Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 76

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 76
64 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 í ljós; við ætlum öðrum það sem okkur sjálfum finnst rétt og tilhlýðilegt. Öldruð kona, sem átti meðal annars lækni fyrir son, var alvarlega sjúk. Þegar taka átti ákvörðun um stóran uppskurð, var spurning- unni beint að syninum, en framhjá gömlu kon- unni, sem þó hafði alltaf haft mikinn veig í vilja og skapgerð og sá veigur var algerlega óbreytt- ur og óskertur. Sonurinn sagði: Þið skuluð spyrja móður mína. Og vilji hennar var ótví- ræður, hún vildi engan uppskurð. Tveimur vik- um síðar var gamla konan öll. Þá sóttu miklar efasemdir á soninn. Ef til vill hefði hann átt að leggja hart að móður sinni eða fara framhjá vilja hennar. Slíkar hugsanir eru eðlilegar og tilfinningabundnar. Krufning leiddi i ljós að ákvörðun gömlu konunnar var hárrétt. Og það var mikill léttir og lausn fyrir soninn. Aður en til krufningar kom var þessi sama ákvörðun hárrétt niðurstaða í huga gamallar konu, sem hafði svarað fyrir sjálfa sig spurningunni: Hve- nær hættir lífið að vera líf? Það sýnir sig oft á tíðum, að gullna reglan gamalkunna er oft notuð býsna sjálfhverft. Þó er hún einhver helgasta viðmiðun kristinnar trúar í siðfræðilegum efnum. Allt sem þér því viljið að aðrir menn gjöri fyrir yður það skuluð þér og þeim gjöra. Hvað vitum við yfirleitt um það hvað öðrum kemur? Hvað vitum við nema við spyrjum fyrst og hlustum á svörin, en það er að sjálfsögðu nauðsynleg forsenda þess að geta sett sig í annarra spor. Breski læknirinn Robert Twycross er mikill forustumaður um líknarmeðferð. Hann setur fram þrjú atriði, sem hann telur mikilvæg í samskiptum hjálparans og skjólstæðings hans. I fyrsta lagi talar Twycross um nauðsyn þess að samskiptin miðli hlýju og áhuga, í öðru lagi, að samskiptin séu sönn, ekta, og í þriðja lagi, að samskiptin feli í sér fúsleika hjálparans til að setja sig í fótspor skjólstæðingsins. Þetta segir Twycross að efli raunsæja von andspænis því óhjákvæmilega og bæti gæði lífsins í skugga dauðans. Málfríður Einarsdóttir, sú hin sama og skrifaði snjallar bækur á gamals aldri, dvaldi langdvölum á sjúkrahúsum, þegar hún var ung ntanneskja. Það var á tímum berklanna, hvíta dauðans, eins og þeir voru nefndir og margir áttu ekki afturkvæmt til lífsins. Málfríður var spurð að því hvort hún hefði ekki fengið marg- ar heimsóknir. Svarið var kaldhæðið: Jú það komu margir til að fara. Fólk, sem er reynsl- unni ríkara líkt og Málfríður Einarsdóttir, er yfirleitt býsna næmt á þetta sem Twycross telur mikilvægt í öllum samskiptum inni á sjúkra- húsi. Að vera eða vera ekki. Það er efinn, segir í alkunnri setningu Shakespears. Það er efinn, það er ekki altækt svarið klippt og skorið, held- ur spurningin, sá sannleikur, sem er samofinn réttlætinu og birtist í samfylgd og samskiptum manna. Þetta svið reynslunnar verður seint sett undir mæliker vísindanna, engu að síður er það staðreynd og yfirleitt eru það skjólstæðingarn- ir, sem eru sérfræðingarnir í því, hvort maður- inn er eða ekki. Við þekkjum það flest, hvernig sársauki, líkamlegur og andlegur, getur stillst við það eitt að vera settur í orð og tjáningu. Ég minnist fullorðins manns, sem glímdi í marga mánuði við illkynja og ólæknanlegt krabbamein í hálsi. Hann hafði misst konuna sína nokkrum árum áður og átti uppkomin börn, sem heimsóttu hann mikið á sjúkrahúsið og létu óspart í ljósi að þau gætu ekki hugsað þá hugsun til enda, að hann mundi deyja. Gantli maðurinn gat aftur á móti ekki hugsað sér að lifa við sífellt aukna skerðingu. Hann vildi fá að deyja, en gæfi hann börnum sínum minnstu vísbendingu í þá veru var henni kröftulega mótmælt. Og svo fór, að þessi gamli maður hvarf inn í heim þagnar og einsemdar sem enginn virtist geta rofið. Það var fyrst, þegar læknirinn leitaði eftir afstöðu hans sjálfs til líknandi meðferðar og endurlífg- unar, að það kom örlítill vonarglampi í augu gamla mannsins. Afstaða hans sjálfs var ljós, en hann hafði áhyggjur af börnum sínum. Við þessar aðstæður reyndist það nauðsynlegt fyrir börnin hans að fá samtal við lækninn og upp- lýsingar. Og samtal þeirra við prest var einnig mikilvægur aðdragandi að sameiginlegum fundi allra þessara aðila þar sem faðirinn tjáði vilja sinn og börnin gátu látið í ljós skilning sinn og væntumþykju. Og það var eins og við mann- inn mælt, að heilsa gamla mannsins, sem áður hafði hangið á bláþræði, styrktist og það hálfa ár sem hann reyndist eiga eftir ólifað varð bæði honum og fólkinu hans mikilsvert. Við margs konar tímamót í lífinu bæði blíð og stríð er manninum eiginlegt að horfa yfir sviðið og reyna að meta gildi þess að vera til. I nálægð dauðans skerpist þessi þörf allajafnan. Hún birtist meðal annars í því að líta yfir farinn veg að leiðarlokum. Með heyrn okkar og and- svari og návist getum við oft á tíðum hjálpað dauðvona fólki til að sækja styrk í þessar minn- ingar. Góðu dagarnir staðfesta, að lífið var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.