Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 68

Læknablaðið - 15.01.1995, Síða 68
56 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 anna (samsvarandi ákvæði í dönsku hegningar- lögunum). Talið var að um manndráp fyrir brýna beiðni væri að ræða. Nefna má annan danskan dóm frá árinu 1974 (4) . Hjúkrunarfræðingur gaf lömuðum sjúk- lingi morfínsprautu. Þegar hann var orðinn meðvitundarlaus tók hún öndunarvélina úr sambandi. Þetta gerði hún fyrir brýna beiðni sjúklingsins sjálfs. Hjúkrunarfræðingurinn var dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi með vísan í 213. gr. hegningarlaganna. Samkvæmt 214. gr. almennra hegningarlaga skal sá maður sæta varðhaldi eða sektum sem stuðlar að því að annar maður ræður sjálfum sér bana. í greinargerð með 214. gr. hegningar- laganna segir að ef sá er fyrirfór sér hefur verið svo andlega miður sín eða á svo ungum aldri að telja bæri hann óábyrgan gerða sinna, myndi aðstoð við sjálfsmorðið varða venjulegri refs- ingu fyrir manndráp (2). Nefna má dæmi um að starfsfólk sjúkrahúss gæfi sjúklingi tækifæri til að slökkva sjálfur á vélinni sem héldi í hon- um lífinu. Það má nefna annað dæmi: Ef hjúkr- unarfólk afhendir dauðvona sjúklingi sem væri í sjálfsmorðshugleiðingum 60 svefntöflur og vatnsglas með. Það teldist ekki manndráp sam- kvæmt 211. gr. hegningarlaganna heldur væri hægt að beita refsilækkunarheimild 214. gr. Hér má nefna danskan dóm frá árinu 1993 (5) . Rúmlega fertugur maður hafði annast há- aldraða, sjúka og ósjálfbjarga foreldra sína í mörg ár. Fyrir brýna beiðni föður síns afhenti sonurinn honum 50 töflur af Nitrazepami, sem faðir hans gleypti og lést síðan. Jafnframt af- henti sonurinn móður sinni 150 töflur af Nitra- zepami, auk þess sem hann skar hana á púlsinn með rakvélarblaði. Sonurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir brot á 213. og 214. gr. íslensku hegningarlaganna (samsvarandi ákvæði í dönsku hegningarlögunum). Samkvæmt 1. mgr. 220. gr. hegningarlag- anna skal sá sæta fangelsi allt að átta árum sem kemur manni í það ástand að hann er án bjarg- ar eða yfirgefur mann sem hann átti að sjá um í slíku ástandi. Taka má sem dæmi að þegar sjúklingi er komið á sjúkrahús í hendur lækna þá er hann í umsjón starfsfólksins. Það má nefna hér danskan dóm frá árinu 1917. Læknir var kvaddur til sjúklings sem hafði lent í bíl- slysi. Þar með var hinn slasaði kominn í umsjón læknisins. Sjúklingurinn hafði fengið höfuð- högg og læknirinn taldi að ekkert væri hægt að gera og lagði hann því ekki inn á sjúkrahús. Sjúklingurinn dó degi síðar og læknirinn var ákærður fyrir brot á 1. mgr. 220. gr. hegningar- laganna (samsvarandi grein í dönsku hegning- arlögunum). Læknirinn var sýknaður þar sem talið var að hann hefði ekki getað séð það að eitthvað væri hægt að gera til að bjarga sjúk- lingnum (6). I 221. gr. almennra hegningarlaga segir: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar sem staddur er í lífsháska, þótt hann gœti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs síns eða annarra í háska, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi í allt að tveimur árum, eða sektum, ef málsbœtur eru. Sömu hegningu skal sá sœta, sem ekki annast um, að neytt sé þeirra bjargarmeðala, sem fyrir hendi eru, til þess að lífga þá, sem lífkann að leynast með, en líta út eins og dauðir, eða viðhefur ekki þœr aðferðir, sem boðnar eru þeim til umönnunar, sem lent hafa ískipreika eða í öðrum svipuðum óförum. “ Sem dæmi má nefna dauðvona krabba- meinssjúkling sem lendir í öndunarstoppi. Ef læknar og hjúkrunarfólk grípa ekki til endur- lífgunar væri um brot á þessari grein að ræða með vísan til þess að með orðinu „bjargar- meðal“ sé átt við aðferð sem líklega gæti bjarg- að lífi sjúklingsins. Samkvæmt 2. mgr. 221. gr. hegningarlaganna hvílir einnig sú skylda á læknum og hjúkrunarfólki rétt eins og öllum öðrum, að neyta þeirra bjargarmeðala sem til- tæk eru. Þeim sem kemur að tveggja ára barni sem er að drukkna í grunnum polli ber lagaleg skylda til að draga barnið upp úr. Vegna sér- fræðikunnáttu starfsfólks heilbrigðisstétta hvfl- ir meiri ábyrgð á þeim en hinum ófaglærðu. Það verður þó einnig að hafa það í huga að hegningarlögin eru frá árinu 1940. 221. gr. er óbreytt frá hegningarlögunum frá 1869, en hegningarlögin frá 1940 leystu þau lög af hólmi. Þessi grein var því skrifuð fyrir daga hjartahnoðs, öndunartækja og rafstuða. Hún var ekki upphaflega hugsuð sem skylda lækna og hjúkrunarfólks til að bjarga sjúklingum inni á sjúkrahúsum. Þessi grein er þó nefnd hér vegna þess að hún gæti komið til skoðunar ef svona mál væri kært hér á landi. Svo sem hér hefur verið rakið á undan, gefa lögin möguleika á því að beita vægri refsingu eða jafnvel að fella niður refsingu, ef takmörk- un meðferðar yrði talin varða við lög. Danski fræðimaðurinn Vagn Greve hefur bent á það að skilorðsdómur væri algengasta refsingin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.