og meðferð deyjandi fólks. Hér er ætlunin að ræða sum þessara siðferðilegu vandamála. Rétt er að geta þess strax í upphafi að hér er ekki ætlunin að tala um líknarmorð eða aðstoð við sjálfsmorð. Ástæðan er sú að bæði mál- efnin eru nógu stór til að halda ráðstefnu um þau hvort fyrir sig. Ákveðið var að takmarka efnið við þá siðfræði sem tengist venjulegum dauðdaga, ef svo má að orði komast. Reyndar verður ekki fjallað sérstaklega um börn hér þar sem ákvarðanataka fyrir börn getur í sumum tilfellum haft annan rökstuðning en fyrir full- orðið fólk. Siðferðileg verðmæti Af siðferðilegum verðmætum verður fyrst fjallað um sjálfræði. Eins og nafnið bendir til er sjálfræði það að einstaklingurinn fái að ákveða hvað hann gerir og hvað gert er við eigin lík- ama*). Sú var tíðin að almenningur taldi að læknar vissu best hvað réttast væri að gera við hverjum og einum kvilla og fóru flestir í blindni eftir því sem læknar sögðu um rannsóknir og meðferð við sjúkdómum. Fór þá saman alræðisvald lækna yfir öllu því sem sneri að rannsókn og meðferð sjúkdóma og það að sjúklingarnir Byggt á erindi sem flutt var á ráöstefnu Siöfræðiráös Læknafélags (slands 18. mars 1994. Höfundur er læknir. Fyrirspurnir, bréfaskipti: María Sigur- jónsdóttir, geödeild Landspítalans. lögðu hluta af sjálfræði sínu í hendur læknisins. Læknar stýrðu svo rannsóknum og meðferð sjúkdóma með velferð sjúklingsins í huga sem lokamarkmið. í dag er óalgengt að sjúklingar afsali sér sjálfræði sínu til lækna eins og áður var lýst. Ástæður þess eru án efa margar og verða ein- ungis fáar taldar hér. Almenningur hefur nú gert sér grein fyrir því að enginn hópur manna er alvitur eða óskeikull á neinu sviði. Aukin almenn þekking á starfsemi líkamans og fleiri meðferðarmöguleikar hafa aukið virka þátt- töku sjúklinga í meðferðarákvörðunum. Jafn- framt hefur mönnum orðið Ijóst að læknisfræði byggist á ákveðnu gildismati sem ekki er sjálf- gefið að allir þjóðfélagsmeðlimir séu sammála um**). Nú er almennt litið svo á að sjálfræði fólks sé mikilvægt siðferðilegt verðmæti. Rétturinn til sjálfsákvörðunar byggir á virðingu fyrir mann- eskjunni sem sjálfráða skynsemisveru sem á að fá að ráða hvað hún gerir og hvað gert er við líkama hennar. Þessi réttur er mikilvægur til að koma í veg fyrir gerræðislegar aðgerðir á fólki. En sjálfræði er einnig mikilvægt þar sem al- mennt er talið að hver einstaklingur geti best metið sjálfur hvað honum er fyrir bestu, miðað við gildismat og langtímamarkmið. En sjálfræði er greinilega bundið ákveðnum skilyrðum. Yfirleitt er talið að til að raunveru- legt sjálfræði geti verið til staðar þurfi viðkom- andi að hafa athafnafrelsi, valfrelsi og skyn- semi eða hæfileika til rökrænnar umhugsunar (1). Augljóslega hefur fangi, eða maður sem er þvingaður til gjörða, ekki fullt athafnafrelsi, sjálfræði þeirra er því takmarkað. Tæpast er *) Sjálfsákvörðunarréttur er þó ekki ótakmarkaöur eins og sjá má í ýmsum reglum sem þjóðfélagið setur. **) Vottar Jehóva hafa til dæmis annað gildismat hvað varðar blóðgjafir en fólk í ýmsum öðrum trúfélögum. Einnigmánefnaauknar vinsældir óhefðbundinna lækn- ingaaðferða síðustu árin. Sumar þeirra byggja á hug- myndum um starfsemi líkamans sem eru gjörólíkar því sem hefðbundin læknisfræði kennir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.