Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 71

Læknablaðið - 15.01.1995, Page 71
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 59-61 59 Siðfræði á bráðasjúkrahúsi Pálmi V. Jónsson Undanfarna tvo áratugi hefur umræða um siðfræðileg álitamál innan læknisfræðinnar far- ið ört vaxandi, einkum í Bandaríkjunum, en hin síðari ár hefur umræðan breiðst út og nú er læknisfræðileg siðfræði einnig komin í brenni- depil á íslandi. Ýmislegt kemur til. Mörkin milli lífs og dauða eru óljósari en áður vegna tækniframfara. Forsjárhyggja lækna var áður viðurkennd, en nú er réttilega lögð áhersla á sjálfræði einstaklingsins. Þá hafa orðið stór- stígar þjóðfélagsbreytingar. Öldruðum fjölgar jafnt og þétt. Útgjöld heilbrigðisþjónustunnar hafa vaxið að kostnaðarmörkum og samkeppni um takmarkað fé fer nú harðnandi. Einungis siðfræðileg viðmiðun gefur okkur vonir um að leysa þennan erfiða siðfræðilega hnút (1). Á Borgarspítalanum hafa verið teknar upp leiðbeiningar um takmörkun á meðferð við lífslok (2). Þessar leiðbeiningar voru unnar af starfshópi innan sjúkrahússins. Læknar, hjúkr- unarfræðingur og prestur voru í starfshópnum. Jafnframt var leitað eftir lögfræðilegri ráðgjöf. Leitað var fanga erlendis við gerð leiðbeining- anna og má segja að niðurstöður Appelton ráðstefnunnar um takmörkun á meðferð við lífslok séu dæmigerðar (3). Hægt er að mæla sterklega með því að þeir sem koma nú nýir að efninu kynni sér þennan texta. Þar voru sett fram bandarísk sjónarmið en þau aðlöguð að fjölbreyttum viðhorfum annarra menningar- svæða. Leiðbeiningar Borgarspítalans mun ég ekki gera að frekara umtalsefni, heldur ræða nokkur umhugsunarverð atriði sem snerta efn- ið. Höfundur er yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Borgar- spítalans og dósent í öldrunarlækningum við læknadeild Háskóla Islands Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á ráðstefnu Siðfræðiráðs Læknafélags Islands 18. mars 1994. Eftir að endurlífgun hafði verið þróuð upp úr 1960, þótti um svo stórkostlega meðferð að ræða, að sérhver sjúklingur á bráðasjúkrahúsi ætti rétt á endurlífgun ef hjarta hans stoppaði. Nokkru síðar lentu menn á tunglinu og trúin á vísindi og tækni voru í hámarki. Á árunum milli 1970 og 1980 skildist læknum hins vegar að endurlífgun hefur skilgreinanlegan árangur og ákveðnir hópar sjúklinga eiga litla von um ár- angur. Nú vitum við að um það bil 14 af hundr- aði sjúklinga ná að útskrifast eftir hjartastopp ef allt er talið. Ákveðnir hópar einstaklinga eiga hins vegar mun betri horfur, til dæmis þeir sem eru á hjartagjörgæsludeildum. Ef aðdrag- andi hjartastopps er slíkur að lífslok virðast vera í nánd, til dæmis hjá krabbameinssjúklingi með útbreidd meinvörp, er ljóst að árangur er nánast enginn og meðferðin verður þá óviðeig- andi endir á lífinu. Sérkenni endurlífgunar er að meðferðin er sjálfvirk, ólíkt allri annarri meðferð á sjúkra- húsi, sem skráð er með sérstökum fyrirmælum. Á áttunda áratugnum varð mönnum því ljóst að um meðferð var að ræða, sem hefði ábend- ingar og frábendingar eins og önnur meðferð. Það sem er óvenjulegt er að skrá þarf fyrirmæli gegn meðferðinni, þar sem endurlífgun byggist á skjótum viðbrögðum við óvæntum atburð- um. Um 1980 voru því víðast hvar í Banda- ríkjunum komnar leiðbeiningar um takmörk- un á meðferð, þar sem skilgreint var hvernig nálgast átti ákvörðun og hvernig hún skyldi skráð. Nokkuð lýsandi er könnun sem gerð var á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum á níunda ára- tugnum, þar sem skoðað var hversu margir höfðu fyrirmæli um takmörkun á meðferð. Sextíu og átta af hundraði höfðu þá fyrirmæli um takmörkun á meðferð, en á 32 af hundraði var gerð tilraun til endurlífgunar áður en yfir lauk. Athyglisvert var að jafnvel helmingur hjartasjúklinga hafði nú skráð fyrirmæli gegn endurlífgun. Áberandi var að fyrirmælin voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.