Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 53 Þeir ræddu það í sínum hópi hvort meðferð mannsins ætti að felast í fullri endurlífgun ef hann fengi hjartastopp og hvort rétt væri að gefa honurn sýklalyf ef hann fengi sýkingu. Sjúklingurinn sjálfur hafði ekki látið í ljós nein- ar óskir varðandi meðferð ef sú staða kæmi upp sem við blasti. Nokkrir læknanna héldu því fram að þar sem endurlífgunartilraunir væru gagnslausar þá mætti taka þá ákvörðun að endurlífga ekki manninn, jafnvel án sam- ráðs við fjölskyldu hans. Aðrir læknar mót- mæltu því og bentu á að ekki væri réttlætanlegt að gefa út slíka yfirlýsingu þar sem sjúklingur- inn gæti lifað um ófyrirséðan tíma í gjörgæslu. Það varð því úr að fjölskyldan var spurð álits. í fyrstu var mikil óeining innan hennar um það hvaða stefnu skyldi taka. Að lokum spurði sonur sjúklingsins hvort nokkur von væri til þess að faðir þeirra gæti jafnað sig. Læknunum varð fátt um svör. Honum var sagt að líkurnar væru hverfandi en þó væri aldrei hægt að úti- loka þann möguleika. Það væri í sjálfu sér alltaf von. Þetta svar varð til þess að fjölskyldan komst að sameiginlegri niðurstöðu. I ljósi þess að ástandið var ekki vonlaust þá fóru þau þess á leit að læknarnir beittu ávallt fullri meðferð að endurlífgun meðtalinni (10). Þetta dæmi sýnir þann vanda sem læknar og aðstandendur geta staðið frammi fyrir þegar taka skal ákvörðun um gagnsemi meðferðar. í þessu tilviki voru skiptar skoðanir bæði á meðal læknanna innbyrðis og á milli læknanna annars vegar og fjölskyldunnar hins vegar um það hvað væri gagnslaus meðferð. í fyrsta lagi eru læknar ekki á einu máli um það hvert sé hið eiginlega meðferðarmarkmið. Sumir telja það vera útskrift af gjörgæslu aðrir telja það einungis vera að halda sjúklingnum á lífi. Af þessu leiðir að þeir eru ekki sammála um það hvað sé gagnslaus meðferð. í öðru lagi er í raun einungis hægt að leiða mismiklar líkur að því hver gangur mála muni verða. Það eru dæmi þess að fólk sem talið var heiladáið hafi vaknað úr dauðadái. Slíkar sög- ur eru óhemjusjaldgæfar. Hvað á að gefa slík- um möguleikum mikið vægi þegar ákvörðun er tekin? í þriðja lagi er hugsanlegt að tiltekin með- ferð hafi gildi (til dæmis trúarlegt) fyrir sjúk- linginn og fyrir aðstandendur þó að læknar eða fagaðilar myndu ákvarða á faglegum grunni að slík meðferð væri gagnslaus. Aftur verður meðferðin spurning um markmið. Ekki er sjálfgefið að markmið sjúklings eða aðstand- enda annars vegar og markmið læknisins séu hin sömu. Þar af leiðandi er opinn sá möguleiki að óeining skapist um það hvað sé gagnslaus meðferð. Ef gert er ráð fyrir því að mat á meðferðarmarkmiðum eigi einvörðungu að vera faglegt þá má halda því fram að ástæðu- laust sé að ráðgast við sjúklinginn og fjölskyldu hans um val á meðferð. Ef hins vegar er gert ráð fyrir því að markmið meðferðarinnar eigi ekki að ákveða bara á faglegum grunni heldur komi þar einnig til álita gildismat sjúklingsins og aðstandenda hans þá er nauðsynlegt að hafa þau með í ráðum. Þetta gæti þó valdið árekstr- um þegar sjálfsákvörðunarréttur sjúklingsins stangast á við faglegar skyldur læknisins (9,11). Niðurlag Ég kallaði þennan fyrirlestur „Siðferðileg vandamál tengd ákvarðanatöku Þau siðferði- legu gildi sem þarf að huga að þegar ákvarðan- ir eru teknar eru fyrst og fremst sjálfræði sjúk- lingsins annars vegar og velferð hans hins veg- ar eins og minnst hefur verið á. Önnur gildi koma þó óhjákvæmilega inn í umræðuna þó að ég hafi ekki lagt á þau megináherslu í þessu spjalli. Má þar fyrst nefna faglegar skyldur heilbrigðisstarfsfólks. í starfi sínu er til dæmis læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn í fast- mótuðu hlutverki þar sem stefnt er að ákveðnum markmiðum eftir tilteknum leiðum. Þetta setur starfinu vissan ramma. Ennfremur þarf að hafa réttlæti í huga. Það skiptir einkum máli þegar hugað er að dreifingu gæða. Til að mynda er ekki réttlátt að mismuna fólki með tilliti til þeirra meðferðarmöguleika sem það á rétt á. Að síðustu er rétt að undirstrika að þó að hér hafi verið lögð nokkur áhersla á að ræða um það hver eigi að taka ákvarðanir um meðferð á dauðvona sjúklingum, þá eru þær sjaldnast og eiga ekki að vera teknar gerræðislega af einum aðila. Mikilvægt er að ákvarðanirnar séu tekn- ar í samráði sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og aðstandenda eða stuðningsaðila sjúklingsins. Oft er þó nauðsynlegt að einn aðili hafi forræði og ábyrgð í málinu. Best er að niðurstaðan byggist á samræðum og samstarfi þar sem mót- uð er ákveðin stefna í tíma. Forsjálni og gott samstarf þeirra sem hlut eiga að máli er besta leiðin til að fyrirbyggja deilur og vanda sem upp geta komið síðar þegar framfylgja þarf þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.